Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1485 svör fundust
Hver var Sigmund Freud, hverjar eru kenningar hans um mannshugann og hvert er gildi þeirra í dag?
Sigmund Freud (1856-1939) var geð- og taugalæknir sem starfaði á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Freud var jafnframt einn helsti upphafsmaður sálgreiningar (e. psychoanalysis), en það er safn hugmynda sem lýtur að starfsemi hugans, geðrænum kvillum, uppbyggingu og starfsemi samfélagsins, greiningu...
Hvernig varð jörðin til?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvað er "landfræðileg alin"?
Menn hafa notað einhvers konar lengdareiningar frá alda öðli. Elstu einingarnar miðast nær allar við við mannslíkamann: Þumlungur eða tomma, spönn, fet, alin, stika, faðmur og svo framvegis. Og við veljum okkur einingu eftir því hvað við ætlum að mæla. Þess vegna tilgreinum við, jafnvel enn þann dag í dag, lengd á...
Hvernig myndast svarthol í geimnum?
Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Slík svarthol verða til er kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Stór svarthol geta einnig myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi kunna lítil svarthol að hafa orðið til í Mi...
Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?
Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...
Hverjir eru Gyðingar og hver er sérstaða þeirra?
Þegar við tölum um Gyðinga er sennilega bæði átt við trúarbrögð þeirra og tungumál. Gyðingar hafa nefnilega ekki verið sérstakur „kynþáttur” síðan einhvern tíma langt aftur í fornöld. Þeir Gyðingar sem mestu hafa ráðið í Ísrael eru almennt upprunnir frá Austur-Evrópu og eru líffræðilega skyldastir íbúunum þar. Mar...
Hvað er hulduorka (dark energy)?
Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum:Þenst alheimurinn út að eilífu? (Jón Sævarsson)Er sú kenning að alheimurinn hraði útþenslu sinni rétt, og ef svo er verður þá ekkert eftir að lokum? (Valdimar Brynjarsson)Hvað stækkar alheimurinn hratt? (Sveinbjörn Geirsson)Hverjar eru kenningarnar um endalok alheimsins?...
Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?
Starfsemi heilans er gríðarlega víðtæk og oft má tengja afmarkaða hluta heilans við vissa líkamsstarfsemi, svo sem meðvitund, umhverfisskynjun og vöðvahreyfingar. Á frumustigi eru þessir hlutar myndaðir af nánast óendanlegum fjölda taugabrauta sem tengja saman þessi ólíku starfssvæði og eru eins konar hraðbrautir ...
Hvað heita tungl Júpíters, hvað eru þau þung, hvað eru þau stór og hvað eru þau mörg?
Samkvæmt nýjustu upplýsingum (í mars 2021) ganga að minnsta kosti 79 þekkt tungl umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter. Af þeim hafa 53 fengið opinber nöfn en hin ekki. Tungl Júpíters skiptast í tvo hópa, óregluleg og regluleg. Reglulegu tunglin eru átta talsins. Þau sveima öll á reglulegum spor...
Í hvaða átt er vestur?
Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum. En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi...
Er merkjanlegur áherslumunur í fréttaflutningi milli fjölmiðla, svo sem dagblaða, útvarps og sjónvarps?
Segja má að miðlarnir hafi áhrif á fréttaflutning á tvennan hátt, annars vegar hvað er í fréttum og hins vegar hvernig fréttir eru settar fram. Í eðli sínu er prentmiðlarnir og ljósvakamiðlarnir mjög ólíkir miðlar sem gera þar af leiðandi ólíkar kröfur til notenda sinna. Prentmiðlarnir, dagblöð og tímarit, ha...
Hvað er ljósleiðari?
Þegar talað er um ljósleiðara er oftast átt við granna þræði úr gleri eða plasti sem eru búnir þeim eiginleikum að geta leitt ljós frá einum stað til annars. Tilkoma ljósleiðara hefur valdið byltingu í samskiptatækni, en ljósleiðarar eru einnig notaðir í öðrum tilgangi, til dæmis í lækningatækjum. Til að skilja...
Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?
Í ensk-íslenskri orðabók er orðið Britain (eða Great Britain) þýtt sem Bretland eða Stóra-Bretland. Þar er átt við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og í raun stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið Bretland er notað í þessari merkingu er svarið við spurningunni að eyjan Bretland skiptist í þr...
Hvað getið þið sagt mér um vöðvavefi dýra?
Helstu flokkar vöðvavefja hjá hryggdýrum eru sléttir vöðvar, þverrákóttir vöðvar og hjartavöðvinn. Þessir vöðvavefir hafa mismunandi eiginleika og útlit. Þverrákóttir vöðvar samanstanda af löngum frumum sem geta orðið allt að 4 cm á lengd. Þessar frumur eru sívalar og innihalda marga kjarna (ekki einn kjarna ...
Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?
Hugtakið anarkismi, eða stjórnleysisstefna, er í stjórnmálafræði notað yfir þá hugsjón að samfélagið geti, og skuli, stjórnast án miðstýrðs ríkisvalds. Stjórnleysi í þessum skilningi felur ekki í sér fullkomið skipulagsleysi eða upplausn, heldur hitt að skipulagið sé að öllu leyti sjálfsprottið. Þannig merkir grís...