Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1111 svör fundust
Hvað er seiðskratti?
Orðið seiðskratti hefur stundum verið notað um fjölkunnuga menn, þá sem kunnu að efla (fremja, gera eða magna) seið. Seiður er gamalt orð yfir ákveðið afbrigði fjölkynngi (forneskju). Hann er víða nefndur í íslenskum miðaldabókmenntum og hefur jafnan verið tengdur hinum heiðna guði Óðni, sem nefndur hefur verið „g...
Hvað er alkóhólismi?
Upphaflegar spurningar voru þessar: Hvað er alkóhólismi/áfengissýki og af hverju mæta þeir sem haldnir eru þeirri veiki svo miklum fordómum í þjóðfélaginu? (Hlín) Getið þið skilgreint alkóhólisma? (Bergvin) Er alkahólismi og eiturlyfjafíkn sjúkdómur? (Hjörtur) Er áfengissýki arfgeng? (Sigríður) Áfengisfíkn ...
Er eðlilegt að finna til pirrings yfir smjatti, sötri, háum andardrætti og klukkutifi?
Svarið við spurningunni er einfaldlega já. Það er alveg fullkomlega eðlilegt að verða þreyttur og pirraður á ákveðnum hljóðum. Hinu er ekki að neita að það er afskaplega persónubundið hvort og hversu mikið þau fari í taugarnar á fólki, og þá er lykilatriði hve mikla athygli fólk veitir smjatti, sötri og öðrum slík...
Hvernig geta litir og tónlist haft áhrif í auglýsingum?
Þegar viðtakendur auglýsinga kunna vel að meta liti og/eða tónlist í auglýsingum þá munu þeir, að öllu jöfnu, kunna vel við skilaboð auglýsingarinnar, vöruna eða þann aðila sem er auglýstur (Perloff, 2003). Í slíkum tilvikum er hlutlaust áreiti (til dæmis varan), sem viðkomandi hefur enga sérstaka skoðun á, tengt...
Hvað er bitormasýki og hvernig smitast menn af henni?
Tvær tegundir sníkjuþráðorma (Nematoda); Ancylostoma duodenale og Necator americanus orsaka sjúkdóm í meltingarvegi manna sem nefna mætti bitormasýki (e. hookworm diseases). Hvorug tegundin er landlæg á Íslandi en báðar berast hingað reglulega með ferðalöngum sem smitast hafa erlendis. Fyrrnefnda tegundin er landl...
Er það bara mýta að rykmaurar séu á Íslandi?
Rykmaurar eru áttfætlumaurar sem taldir eru útbreiddir um allan heim og í mörgum löndum eru þeir ein meginorsök fyrir astma og ofnæmisbólgum í nefi. Þeir eiga einnig þátt í ofnæmisexemi (barnaexemi), sem er mjög algengt fyrstu tíu ár ævinnar. Oftast er talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinu...
Í hvaða fæðutegundum er D-vítamín?
Líkami okkar fær fituleysanlega vítamínið D-vítamín á tvennan hátt, sólarljósið breytir vissum efnum í D-vítamín í húðinni og við fáum einnig D-vítamín með fæðunni. Ef útfjólublátt ljós skín á líkamann, myndast á 10-15 mínútum allt það D-vítamín sem við þurfum þann daginn. Þegar nægjanlegt D-vítamín hefur mynd...
Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?
Elsta dæmið um orðið vísindaferð er, samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, frá árinu 1884 en þá kom það fyrir í tímaritinu Suðra sem Gestur Pálsson ritstýrði. Þar kemur orðið vísindaferð fyrir í tilkynningu um rit Þorvaldar Thoroddsen Ferðir á suðurlandi sumarið 1883. Í Suðra segir að Þorvaldur sé orðinnsvo ku...
Hver er Eric Hobsbawm og hvert er hans framlag til sagnfræðinnar?
Eric Hobsbawm er af gyðingaættum, fæddur árið 1917 í Alexandríu í Egyptalandi þar sem faðir hans var í þjónustu breska heimsveldisins. Hann missti foreldra sína á unga aldri en ólst upp í Vín og Berlín hjá ættingjum sem tóku hann í fóstur. Í kjölfar valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 fluttist hann ásamt ættingjun...
Hver er Nancy Chodorow og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Nancy Chodorow er bandarísk fræðikona, fædd 1944. Hún hefur fræðilegan bakgrunn í félagsfræði, mannfræði, sálgreiningu og fleiri greinum. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina og fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Rannsóknir Chodorow hafa að mestu snúist um þverfræðilega úrvinnslu á kenningum og...
Hverjir voru helstu sjúkdómar á Íslandi á landnámsöld?
Áður en ráðist er í að svara þessari spurningu er mikilvægt að huga að því hvaðan við fáum upplýsingar um sjúkdóma í fornum samfélögum. Annars vegar geta ritaðar heimildir veitt innsýn í sjúkdóma til forna, bæði beinar lýsingar á sjúkdómseinkennum og mannlýsingar sem vísa í hugsanleg sjúkdómseinkenni. Við þetta mæ...
Hvað er franska upplýsingin?
Þegar rætt er um frönsku upplýsinguna er vísað í tímabil á átjándu öld og líf og skriftir hóps franskra menntamanna á þessum tíma. Spurningin um hvað franska upplýsingin fól í sér er hins vegar flóknari og í raun ómögulegt að svara í stuttu máli. Það má með nokkrum sanni halda því fram að hún sé eitt mest rannsaka...
Hvað er fullkomnun?
Stórt er spurt og kannski ekkert annað en dæmi um guðsduld að ætla sér að svara þessari spurningu, sérstaklega ef svarið á að vera fullkomið! Með það í huga er þó hægt að benda á einhverjar leiðir til þess að hugsa um fullkomnun og þá sérstaklega af hverju við leitum hennar í ótal myndum. En fyrst er gott að hu...
Hvernig gengur að þróa lyf við Alzheimers-sjúkdómnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Óeðlilegar útfellingar prótína í heilanum er talið orsök Alzheimers. Verið er að þróa nýtt lyf, Aducanumab. Spurning mín er; á hvaða stigi eru þróun lyfsins, og/eða væntingar til þess? Í Alzheimers-sjúkdómi falla út óeðlileg prótín á milli taugafrumna, svokallað amyloid, og eru...
Getur sullur borist í fólk úr frystu lambakjöti?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Getur sullur borist í fólk sem neytir lambakjöts ef afurðin hefur verið fryst áður en til neyslu hennar kemur? Í stuttu máli: Drepst sullur (bandormur) við frystingu eða suðu? Bandormar eru sníkjudýr með flókinn lífsferil þar sem fullorðinsstigið (bandormurinn) lifir í þörmum ...