Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 648 svör fundust
Hvað er vitað um delta-afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar sem kennt hefur verið við Indland?
Þegar veiran SARS-CoV-2 fjölgar sér og breiðist út safnast upp stökkbreytingar í erfðaefni hennar. Hver veira á aðeins einn forföður, en einn smitandi einstaklingur getur smitað engan, einn eða fleiri manns. Með því að raðgreina erfðaefni úr sýni tiltekins einstaklings er hægt að finna út hvaða grein ættartrésins ...
Hvaða hvalastofnar eru í mestri útrýmingarhættu?
Af 93 hvalategundum á lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) eru fimm tegundir taldar í bráðri hættu á aldauða (e. critically endangered – CR) en það þýðir að eindregnar líkur eru á að viðkomandi tegundir deyi út í náinni framtíð samkvæmt tilteknum forsendum. Auk þess telja samtökin að tólf hvalategundir...
Hversu slæm var einokunarverslunin raunverulega fyrir Ísland?
Árið 1602 veitti Danakonungur kaupmönnum í þrem dönskum borgum einkaleyfi til að versla við Íslendinga. Konungur vildi að ágóði af versluninni rynni í vasa Dana en ekki erlendra kaupmanna. Bjóða skyldi landsmönnum nóg af falslausri erlendri vöru á sanngjörnu verði í tilteknum höfnum. Breytingin vakti ekki hrif...
Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?
Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...
Hvað getið þið sagt mér um Jacob Bernoulli og framlag hans til stærðfræðinnar?
Jacob Bernoulli (1655-1705) var svissneskur stærðfræðingur sem þróaði örsmæðareikning Leibniz, hnikareikning, algebru, aflfræði, raðir og líkindafræði. Hann sannaði meðal annars fyrstu meginsetningu líkindafræðinnar, lögmál mikils fjölda. Og þótt hann sé yfirleitt ekki kallaður heimspekingur þá setti hann fram nýs...
Hver er sagan á bak við Gvendarbrunna og hversu gamalt er vatnið sem kemur úr þeim?
Hér er einnig svarað spurningu Leifs:Hver er aldur drykkjarvatns úr Gvendarbrunnum? Fyrir þjóð eins og Íslendinga, sem ávallt virðist eiga nóg af góðu og heilnæmu vatni, hljómar sparneytni í vatnsmálum ef til vill furðulega. Nánast hvar sem er á landinu er hægt að drekka vatn í ám og lækjum án þess að hreinsa þ...
Hvað vitum við um Gunnbjarnarsker? Hvar eru þau eða voru?
Gunnbjarnarskerja er getið í samhljóða frásögnum Landnámabókar, Eiríks sögu rauða og Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem lýst er fyrirætlun Eiríks rauða um að rannsaka lönd vestan við Ísland: „… hann ætlaði að leita lands þess, er Gunnbjörn son Úlfs kráku sá, er hann rak vestur um Ísland, þá er hann fann Gunnbjarna...
Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna?
Upprunalega spurningin var: Var loftslagið á Íslandi, Grænlandi og víðar þar sem norrænir menn settust að í kringum landnámsöld mun hlýrra en við þekkjum í dag, eða svipað? Hvaða heimildir eru fyrir því, t.d. úr sagnaritun miðalda og vísindalegum mælingum? Náttúrulegar veðurfarssveiflur eru þekktar frá fyr...
Hvað er apabóla?
Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Flest tilfelli á síðustu áratugum hafa greinst í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (e. Democratic Republic of the Congo, DRC) og Nígeríu. Sjúkdómurinn er vegna veirusýkingar en orsakaveiran kallast apabóluveira (e. monkeypo...
Hvernig komst Adolf Hitler til valda?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað varð til þess að Hitler komst til valda? Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari. Nánast allir einræðisherrar...
Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?
Vísindavefnum hafa borist margar fyrirspurnir um Demókrítos og hér verður því reynt að svara einnig eftirfarandi spurningum: Hver er hluti Demókrítosar í sögu eðlisfræðinnar? (Valgerður Kristmannsdóttir, f. 1988) Mig vantar eitthvað um Demókrítos og ekki væri verra að fá mynd. (Valgerður Jóhannesdóttir, f. 19...
Hvað getur þú sagt mér um Leif Müller?
Leifur Müller er þekktastur fyrir að hafa verið fangelsaður af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og sendur í fangabúðir þeirra í Sachsenhausen. Hann gekk í gegnum miklar hörmungar en var svo lánsamur að lifa þær af og eftir stríðið ritaði hann bókina Í fangabúðum nazista um reynslu sína. Fyrstu árin Leifu...
Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...
Er munur á góðri og skemmtilegri tónlist?
Höfundur þessa svars er mikill aðdáandi Bítlanna. Besta plata þeirra að hans mati er meistaraverkið Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band (1967). Plata sem breytti tónlistarlandslaginu á sínum tíma og er krúnudjásn sveitarinnar, verk sem verður ekki toppað, hvorki af Bítlum né öðrum. En höfundur á líka uppáhalds Bí...
Hvað gerðist eiginlega á Woodstockhátíðinni?
Woodstockhátíðin er vafalaust frægasta rokkhátíð sögunnar. Hún var haldin helgina 15.-17. ágúst 1969 en lauk reyndar ekki fyrr en mánudaginn 18. Hátíðin hefur alla tíð verið sveipuð miklum ljóma og þar komu fram frægustu popp- og rokktónlistarmenn þess tíma. Woodstock var ekki aðeins tónlistarhátíð, heldur sveif y...