Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2094 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru apar með botnlanga og ef svo er, geta þeir þá fengið botnlangakast?

Svarið við báðum þessum spurningum er já! Apar og reyndar velflest önnur dýr með jafnheitt blóð hafa botnlanga. Botnlangi apa er yfirleitt stærri en botnlangi manna. Í simpönsum (Pan troglodytes) er botnlanginn um 10 cm langur en í mönnum er hann um 7 cm. Botnlangi simpansa er breiðari og snúnari en hjá mönnum. Í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum?

Hér til hliðar má sjá viðvörunarmerki sem varar við brattri brekku upp á við. Sambærilegt merki er til fyrir bratta brekku niður. Á merkinu er halli brekkunnar gefinn upp sem prósenta. En hvað segir prósentutalan okkur? Prósentan gefur til kynna hversu mikið vegurinn hækkar sem hlutfall af láréttri lengd. Þetta...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er langt á milli jarðar og sólar?

Braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga. Jörðin gengur eftir sporbaug, ofurlítið ílöngum ferli sem líkist hring. Vegna þessa er fjarlægðin til sólu ekki alltaf sú sama, þótt ekki muni miklu. Mesta fjarlægð jarðar frá sólu eru 152,1 milljón kílómetrar sem er um þremur hundraðshlutum meira en m...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er heimildum raðað upp í heimildaskrá?

Í heimildaskrá þurfa allar helstu upplýsingar um heimildir að koma fram, svo sem höfundur verks, nafn þess, útgáfustaður og útgáfuár. Sé vitnað í tímaritsgrein þarf einnig að koma fram úr hvaða tímariti greinin er og hvar greinina er að finna í því (árgangur, tölublað ef við á og blaðsíðutal). Heimildum er raðað í...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru margir kettir á Íslandi?

Hér gildir enn og aftur að kötturinn fer sínar eigin leiðir því að enginn veit svarið við þessari spurningu, því miður. Engar upplýsingar um kattafjölda á Íslandi eru til á netinu þannig að við reyndum að afla upplýsinga með því að hringja á líklegustu staði. Í Kattholti var okkur sagt að engin skrá væri haldi...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hve margar bækur eru gefnar út á Íslandi á hverju ári?

Bókmenning er sá þáttur þjóðmenningar sem einna lengst hefur skipað öndvegissess á Íslandi, hjá lærðum og leikum. Rúnaristur norrænna manna um þær mundir sem Ísland var að byggjast sýna að þar voru læsir menn að verki og þeir voru að skapa eitthvað varanlegt, eitthvað til minnis, eitthvað til upplýsingar fyrir að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar?

Eldsneytiseyðsla flugvéla er ýmsu háð. Hún fer meðal annars eftir gerð flugvélarinnar sem um ræðir, flughraða og -hæð og útihitastigi. Einnig skiptir vindhraði og vindstefna á hverri flugleið miklu máli, en háloftavindar geta verið mjög sterkir. Algengt er að vindhraði í flughæð sé um 55-65 metrar á sekúndu, sem e...

category-iconHugvísindi

Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja?

Í hringleikahúsum Rómaveldis fóru fram bardagar af þrennum toga. Í fyrsta lagi voru skylmingar. Skylmingaþrælar (gladíatorar) börðust, yfirleitt tveir og tveir, þar til annar særðist. Áhorfendur gáfu þá merki um hvort þeir vildu leyfa hinum særða að lifa eða hvort ætti að drepa hann. Úr kvikmyndinni Gladiator....

category-iconLæknisfræði

Hvernig er barnasjúkdómurinn Perthes?

Sjúkdómur Legg-Calvé-Perthes ber nafn þeirra sem lýstu honum fyrst. Um er að ræða drep í efsta hluta lærleggsins (caput femoris), það er í þeim hluta sem liggur í mjaðmaskálinni. Drepið orsakast af því að þessi hluti lærleggsins fær ekki nægilegt súrefni vegna minnkaðs blóðflæðis og deyr þá beinvefurinn. Þessi ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef varmi/hiti leitar upp, leitar kuldi þá eitthvað?

Eins og fram kemur í svari ÞV við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? þá er kuldi eiginlega ekki sjálfstæður eiginleiki, heldur eingöngu skortur á hita. Því má líka segja að kuldi leiti í öfuga stefnu við hita. En eins og fram kemur hér á eftir er það ekki nákvæmlega rétt ...

category-iconTrúarbrögð

Mig langar að vita hvaðan aparnir þrír eru komnir; sá sem heldur fyrir munninn, sá sem heldur fyrir eyrun og sá sem heldur fyrir augun.

Aparnir þrír eru yfirleitt taldir japanskir. Eitt frægasta líkneskið af þeim er að finna í Toshogu-musterinu í Nikko í Japan sem byggt var á 17. öld. Þar er tréútskurður af þeim á hinu svokallaða Yomeimon-hliði (sjá mynd). Aparnir heita á japönsku Mi-zaru („Sjá ekki”), Kika-zaru („Heyra ekki”) og Iwa-zaru („Seg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er nám í stjarneðlisfræði langt?

Stjarneðlisfræðinám er yfirleitt jafnlangt og nám til sama prófs í öðrum greinum raunvísinda. Með öðrum orðum er til dæmis nám til meistaraprófs í stjarneðlisfræði oftast 5 ár frá stúdentsprófi, en stundum 4 ár. Flestir eru um 10 ár að ljúka doktorsprófi eftir stúdentspróf ef námið er nokkurn veginn samfellt. M...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er eðlismassi vatns?

Eðlismassi ferskvatns við 4 °C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Þetta þýðir til dæmis að einn lítri af vatni við þessar aðstæður hefur massann 1 kg. Vatn þenst lítillega út þegar það er kælt úr 4 °C niður í frostmark. Rúmmálsbreytingin er um 0,15 af þúsundi og eðlismassinn minnkar sem ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?

Það sem við köllum bruna er ákveðin tegund efnahvarfa þar sem eldsneytið eða efnið sem brennur tekur upp súrefni, öðru nafni ildi, og ný efnasambönd myndast. Við venjulegar aðstæður kemur súrefnið úr andrúmsloftinu enda er súrefni um fimmtungur í venjulegu lofti hér á jörðinni. Ef við erum stödd langt úti í geimnu...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?

Morse-kóði er gamalt samskiptaform þar sem hver bókstafur er táknaður með ákveðnum fjölda punkta og strika. Sem dæmi er bókstafurinn A í Morse-kóðanum táknaður með punkti og bandstriki eins og hér er sýnt: A = .- Þetta táknkerfi var notað í svokölluðum ritsíma (e. telegraph), til dæmis á skipum og í lestum til ...

Fleiri niðurstöður