Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 495 svör fundust

category-iconHeimspeki

Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?

Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef maður missir þráðlausan síma eða farsíma ofan í baðkarið til sín? Fær maður straum?

Venjulegir símar eru ekki vatnsheldari en svo, að vatnið kemst fljótlega að spennuhafa hlutum, til dæmis snertunum við rafhlöðuna. Strangt til tekið er svarið því já, en í daglegu tali þýðir orðalagið "að fá straum" að viðkomandi finni fyrir honum. Það er ólíklegt í þessu tilviki. Við algenga rafhlöðuspennu getur ...

category-iconVeðurfræði

Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?

Í stuttu máli má segja að raki eða vatnsgufa í lofthjúpnum sé ein af gróðurhúsalofttegundunum. Líklegast er því að minni raki í loftinu mundi leiða til nokkurrar kólnunar. Málið er þó talsvert flókið eins og nánar kemur fram í textanum hér á eftir. Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sól...

category-iconEfnafræði

Hvað er osmósa?

Þegar leysiefni og lausn eru aðskilin með himnu sem einungis hleypir í gegn um sig sameindum leysiefnisins leitast viðkomandi sameindir til að fara frá leysiefninu yfir í lausnina. Við það þynnist lausnin, þ.e. styrkur uppleysta efnisins í lausninni minnkar. Fyrirbæri þetta nefnist osmósa. Almennt getur osmósa át...

category-iconLögfræði

Má breyta nafninu sínu algjörlega?

Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heim...

category-iconLæknisfræði

Hverjir eru kostir og gallar augnaðgerða með leysi?

Síðasta rúma áratuginn hafa leysiaðgerðir við sjónlagsgöllum verið einn þeirra kosta sem standa nærsýnum og fjarsýnum til boða. Þó engar aðgerðir séu gallalausar þá teljast augnaðgerðir með leysi mjög öruggar og tíðni aukaverkana er lág. Það er mikil frelsun að losna við „hækjur“ líkt og gleraugu og snertilins...

category-iconStærðfræði

Hvar verð ég staddur ef ég ferðast með 50 km hraða á klukkustund í norðaustur í 110 daga?

Með þessum hraða fer spyrjandinn 1200 km á sólarhring og ef hann héldi því áfram í 110 daga yrðu úr því 132.000 km. Gallinn er hins vegar sá að hann kemst ekki svo langt með því að fara sífellt í norðaustur. Sá sem ferðast sífellt í sömu stefnu á jarðarkúlunni endar á öðrum hvorum pólnum nema þessi fasta stefn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru skriðdýr?

Skriðdýr er einn af fimm hópum hryggdýra. Hinir eru spendýr, fuglar, froskdýr og fiskar. Skriðdýr eiga margt sameiginlegt með öðrum hryggdýrum. Þróunarlega má skilgreina skriðdýr sem einhvers konar millistig milli froskdýra annars vegar og spendýra og fugla hins vegar enda þróuðust síðarnefndu hóparnir frá skriðd...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til lítil pöndutegund sem hægt er að flytja til Íslands?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Er möguleiki að flytja til Íslands pandahún sem verður alltaf lítill, sem sagt verður ekkert allt of stór? Er til pöndutegund sem verður alla sína ævi lítil? Tvær dýrategundir eru nefndar pöndur í daglegu máli í íslensku og reyndar einnig á enskri tungu. Þetta er þó ekki fl...

category-iconFornfræði

Hvað varð um París og Helenu fögru?

París var sonur Príamosar konungs í Tróju. Hann hafði numið á brott Helenu fögru, drottningu Menelásar konungs í Spörtu og af þeim sökum braust út Trójustríðið (sjá nánar í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?). Gríska hetjan Fíloktetes drap París Trójuprins...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Er líf á plánetum í öðrum sólkerfum? Og, sama hvert svarið er, er hægt að sanna það?

Það er algengur misskilningur að sannanir séu mikið notaðar í vísindum. Hins vegar er það svo í raun, að sannanir eru eingöngu notaðar í stærðfræði. Við getum sannað að hornasumma í venjulegum þríhyrningi sé 180° og að frumtölurnar séu óendanlega margar en við getum ekki sannað að orka varðveitist alltaf né heldur...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hefur eldur þyngd?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Er eldur efnasamband? þá er eldur rafsegulbylgjur á innrauða og sýnilega sviðinu. Þessar rafsegulbylgjur skynjum við sem hita og ljós. Eldurinn sjálfur (það er hitinn og ljósið) telst því ekki til frumeinda, sameinda eða efnasambanda heldur er hann einungis afleiðing efn...

category-iconFélagsvísindi

Gerðu öll menningarsamfélög fornaldar ráð fyrir yfirburðum karlmanna?

Við þessu er eiginlega ekkert einfalt svar. Í fyrsta lagi er ekki auðvelt að afmarka við hvað er átt með því að tala um menningarsamfélög fornaldar. Mér finnst eðlilegast að þar séu talin þau samfélög sem áttu sér ritmál. Einungis í þeim ríkjum og samfélögum þar sem varðveist hafa ritaðar heimildir um hvaðeina, er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru heildun og deildun og hvernig nýtast þær í leik og starfi?

Heildun (e. integration) og deildun (differentiation) eru aðgerðir á stærðfræðilegum föllum (e. functions). Fall er eins konar lýsing á samhengi stærða. Ef um tvær stærðir er að ræða er önnur stærðin, sem nefnd er frumbreytan (e. independent variable; fleiri íslensk orð eru til), gjarnan sett á láréttan ás, x-ás, ...

category-iconFornfræði

Hvað voru borgríki Grikklands hið forna mörg og hver voru þau helstu?

Þessari spurningu er erfitt að svara af nákvæmni af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er saga Grikklands hins forna býsna löng og ólík borgríki voru leiðandi á ólíkum tímum. Í öðru lagi er erfitt að áætla nákvæma tölu grískra borgríkja á hverjum tíma. Varðveitt er rit um stjórnskipan Aþenu, sem eignað er heimspekingn...

Fleiri niðurstöður