Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3535 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um köfun sjófugla?
Nafnið sjófuglar á við fugla sem lifa í nánum tengslum við sjóinn. Fæða þeirra er að mestu eða öllu leyti sjávarfang og varpstöðvar eru yfirleitt við strandlengjuna. Sjófuglum má skipta í þrjá hópa eftir því hvort þeir nota fætur, vængi eða hvoru tveggja til sundsins (Storer, 1960b). Fuglar sem nota vængi til sund...
Hvað er átt við með sviðshugtakinu í eðlisfræði? Hvernig er hægt að setja það fram án þess að lenda í hring?
Spyrjandi bætir einnig við:Að hvaða leyti er sviðshugtakið spor fram á við miðað við fjarhrifshugmyndir, til dæmis þær sem Newton setti fram?Allt frá því um miðbik nítjándu aldar hafa eðlisfræðingar talað um rafsvið (electric field) og margir kannast sjálfsagt einnig við hliðstæðu þess, segulsviðið (magnetic field...
Eru leðurblökur á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru leðurblökur á Íslandi? Hafa leðurblökur sést eða fundist á Íslandi?Leðurblökur tilheyra ættbálkinum Chiroptera og skiptast í tvo undirættbálka, annars vegar flughunda eða stórblökur og hins vegar smáblökur sem eru hinar eiginlegu leðurblökur (Microchiroptera). Alls eru þ...
Viltu segja mér allt um merði?
Merðir eða marðardýr (Mustelidae) er stærsta ættin innan ættbálks rándýra. Núlifandi marðardýrum er skipt í fimm undirættir; otra (Lutrinae), greifingja (Melinae), hunangsgreifingja (Mellivorinae), merði (Mustelinae) og sléttugreifingja (Taxidiinae). Þessar undirættir skiptast síðan í 24 ættkvíslir og 56 tegundir....
Hvað er slímseigjusjúkdómur og hvað er algengt að fólk lifi lengi með hann?
Cystic Fibrosis (CF) er meðfæddur arfgengur sjúkdómur. Latneska heiti hans er fibrosis cystika. Íslenskt heiti hefur enn ekki verið fundið á sjúkdóminn, en nafnið slímseigjusjúkdómur er oft notað. Mismunandi er hvenær fyrstu einkenni CF koma í ljós. Sjúkdómseinkenni stafa af því að útkirtlar, sem eru meðal annars ...
Af hverju er loftið ósnertanlegt?
Það er ekki rétt að andrúmsloftið sé ósnertanleg en við fyrstu sýn virðist svo vera. Hugsanlega villir það okkur sýn að loftið er gegnsætt. Ástæðan fyrir því er sú að sameindir og frumeindir loftsins gleypa ekki í sig sýnilegt ljós. Við um einnar loftþyngdar þrýsting (1 atm), sem ríkir vanalega við sjávarmál ja...
Hvernig tengjast jarðskjálftar eldgosum?
Af jarðeðlisfræðilegum aðferðum sem beita má til rannsókna á innviðum eldfjalla, er jarðskjálftafræði ef til vill mikilvægust. Hún getur gefið upplýsingar um uppbyggingu eldstöðva og jarðskorpuna undir þeim, en einnig um spennu í skorpunni, og þá sérstaklega hvar hún fer yfir brotmörk og leiðir til skjálfta. Þegar...
Hvað er vitað um dyngjugos á Reykjanesskaga?
Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengi, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmme...
Af hverju er metan hættulegri gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð?
Fyrst er rétt að útskýra stuttlega í hverju svokölluð gróðurhúsaáhrif lofttegunda í andrúmsloftinu felast.[1] Í hnotskurn felast þau í því að viðkomandi lofttegundir geta hindrað hitageislun frá jörðinni, sem myndast í kjölfar sólargeislunar, vegna þess að viðkomandi sameindir gleypa þá geislun. Í framhaldi af ...
Hver var Évariste Galois og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Sannleikurinn er stundum ótrúlegri en nokkur skáldskapur. Kannski er það ástæðan fyrir því að enginn hefur enn gert kvikmynd um líf franska stærðfræðingsins Évariste Galois (1811-1832); ótti við að fólk trúi sögunni einfaldlega ekki. Galois er einn af frumlegri stærðfræðingum sögunnar. Hann gjörbylti algebru me...
Hvað er fuglaflensa?
Fuglaflensa hefur nýlega tekið sér bólfestu í villtum fuglum á Íslandi og er það í fyrsta sinn sem hún greinist hér á landi. Þegar þetta svar er skrifað hefur fuglaflensan eingöngu fundist í villtum fuglum og ólíklegt er talið að þessi tiltekna fuglaflensa berist til manna. Hins vegar er mikilvægt að skilja eðli f...
Hvert var hlutverk hinnar svokölluðu „joy division“ hjá nasistum í seinni heimsstyrjöldinni?
Með spurningunni er væntanlega átt við konur sem voru kynlífsþrælar og þóknuðust nasistum og öðrum í fangabúðum með grimmdarlegum og þaulskipulögðum hætti. Rétt er að taka fram að heitið „joy division“ var aldrei notað á þeim tíma og er seinna tíma slangur. Hljómsveitin Þegar maður sér nafnið „joy division“ ...
Hvað þýðir "prósent" og er til meira en 100%?
Íslenska orðið prósenta eða prósent er tökuorð úr dönsku, procent, sem er aftur tekið eftir þýska orðinu prozent. Þessi orð eru komin með nokkurri ummyndun af latneska orðasambandinu per centum sem þýðir af hundraði, samanber í ensku percent. Við notum þessi orð til að lýsa hlutföllum og tölum þá til dæmis um "...
Hvaða dýrategund er elst?
Út frá rannsóknum á steingervingum er sennilegt að tegund nokkur af fylkingu armfætlinga (brachiopoda), sem fengið hefur íslenska nafnið tyngla en nefnist á latínu lingula, sé sú tegund sem lengst hefur verið við lýði af núlifandi tegundum jarðarinnar. Tegund þessi hefur fundist í steingervingalögum frá kambríum t...
Er til lækning við dreyrasýki?
Dreyrasýki (hemophilia; blæðarar) er safnheiti um nokkra mismunandi alvarlega og sjaldgæfa sjúkdóma sem stafa af skorti á storkupróteinum eða skertri starfsemi þeirra. Algengastur er skortur á storkupróteini VIII (dreyrasýki A) og IX (dreyrasýki B). Sjúkdómarnir eru oftast ættlægir og stafa af stökkbreyttu ge...