Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 178 svör fundust
Hvers konar dýr eru perlusnekkjur og hvar finnast þær?
Perlusnekkjur (Nautilus pompilius) er tegund frumstæðra höfuðfætlinga af ætt snekkja (Nautilidae). Snekkjuættin skiptist í tvær ættkvíslir, Nautilus sem telur fjórar tegundir, þar á meðal perlusnekkjur, og Allonautilus en tvær tegundir tilheyra þeirri ættkvísl. Nokkrar útdauðar tegundir hafa einnig tilheyrt þessar...
Er óhætt að borða nautakjöt sem flutt er til Íslands frá Írlandi þótt kúariða herji á írskar kýr? Er óhætt að borða nautakjöt í Þýskalandi?
Ég tel að nánast engar líkur séu á því að þeim sem neyttu írska nautakjötsins verði meint af. Þá skoðun byggi ég á eftirfarandi atriðum: Kúariða er tiltölulega sjaldgæf á Írlandi. Á síðasta ári greindust þar aðeins um 150 tilfelli en í landinu eru 7,5 milljónir nautgripa. Ekkert smit hafði greinst í þeim hjörðu...
Hvað var minnsti maður Íslands hár?
Ekki liggja fyrir neinar öruggar upplýsingar um hversu hár minnsti maður Íslands er eða hefur verið. Fremur líklegt er þó að sá maður hafi þjáðst af sjúkdómnum brjóskkyrkingi (achondroplasiu) sem er arfgengur sjúkdómur og veldur dvergvexti. Útlimir eru þá óeðlilega stuttir miðað við búk. Meðalhæð karla með þennan ...
Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends?
Í fyrstu þáttaröðinni af Vinum (e. Friends) kemur apinn Marcel nokkuð við sögu en hann var í eigu persónunnar Ross Geller sem leikinn var af David Schwimmer. Tveir kvenapar tóku að sér hlutverk Marcels í þáttunum og apinn var fyrsti vinurinn sem yfirgaf þáttaröðina fyrir frægð og frama í Hollywood. Aparnir tveir h...
Hvað er lekandi og hvernig er hægt að lækna hann?
Lekandi er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Neisseria gonorroheae. Bakterían getur sest að í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Hægt er að smitast af lekanda við samfarir, endaþarmsmök og munnmök. Þeir sem smitast af lekanda verða yfirleitt varir við breytingu á lit og lykt á útferð úr leggöngum eð...
Hvað er Asperger-heilkenni?
Talað er um heilkenni (e. syndrome) þegar ákveðið samansafn einkenna er til staðar hjá einstaklingi. Asperger-heilkenni er gagntæk truflun á þroska (e. pervasive developmental disorders eða PDD), sem flokkast með einhverfu. Megineinkenni þessarar truflunar koma í ljós snemma í bernsku og haldast síðan óbreytt, þót...
Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?
Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...
Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna?
Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á að flokkun manna í kynþætti er ákveðið afsprengi menningar okkar og sögu, en ekki náttúruleg skipting mannkyns í líffræðilega hópa. Því má segja að flokkun í kynþætti sé félagsleg flokkun byggð á fjöbreytileikanum í svipgerð (e. phenotype) mannkyns, þar sem einkum er ein...
Er ólöglegt að taka upp samtöl manna, án þeirra samþykkis, svo sem við gerð heimildamynda?
Hér verður að gera greinarmun á því hvort samtalið er tekið upp sem hluti af starfsemi fyrirtækis (svo sem fjölmiðils) eða stjórnvalds annars vegar og einstaklings í eigin þágu hins vegar. Eins má greina á milli samtala og símtala en í fjarskiptalögum er kveðið á um hvenær taka má upp símtöl. Samtöl milli fólks er...
Hvað er lífhimnubólga og er hún lífshættuleg?
Lífhimnubólga (e. peritonitis) er bólga í lífhimnunni, það er þunna vefnum sem þekur vegg kviðarholsins að innan og umlykur þannig öll líffæri í kviðnum. Ef sýking kemst í himnuna er allt kviðarholið í hættu, þar með talin öll innri líffærin. Til eru tvær gerðir lífhimnubólgu. Fyrsta stigs lífhimnubólga er þeg...
Skilja kindur hver aðra?
Margir lesendur Vísindavefsins hafa áhuga á gáfnafari sauðkinda. Við höfum meðal annars svarað spurningunni Eru kindur gáfaðar? Þar segir til dæmis: Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þe...
Hvað er vitað um skelkrabba?
Skelkrabbar (Ostracoda) eru meðal tegundaauðugustu núlifandi krabbadýra (Crustacea). Alls hefur rúmlega 8 þúsund skelkrabbategundum verið lýst en það er rúmlega 12% allra núlifandi krabbadýra sem greind hafa verið til tegunda. Helsta einkenni þessa hóps er að flatur skrokkurinn er umvafinn tveimur skeljum líkt og ...
Hvar liggja takmörk háhyrninga við veiðar?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég veit að háhyrningar ráðast í hópum á stærri hvali en hvar eru takmörk þessara veiðisnillinga? Háhyrningurinn (Orchinus orca) er stærsta tegundin innan ættar höfrunga (Delphinidae). Fullvaxið karldýr getur orðið allt að níu og hálfur metri á lengd og fimm og hálft tonn. Kv...
Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?
Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og b...
Hvers vegna eru sumir rangeygðir?
Rangeygð er ástand þegar bæði augu horfa ekki á sama stað á sama tíma. Annað augað snýr þá inn á við, út á við, upp eða niður og stafar það oftast af lélegri stjórnun augnvöðva eða mikilli fjarsýni. Sex vöðvar tengjast hvoru auga og stjórna hreyfingum þess. Vöðvarnir fá boð frá heila sem stýrir þeim. Undir venjule...