Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 87 svör fundust
Af hverju verður ofurmáni?
Næsta laugardag verður fullt tungl. Á sama tíma er tunglið líka eins nálægt jörðinni og það kemst. Verður því hér um að ræða stærsta fulla tungl ársins 2011, um það bil 14% breiðara og rétt yfir 30% bjartara en önnur full tungl á árinu. Þetta laugardagskvöld mun tunglið sem sagt líta út fyrir að vera aðeins stærra...
Skoða vísindin hlutina þverfaglega til að leita svara í samsvörun?
Spyrjandi lætur eftirfarandi hugleiðingar fylgja spurningu sinni:Mín spurning er hvort vísindin skoði hluti almennt þverfaglega til að leita svara í gegnum lögmál samsvörunnar. Til að mynda þá skoða ég yfirleitt myndir frá Hubble sjónaukanum með augum heimspekings og líffræðinnar. Stjarna sem er að deyja hefur t...
Hvað er átt við með sviðshugtakinu í eðlisfræði? Hvernig er hægt að setja það fram án þess að lenda í hring?
Spyrjandi bætir einnig við:Að hvaða leyti er sviðshugtakið spor fram á við miðað við fjarhrifshugmyndir, til dæmis þær sem Newton setti fram?Allt frá því um miðbik nítjándu aldar hafa eðlisfræðingar talað um rafsvið (electric field) og margir kannast sjálfsagt einnig við hliðstæðu þess, segulsviðið (magnetic field...
Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?
Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast mil...
Hvað er svona merkilegt við pendúl Foucaults?
Hugsum okkur að veðurfar væri þannig á jörðinni að við sæjum aldrei til himins vegna skýja. Mannkynið færi þá á mis við allar upplýsingar sem hægt er að afla með því að virða fyrir sér himininn dag og nótt, velta fyrir sér því sem þar er að sjá, mæla það út og skoða sem best. Hverju mundi þetta nú breyta í hugmynd...
Hver var Ole Rømer og hvert var framlag hans til vísindanna?
Haustið 1676 skráði danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer nafn sitt á spjöld sögunnar, þegar hann sýndi fram á það fyrstur manna, að ljósið hreyfist með endanlegum hraða. Niðurstaðan byggðist á myrkvaathugunum, það er að segja mælingum á því hvenær Jó, eitt af tunglum Júpíters, hvarf í skugga móðurstjörnunnar og hv...
Hver var Apollóníos frá Perga og hvert var framlag hans til vísindanna?
Apollóníos frá Perga (um 262 – 190 f.Kr.) er oft talinn síðastur í röð mestu stærðfræðinga Forngrikkja, en meðal fyrirrennara hans á fyrra blómaskeiði forngrískrar stærðfræði voru Pýþagóras (um 570 – 490 f.Kr.), Evklíð (um 325 – 275 f.Kr.) og Arkímedes (287 – 212 f.Kr.). Marga fleiri mætti þó nefna og enn áttu Ptó...
Hvað getið þið sagt mér um John Locke?
John Locke var enskur heimspekingur og er oft álitinn merkastur bresku raunhyggjumannanna en hann var ekki síður áhrifamikill stjórnspekingur. Locke fæddist þann 29. ágúst árið 1632 í Somerset á Englandi. Hann var menntaður í Westminster og Oxford, þar sem hann kenndi um skeið rökfræði og siðfræði, forngrísku o...
Hver er áhrifamesta ljósmynd sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hver er áhrifamesta ljósmynd sem tekin hefur verið? Er einhver leið til að meta það? Í raun er engri vísindalegri aðferð beitt til að meta áhrif ljósmynda á einstaklinga, almenningsálitið, stjórnmálamenn eða aðra sem völd hafa í samfélaginu, en nokkrar myndir hafa náð það mikill...
Hver var Paul Dirac og hvert var framlag hans til vísindanna?
Breski eðlisfræðingurinn Paul Adrian Maurice Dirac (f. 8. ágúst 1902 í Bristol, d. 20. október 1984 í Tallahassee, Florida) hlaut Nóbelsverðlaun ársins 1933 fyrir „nýjar og frjóar framsetningar á eðlisfræði atóma“. Hann deildi þeim með austurríkismanninum Erwin Schrödinger og við athöfnina tók Þjóðverjinn Werner H...
Hvað getið þið sagt mér um Leonhard Euler og framlag hans til stærðfræðinnar?
Leonhard Euler (1707-1783) var afkastamesti stærðfræðingur sögunnar. Að jafnaði námu rannsóknir hans yfir 800 blaðsíðum á ári og útgefin verk hans urðu alls 866. Nýlega hefur þessum verkum verið safnað saman á vefsetrið Euler Archive, þar sem hægt er að skoða þau í upphaflegu formi. Euler stuðlaði að framþróun á ...
Hver var Trausti Einarsson og hvert var framlag hans til jarðvísinda?
Trausti Einarsson (1907–1984)[1] fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. Stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík lauk hann 1927 með þeim árangri að hann hlaut einn af fjórum „stóru styrkjum“ menntamálaráðuneytisins til framhaldsnáms. Doktorsgráðu í stjörnufræði hlaut hann 1934 frá háskólanum í Götti...