Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2990 svör fundust
Er Amish-fólk Gyðingatrúar? Ef ekki, hverrar trúar er það þá?
Nei, Amish-fólkið er ekki Gyðingatrúar heldur kristið. Amish-söfnuðirinn varð til á seinni hluta 17. aldar sem klofningshópur úr söfnuði svissneskra mennoníta. Stofnandi hans var Jacob Amman. Amish-söfnuðir dreifðust svo um Evrópu, til Þýskalands, Hollands, Rússlands og Frakklands. Á 18. öld tóku stórir hópar A...
Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt?
Vitað er að almennt hefur vaktavinna áhrif á svefn, líðan og heilsu þeirra sem hana stunda. Það er þó einstaklingsbundið hversu vel fólk nær að aðlagast vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma. Talið er að einn af hverjum fimm hætti í vaktavinnu af því að hann þolir hana ekki. Það sem virðist skipta mestu máli...
Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir?
Rostungar (Odobenus rosmarus) greinast í tvær deilitegundir sem eru landfræðilega aðskildar. Önnur deilitegundin nefnist Atlantshafsrostungur (O.r. rosmarus) en hin Kyrrahafsrostungur (O.r. divergens). Atlantshafsdeilitegundin lifir á svæðum við Grænland og við eyjar sem tilheyra Kanada en Kyrrahafsrostungurinn fi...
Geta kettir orðið þunglyndir?
Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi. Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta ön...
Er líklegt að maður fái krabbamein ef margir í fjölskyldunni hafa fengið það?
Hér er einnig svarað spurningunum:Er krabbamein arfgengt?Hvaða krabbamein erfast? Þessum spurningum er ekki hægt að svara með einföldu „já“ eða „nei“. Krabbamein eru talsvert algeng og því greinast þau í öllum fjölskyldum. Búast má við þeim mun fleiri tilvikum innan fjölskyldu eftir því sem hún er stærri og meðal...
Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta?
Á enda allra flugbrauta eru máluð með stórum stöfum númer. Númerin gefa til kynna hvernig brautin liggur miðað við segulstefnu jarðar, það er að segja þá stefnu sem nál í áttavita vísar á. Í stað þess að nota tölur upp í 360, eins og gráður á áttavita, er notað tugakerfi þar sem fyrst er námundað að heilum tug...
Hvernig var rúnum beitt til galdra, svo sem til að spá fyrir um framtíðina og til lækninga?
Upphaflega spurningin var svona: Hvernig voru galdrastafirnir í rúnagaldri (ekki fuþark, heldur til að spá)? Menn hafa lengi reynt ýmsar aðferðir til að öðlast vitneskju um og hafa áhrif á framtíðina og heiminn, meðal annars með göldrum. Á fornum minnisvörðum og í grafhaugum hafa fundist minjar um bæði hlutkes...
Hvað getið þið sagt mér um útburð barna í heiðni á Íslandi?
Þrátt fyrir skort á ritheimildum frá heiðnum tíma á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi meðal fræðimanna að útburður á börnum hafi verið stundaður í norrænum samfélögum í heiðni. Heimildir um útburðinn sem fræðimenn styðjast við eru Íslendingabók og Íslendingasögur og -þættir, það er Harðar sag...
Hvað er ljósmyndaminni?
Aðrar spurningar: Af hverju gleymum við sumu, en annað munum við? Er hægt að þjálfa heilann upp í svokallað ljósmyndaminni? Hvað veldur ljósmyndaminni og er það eitthvað sem hægt er að þjálfa? Hversu nákvæmt er ljósmyndaminni? Svonefnt leifturminni (e. flashbulb memory) er minni sem geymir mjög skýrar minnin...
Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...
Hver er munurinn á flensu og COVID-19?
Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagn...
Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?
Neanderdalsmenn veiddu sér hreindýr og önnur hjartardýr til matar, loðfíla, birni og nashyrninga, auk þess að borða sitthvað úr jurtaríkinu og annað sem til féll. Sú tegund manna sem kallast venjulega Homo neanderthalensis var uppi á árabilinu frá því fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000...
Hver er jörðin?
Séð utan úr geimnum er jörðin fallegur bláleitur hnöttur sem gengur á braut um sólina. Mikil hreyfing er á henni, því auk þess sem jörðin gengur hratt eftir braut sinni, eða á um 107 þúsund kílómetra hraða á klukkustund, snýst hún um sjálfa sig. Þessar hreyfingar hafa talsverð áhrif á jörðu niðri og hafa mennski...
Er hægt að dæma mann fyrir morð ef hann drepur einhvern sem þegar hefur verið úrskurðaður látinn og þurrkaður út af þjóðskrá?
Rétthæfi manns lýkur þegar hann deyr. Samkvæmt íslenskum rétti geta allir menn átt réttindi og borið skyldur og getur því sérhver maður verið réttaraðili, en í því er rétthæfi einmitt fólgið. Hafi maður horfið og líkur benda til þess að hann sé ekki lengur á lífi er unnt að ákveða með dómi að horfinn maður skuli ...
Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?
Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af...