Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig varð fyrsta risaeðlan til?
Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Spurning Brynjars Arnar Reynissonar Hvað voru risaeðlutegundirnar margar og hvernig voru fyrstu risaeðlurnar? og spurning Dags Ebenezerssonar Hvað er búið að finna margar risaeðlutegundir? Risaeðlur (Dinosauria) teljast til skriðdýra (Reptilia) og eru flokk...
Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var?
Fyrstu risaeðlurnar komu fram fyrir um það bil 225 milljónum ára og þær síðustu dóu út fyrir um 66 milljónum ára, í lok krítartímabils. Leifar þessara dýra hafa víða fundist í jarðlögum, einkum setlögum sem myndast hafa í ám og vötnum. Mest hefur fundist af beinum, bæði heilum og brotnum, og stundum hafa fu...
Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu?
Verðmæti fyrirtækja ræðst af núvirði þess fjárstreymis sem rekstur þess skilar yfir líftíma fyrirtækisins. Þar sem framtíðarfjárstreymið er að sjálfsögðu ekki þekkt verða fjárfestar að áætla það út frá ýmsum þáttum, svo sem vexti þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið starfar í, markaðshlutdeild fyrirtækisins, fram...
Hvað merkja myndirnar á messuklæði presta?
Messuklæði presta eru hvítur kyrtill sem er annaðhvort svokallað rykkilín sem prestur ber yfir svartri hempu eða alba sem prestur ber í stað hempu og rykkilíns. Þar yfir klæðist prestur stólu sem er breiður borði í lit kirkjuársins (sjá síðar) lagður fram yfir axlir prests og fellur niður á miðjan legg. Að síðus...
Af hverju er presturinn í mismunandi fatalitum eftir árstíma?
Litir kirkjunnar eru kallaðir litir kirkjuársins. Þeir eru þessir: Hvítur, rauður, fjólublár, grænn og svartur. Hvíti liturinn (sem líka getur verið gylltur) er notaður á stórhátíðum kirkjunnar, eða Krists-hátíðum, sem eru jól og páskar. Jólatíminn nær til þrettándans en páskatíminn nær til hvítasunnu. Litur h...
Af hverju er páskaliturinn í kirkjunni fjólublár en ekki gulur eins og venjulegi páskaliturinn?
Páskaliturinn er nú reyndar hvítur en tíminn fyrir páska, það er að segja fastan, hefur fjólubláan lit. Að baki spurningunni liggur málvenja síðari ára sem lætur páskana byrja ekki síðar en þegar skólar fara í páskafrí. Af þeirri ástæðu er farið að kalla vikuna fyrir páska páskaviku, þótt hún heiti frá fornu ...
Til hvers er altarið í kirkju?
Altarið í kristinni kirkju er fyrst og fremst borð. Það er kallað borð Drottins vegna þess að þar er borin fram kvöldmáltíðin. Að ganga til altaris er þannig líka kallað að ganga til Guðs borðs. Jafnframt er altarið samkvæmt kristinni trú tákn um nærveru Guðs á jörðu. Þess vegna snúum við okkur þangað þegar vi...
Hvenær byrjar kirkjuárið og hvers vegna?
Kirkjuárið er byggt upp í samræmi við hugmyndir kristninnar um ævi Jesú Krists á jörðu og líf kirkju hans eftir að hann steig upp til himna. Þess vegna byrjar kirkjuárið með aðventunni, þegar við bíðum þess að Jesúbarnið fæðist á jólum....
Er möguleiki að okkar raunveruleiki sé draumsýn eða jafnvel skapaður veruleiki, samanber kvikmyndina The Matrix?
Þegar rætt er um möguleika er stundum verið að ræða um hvað stangast á við þá þekkingu sem við höfum og hvað ekki. Í þessum skilningi er hvaðeina mögulegt sem samrýmist öllu sem við vitum. Ýmislegt getur verið mögulegt í þessum skilningi þótt það geti ekki gerst í raun og veru, stangist til dæmis á við náttúrulögm...
Hverjir aðrir en Bandaríkjaforseti höfðu vald yfir kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna á fyrri hluta kalda stríðsins?
Bandaríkjaforseti var sá eini, sem hafði úrslitavald um beitingu kjarnorkuvopna, en það var í verkahring framkvæmdastjórnar Kjarnorkustofnunar Bandaríkjanna, Atomic Energy Comission, að hafa vald yfir slíkum vopnum og eftirlit með framleiðslu þeirra. Eftir seinni heimsstyrjöld sá Harry S. Truman (1884-1972), Ba...
Getur inntaka á ríbósa stuðlað að bættum árangri í íþróttum?
Ríbósi er sykra (5-kolvetna), hluti af kjarnsýrum (RNA og DNA) og mikilvægur í nokkrum kóensímum. Í auglýsingum um ríbósa sem fæðubótarefni er minnt á að ríbósi sé forsenda fyrir myndun ATP (orkuefni líkamans) og því geti inntaka á ríbósa stuðlað að því að líkaminn nái að mynda ATP hraðar meðan á æfingu stendur og...
Hvert er innihald gelatíns og í hvaða neysluvörum er það að finna?
Gelatín er hlaupkennt, lyktarlaust og bragðlaust prótein sem verður til við hitun kollagenþráða meðal annars úr sinum og beinum spendýra í nærveru vatns. Eins og önnur prótein, samanstendur gelatín af amínósýrum. Út frá næringarfræðilegu sjónarmiði er gelatín ekki hágæðaprótein eins og önnur dýraprótein, vegna þe...
Hvort er betra að geyma kartöflur í ísskáp eða við herbergishita?
Fyrir venjulega neyslu er talið betra að geyma kartöflur við 4-5°C sem er dæmigerður ísskápshiti. Við þetta hitastig er öndun í kartöflunum hægari en við hærra hitastig og minni líkur á skemmdarbreytingum. Æskilegt rakastig við geymslu á kartöflum er 75-90%, en þó er mælt með að geyma kartöflur í þurru lofti, 15-2...
Af hverju þyrstir okkur í sætindi, og af hverju finnast okkur þau góð?
Við mannfólkið skynjum ferns konar bragð með tungunni, sætt, salt, súrt og beiskt, og fæðumst með þann eiginleika að þykja sætt bragð gott, beiskt og súrt vont en erum hlutlaus eða með einhvern áhuga á salti. Þetta mótast síðan enn frekar af reynslu okkar og verður til þess að okkur langar eða langar ekki í hinar ...
Er magn DHA-fitusýra í lúðulýsi meira eða minna en í þorskalýsi?
Magn af DHA (docosahexaenoic acid) í lúðulýsi er aðeins minna en í þorskalýsi. Munurinn á lúðulýsi og þorskalýsi er hins vegar aðallega sá að hvert gramm af lúðulýsi inniheldur mun meira af A- og D-vítamínum heldur en gramm af þorskalýsi. Það þarf því að borða minna af lúðulýsi heldur en þorskalýsi til að fullnægj...