Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3532 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni?

Erfitt er að svara þessari spurningu þar sem upplýsingar virðast ekki liggja frammi um röðun í símaskrá um allan heim. Athugun á Norðurlöndum sýnir að þar er raðað eftir kenninafni (ættarnafni). Annars staðar í Evrópu gildir hið sama. Í Bandaríkjunum og Ástralíu er raðað eftir kenninafni. Um Afríku og Asíu mun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir eru 5 hæstu fjallvegir á Íslandi?

Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna ýmsan fróðleik og tölulegar upplýsingar um vegakerfið. Þar er meðal annars að finna töflu með upplýsingum um hæð vega yfir sjó. Samkvæmt henni eru fimm hæstu fjallvegir landsins eftirtaldir: VegnúmerVeg- og/eða staðarheitiHæð yfir sjó (m) F821Sprengisandur, Nýjabæjarafrét...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á eiginlega að rita heiti Landspítalans?

Það virðist vefjast fyrir ýmsum hvernig eigi að rita nafn Landspítalans. Á vefsetri Landspítalans eru teknar saman upplýsingar um það hvernig eigi að orða og rita ýmislegt sem tengist heiti spítalans og starfsemi hans. Þar kemur meðal annars fram að spítalinn hét Landspítali - háskólasjúkrahús frá 2. mars 20...

category-iconFélagsvísindi

Eru ofskynjunarsveppir ólöglegir á Íslandi?

Já, innflutningur, útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla ofskynjunarsveppa er ólögleg skv. lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni. Í 1. mgr., sbr. 4. mgr. 2. gr. laganna kemur fram að neysla þeirra efna sem talin eru upp í lögunum sé bönnuð. Í 6. gr. lagann...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á ferning og ferhyrning?

Byrjum á því að athuga að strik er sá hluti af línu sem afmarkast af tveimur punktum á línunni. Skilgreinum svo marghyrning: Marghyrningur er sú mynd sem gerð er úr endanlega mörgum strikum þannig að endapunktur sérhvers striks er einnig endapunktur fyrir nákvæmlega eitt annað strik. Þríhyrningur er marghyrningu...

category-iconVísindavefur

Gáta: Hvaða rofi gengur að hvaða ljósaperu?

Maður stendur frammi á gangi þar sem þrír tölusettir rofar (1, 2 og 3) eru á veggnum. Í lokuðu herbergi rétt hjá rofunum eru þrjár ljósaperur merktar með bókstöfunum A, B og C. Verkefni mannsins er að finna hvaða rofi gengur að hvaða ljósaperu. Maðurinn hefur endalausan tíma en þegar hann hefur opnað dyrnar verður...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir á Hvolsvelli?

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru íbúar á Hvolsvelli þann 1. janúar 2011 860 talsins. Hvolsvöllur er þéttbýliskjarni sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að byggð hófst á Hvolsvelli er Kaupfélag Hallgeirseyjar hóf þar verslun árið 1930. Elstu tölur á vef Ha...

category-iconJarðvísindi

Er mögulegt samkvæmt flekakenningunni, að Ísland verði einhvern tíma tvö lönd, Egilsstaðir öðrum megin og Ísafjörður hinum megin?

Möttulstrókurinn undir Íslandi heldur landinu uppi, ef svo má segja, og sennilega á hann sinn þátt í gliðnun Atlantshafsins. En hugsum okkur að „slökknaði á“ möttulstróknum en gliðnun héldi áfram. Þá mundi þrennt gerast:Austur- og Vesturland ræki hvort frá öðru, lítil kvika kæmi upp milli flekanna tveggja, og ...

category-iconHeimspeki

Hver er erfiðasta spurningin í heiminum?

Ég geri ráð fyrir að þú sért að velta fyrir þér hvaða einstök spurning af öllum þeim, sem menn hafa raunverulega glímt við, sé erfiðust (hvað sem það nú þýðir!). En það má líka hugleiða almennt og heimspekilega, hvaða spurning er eða gæti verið erfiðust. Fyrst skulum við snúa okkur að því, hvaða spurningar hafa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er vitað að allar rafeindir séu nákvæmlega eins?

Ekki hefur tekist með beinum tilraunum að sýna fram á neinn mun á eiginleikum einstakra rafeinda en það getur ekki talist endanleg sönnun þess að þær séu allar eins. Rafeindin er ein af þeim tiltölulega fáu grundvallarögnum (öreindum) sem við teljum að heimurinn sé samsettur úr. Aðrar vel þekktar öreindir eru ljós...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð tunglið til?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað er tunglið stórt? (Halla Kristín Guðfinnsdóttir) Úr hverju er tunglið? (Þórhildur Ólafsdóttir) Er tunglið hart í gegn? (Baldur Blöndal)Talið er víst að tunglið hafi myndast fyrir um 4,5 milljörðum árum. Til eru að minnsta kosti fjórar kenningar um uppruna þes...

category-iconHeimspeki

Ef heili væri tekinn úr einni manneskju og settur í aðra, væri það þá eins og að færa harðan disk úr einni tölvu í aðra?

Til að svara þessari spurningu verðum við fyrst að spyrja tveggja annarra spurninga: „Hvaða þýðingu hefur það að skipta um harðan disk í tölvu?” og „Hvaða þýðingu gæti það haft að skipta um heila í manni?” Byrjum á tölvunni. Setjum sem svo að ég kaupi mér nýja tölvu og að harði diskurinn í henni eyðileggist. Vi...

category-iconMannfræði

Hvenær er talið að siðmenning eins og við þekkjum hana hafi byrjað?

Spurningin snýst í raun ekki síst um skilgreiningu á hugtakinu siðmenning. Mannfræðingar fást við kanna menningu. Menning er hér notað um hugtakið „culture“ sem algengt er í mörgum tungumálum af indóevrópskum uppruna. Innan mannfræðinnar er hugtakið menning notað þegar þekkingu er miðlað milli kynslóða og þá um al...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um endur?

Endur tilheyra andaætt (Anatidae) sem er afar skrautleg ætt meðalstórra og stórra sundfugla. Þessir fuglar eru vel aðlagaðir lífi á vatni og eru sundfitin á milli tánna og lögun goggsins gott dæmi um það. Fuglar af andaætt hafa flatan gogg með nokkurs konar hyrnistönnum á hliðunum, sem auðveldar þeim að sía fæðu ú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig aðlöguðust spendýr lífi í sjó og af hverju?

Fræðimenn hafa lengi velt því fyrir sér hverjir hafi verið áar hvala á landi fyrir tugum milljóna ára. Með hjálp steingervingarannsókna eru þeir orðnir nokkuð sammála um að forfeður nútímahvala hafi verið hópur útdauðra spendýra sem heita Mesonychids á fræðimáli. Við vitum til þess að þessi hópur hafi verið ne...

Fleiri niðurstöður