Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 79 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað veldur gulu og er hægt að smitast af henni?

Einnig hefur verið spurt:Hvað er sjúkdómurinn gula? Hvernig smitast maður af honum? Gula (e. jaundice) dregur nafn sitt af því að húð, slímhúðir og augnhvíta verða gulleit. Strangt til tekið er gula ekki sjúkdómur heldur greinilegt merki um að sjúkdómur er að þróast. Gula stafar af hækkun á styrk gallrauða (e. ...

category-iconLæknisfræði

Hver er munurinn á ofnæmi og óþoli?

Skaðleg eða óæskileg áhrif af fæðu (e. adverse food reactions) hafa verið flokkuð í þrjá flokka: Áhrif miðluð af ónæmiskerfinu, áhrif óháð ónæmiskerfinu og eitranir.[1] (mynd 1). Fæðuofnæmi eru skaðleg eða óþægileg viðbrögð við fæðu, sem endurtaka sig aftur og aftur, ef viðkomandi fæðu er neytt, en koma ekk...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að rannsaka hvort maður er með ofnæmi fyrir aukefnum í mat?

Svonefnt aukefnaóþol fyrir íblöndunarefnum í matvælum hefur lengi verið ágreiningsefni meðal lækna. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var mikið skrifað um óþol fyrir þessum efnum, en þegar tvíblind þolpróf voru gerð fyrir einstökum aukefnum var niðurstaðan sú að innan við 1% af fólki væri með aukefnaóþol. T...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingur hefur smitast af kórónuveirunni 2019-nCOV. Getur hann fengið hana aftur og aftur eða? Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (e. coronavirus disease-2019), vegna veirunnar SARS-CoV-2 (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2), hefur vakið upp fjölmargar spurn...

Fleiri niðurstöður