Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 936 svör fundust
Hverjir hafa verið fánaberar Íslands á Ólympíuleikum?
Setningarathöfn Ólympíuleika er mikið sjónarspil. Hluti af athöfninni felst í að þátttakendur ganga fylktu liði inn á leikvanginn undir fána sinnar þjóðar. Hver þjóð velur fánabera sem gengur fremstur í flokki. Grikkir ganga fyrstir inn á leikvanginn, sem forfeður nútímaólympíuleikana, en þar á eftir ganga aðrar þ...
Hvað er réttarregla?
Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299). S...
Hverjar eru stærstu jarðir á Íslandi – nú á tímum eða fyrr á öldinni ef nýlegar upplýsingar eru ekki til?
Þessari spurningu er flókið og illmögulegt að svara af margvíslegum ástæðum. Í fyrsta lagi liggja ekki fyrir heildstæðar upplýsingar um afmörkun jarða til þess að byggja slíkan útreikning á. Í öðru lagi hefur skilgreining og notkun hugtaksins jörð þróast svo mikið á síðastliðinni öld að það er varla hæft til saman...
Hvað er embætti sýslumanns gamalt og hvað var yfirvaldið kallað fyrir það?
Fram yfir miðja 13. öld, á svonefndum þjóðveldistíma, réðu goðar yfir héruðum landsins og ekki er hægt að tala um miðstjórnarvald að öðru leyti en því að þeir komu með þingmönnum sínum til fundar á alþingi á Þingvöllum á sumrum, enda giltu ein lög í landinu sem nú ganga undir nafninu Grágás. Eftir að íslenskir höf...
Hvaða dýr eru litlu rauðu köngulærnar sem skríða á húsum?
Ef spyrjandinn er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og hefur séð lítil rauð kvikindi sem oft skríða á húsveggjum og inni í húsum þá er hér um að ræða áttfætlumaur (latína Acarina) sem kallast veggjamítill á íslensku en Bryobia praetiosa á latínu. Veggjamítlar nærast á plöntum með því að stinga munnlimum sínum í þær og...
Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór?
Svona spurningum er yfirleitt ekki hægt að svara af því að orðið "tindur" hefur ekki nógu skýra merkingu til þess. Með öðrum orðum: Ef Anna segir að þessi tindur A sé minnstur þá getur Bjarni andmælt því með því að benda á einhverja þúst B sem er minni en A. Þannig geta þau haldið áfram því sem næst endalaust ...
Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?
Laxfiskar, þar með talinn urriði og bleikja, éta margvíslega fæðu og oftast það sem er ríkjandi á hverjum tíma. Enginn hefur lagt sig fram um að rannsaka fæðu urriða á vetrum, en snemma á vorin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal éta þeir þá fæðu sem mest er af, það er bitmýi, og í öðru sæti eru vatnabobbar (sniglar...
Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?
Spurningar um örvhenta og rétthenta virðast brenna á mörgum, að minnsta kosti streyma þær inn til Vísindavefsins. Meðal tengdra spurninga sem okkur hafa borist má nefna: Ef báðir foreldrar eru örvhentir hverjar eru þá líkurnar á því að barnið þeirra verði örvhent? Hvernig stendur á því að ég er örvhentur en rétt...
Áttu Íslendingar á 18. og 19. öld einhverja muni sem tengdust jólum eða jólahaldi?
Þegar grannt er skoðað er efnismenning jólanna nú til dags ekki ýkja merkileg í þeim skilningi að eiginlega bara jólaskrautið er geymt á milli ára og kannski jólatrén í vaxandi mæli eftir því sem æ fleiri þeirra eru úr plasti. Það sem aftur á móti einkennir jólahald nútímans eru gegndarlaus innkaup á fatnaði, bóku...
Hefur krækilyng verið rannsakað hér á landi?
Ekki hafa verið gerðar neinar vísindalegar rannsóknir á krækilyngi (Empetrum nigrum) hér á landi að því að best er vitað. Þó er ljóst, eins og fram kemur í Plöntuhandbók Harðar Kristinssonar, að til eru tvær deilitegundir krækilyngs. Önnur þeirra (ssp. nigrum) hefur einkynja blóm og finnst aðeins á láglendi. Hin (...
Hvaðan var Leifur heppni?
Leifur heppni var sonur Eiríks rauða sem er talinn einn af landnámsmönnum Íslands. Hann bjó á Eiríksstöðum í Haukadal í Dölum en hrökklaðist þaðan og var dæmdur í þrjú ár af landinu. Hann hóf landnám á Grænlandi árið 986. Leifur er yfirleitt talinn vera íslenskur en samkvæmt Grænlendinga sögu fór hann í landale...
Eru hundar með nafla, og ef svo er hvar er hann?
Hundar hafa nafla rétt eins og menn og raunar öll spendýr. Ef vel er að gáð eru fuglar og önnur dýr sem klekjast úr eggjum líka með nafla. Í þeirra tilviki tengist naflastrengurinn ekki við legköku (e. placenta) líkt og hjá legkökuspendýrum eins og okkur, hundum og hestum svo dæmi séu tekin, heldur við svonefndan ...
Gáfu skólanum verðlaunin sín
Þriðji viðkomustaður Háskólalestarinnar árið 2016 var Stykkishólmur. Á Hótel Stykkishólmi var haldin vísindaveisla laugardaginn 21. maí og þar gátu Hólmarar og aðrir gestir kynnst ýmsum undrum eðlisfræðinnar, búið til japanskt órigamí, skoðað steinasafn lestarinnar og fræðst um hvali, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ge...
Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?
Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–7...
Hvernig troða menn marvaða og hvaðan er það orðasamband komið?
Marvaði er sérstakur fótaburður í vatni. Menn eru nánast í lóðréttri stöðu en hreyfa fæturna fram og aftur til að halda sér á floti. Margur maðurinn hefur bjargað sér frá drukknun með því að troða marvaða. Hermenn að troða marvaða. Orðið er samsett úr mar ‘sjór’ og vaði af sögninni að vaða ‘ösla í vatni’. Elstu ...