Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 911 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er orðatiltækið að 'berja í brestina' tilkomið og hvað merkir það.

Orðasambandið að berja í brestina er notað um tvennt. Í fyrsta lagi er merkingin 'afsaka eða breiða yfir galla einhvers', til dæmis „Móðirin reyndi alltaf að berja í brestina þegar sonur hennar átti í hlut.” Í öðru lagi er merkingin 'reyna að gera gott úr einhverju', til dæmis „Stjórn félagsins reyndi að berja í b...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið kaldaljós?

Orðið kaldaljós þekkist í fornu máli aðeins sem viðurnefni Kolbeins Arnórssonar kaldaljóss. Viðurnefnið kaldaljós kemur fyrir í Íslendinga sögu og Þórðar sögu kakala en í báðum er hann einnig nefndur Staðar-Kolbeinn. Hans er einnig getið í biskupa sögum. Hvergi kemur fram hvernig Kolbeinn fékk viðurnefni sitt. ...

category-iconLandafræði

Fæðast börn um allan heim á hverri sekúndu eins og sagt er?

Að meðaltali fæðast rúmlega 4 börn á sekúndu einhvers staðar í heiminum. Mestar líkur eru á að þessi börn séu í Asíu þar sem meira en þriðjungur allra barna fæðist þar. Á sama tíma deyja að meðaltali tæplega 2 manneskjur. Það þýðir að á hverjum sólarhring fjölgar mannkyninu um rúmlega 200.000. Til samanburða...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er orðið þjóhnappur notað yfir rass?

Orðið þjó er notað um efsta hluta læris, lend, rass og hnappur er meðal annars notað um eitthvað kollótt og kúlulaga. Orðið þjóhnappur um 'rasskinn' þekkist þegar í fornu máli. Síðari liðurinn –hnappur lýsir nánar hvaða hluta lærisins átt er við, það er það kúpta, kúlulaga, rasskinnina. Hægt er að lesa meira um...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðtaksins „Þar stendur hnífurinn í kúnni"?

Þetta orðatiltæki er notað til að lýsa aðstæðum þar sem allt situr fast eða þar sem ágreiningsatriði hamlar frekari framgöngu einhvers. Dæmi um notkun: „Búið er að semja um taxtahækkanir en ekki hefur náðst samkomulag um vaktaálag. Þar stendur hnífurinn í kúnni.” Elsta mynd orðatiltækisins er „Nú stendur hnífur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"?

Orðatiltækið að finna fjölina sína virðist ekki vera algengt í máli manna og er þess ekki getið í helstu orðtakasöfnum. Af þeim litlu heimildum sem fundist hafa virðast menn nota það á tvo vegu. Annars vegar er það haft um þann sem gerir sig heimakominn einhvers staðar, lætur eins og hann sé heima hjá sér. Þá ...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir að tilgangurinn helgi meðalið?

Orðið meðal hefur tvær merkingar. Það merkir annars vegar ‛lyf, læknislyf’ en hins vegar ‛aðferð, ráð’. Það er síðari merkingin sem er að baki málshættinum tilgangurinn helgar meðalið. Átt er við að tilgangurinn réttlæti þau ráð sem gripið er til eða þá aðferð sem notuð er til einhvers. Meðal í merking...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um sæhesta?

Sæhestar eru allar tegundir sjávarfiska af sérstæðri ætt sem nefnist á latínu Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt. Innan þessarar ættar er einnig hópur fiska sem nefnast á ensku pipefish eða pípufiskar, þeir eru mjóslegnir og langir og minna á sæhesta í útliti en eru flokkaðir í aðra undirætt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?

Vissulega geta fjölmiðlar haft áhrif á málfar almennings bæði til ills og góðs en mikilvægt er að þeir sýni gott fordæmi í hvívetna. Þeir eiga að vera fyrirmynd um vandað mál. Allir, sem orðnir eru læsir, lesa eitthvað í dagblöðum nær daglega og allir hlusta á útvarp og/eða sjónvarp. Ef við lítum fyrst á prent...

category-iconHugvísindi

Hvenær var byssan fundin upp?

Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær byssur koma fram á sjónarsviðið og það er heldur ekki hægt að tilgreina einhvern einn einstakling sem „fann þær upp“. Byssur eru dæmi um „tækni“ sem þróaðist á löngum tíma, á mörgum stöðum og margir lagt eitthvað til. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hver...

category-iconHeimspeki

Skynjum við hlutina beint og milliliðalaust?

Upphaflegar spurningar voru: Davíð: Er til eitthvað sem heitir "bein skynjun"? Hvað varðar sjón sjáum við til dæmis bara endurkast ljóss. Anna: Hver er munurinn á beinskynjunarkenningum og tvenndarkenningum? Gunna heldur á epli og horfir á það. Þar sem Gunna hefur prýðilega sjón þá sér hún eplið, meðal anna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er þessi „obbi“, þegar talað er um obbann af einhverju?

Orðið obbi merkir ‛mestur hluti af einhverju’. Það er algengast í orðasambandinu obbinn af einhverju ‛mestur hluti einhvers’. Elst dæmi um það eru frá 17. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:682) er obbi skylt forsetningunni of ‛yfir, um’ og forsetningunni/atviksorðinu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?

Orðasambandið að vera á mála hjá einhverjum er haft um það þegar maður er samningsbundinn til að vinna fyrir einhvern með því að vera hluti af liði hans. Í íþróttafréttum er þetta stundum notað um samninga leikmanna. Eiður Smári var á mála hjá Barcelona áður en hann gerði samning við Monaco. Orðið máli merkir a...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Þegar fólk fær ofnæmi er það þá vegna einhvers sem gerist í líkama þeirra á vissum aldri eða bara allt í einu?

Ofnæmi er það þegar ónæmiskerfi líkamans bregst óeðlilega við ýmsum efnum, til dæmis frjódufti, dýrahárum eða tilteknum lyfjum. Fólk sem hefur ofnæmi er ofurviðkvæmt fyrir ákveðnum efnum og það er ekki tengt neinum ákveðnum aldri hvenær fólk fær ofnæmi. Ofnæmi getur verið tvenns konar, annars vegar bráðaofnæmi ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skynlaus skepna?

Skynlaus skepna' þýðir nokkurn veginn 'dýr án mannlegs vits eða skynsemi' og er notað yfir kvikindi jarðar, önnur en manninn. Orðið 'skyn' og önnur skyld hafa verið notuð í margvíslegri merkingu í aldanna rás en þau tengjast þó alltaf einhvers konar hugarstarfsemi. Í dag er algengasta notkun tengd skynju...

Fleiri niðurstöður