Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3815 svör fundust
Hvað merkir mælieiningin desíbel og við hvað miðast hún? Hvað er 0 dB og hvað er 1 dB?
Desibel er mælikvarði á hljóðstyrk. Styrkur hljóðs (I) er skilgreindur sem afl eða afköst (P) á flatareiningu (A) eðaI = P / AAfl eða afköst er aftur á móti orka á tímaeiningu þannig að hljóðstyrkurinn lýsir orkuflutningnum sem verður með hljóðinu á tímaeiningu. Nú er þess að gæta að eyrun nema hljóðstyrk ekki...
Hve mikla varmaorku þarf til að hita 1 kg af vatni frá 0°C upp í 100°C?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Hversu mörg batterí eða hve mörg vött þarf til að hita 1 lítra af vatni upp í 100 gráður?Hér er þess fyrst að geta að vatn breytir rúmmáli sínu eftir hita. Vatnsmagn sem er einn lítri í byrjun þenst út um nokkra hundraðshluta þegar það er hitað til dæmis um 100 stig. Þess ve...
Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?
Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...
Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna? Svo sem hvernig vitum við hitastig, stærð, hreyfingu og efnasamsetningu stjarnanna? Litrófsgreiningar á geislun sem berst frá stjörnum er helsta aðferðin til að afla upplýsinga um eiginleika stjarna á borð við þá se...
Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi, hvað felst í því? Getur maður sem dettur í það á bar ekki labbað heim án þess að brjóta lögin?Um þetta er fjallað í 21. gr. áfengislaga nr. 75/1998: Hver sá sem sökum ölvunar veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri, opinberu...
Af hverju er sérstaklega tekið fram á umbúðum sumra drykkjarvara að þær innihaldi fenýlalanín?
Samkvæmt reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla er skylt að merkja matvæli sem innihalda sætuefnið aspartam með orðunum: „Inniheldur fenýlalanín“. Ástæðan fyrir þessu er að fólki sem er haldið sjúkdómnum PKU stafar hætta af því að neyta matvæla sem innihalda mikið fenýlalanín eða efni sem losa út fenýlalanín v...
Hvernig öðlast maður einkaleyfi á hugmyndum?
Ekki er hægt að fá einkaleyfi fyrir hugmynd sem slíkri. Hins vegar er hægt að fá einkaleyfi fyrir uppfinningu. Almennt er hægt að fá einkaleyfi fyrir öllum uppfinningum sem hagnýta má í atvinnulífi en einungis er veitt einkaleyfi fyrir uppfinningum sem eru nýjar með tilliti til þess sem þekkt er fyrir umsóknardag....
Get ég höfðað mál gegn sjálfum mér?
Svarið við spurningunni er bæði já og nei. Þú getur að sjálfsögðu stefnt sjálfum þér en reglur einkamálaréttarfars um aðild að dómsmáli og sakarefni valda því að málinu yrði vísað frá og væri þar af leiðandi ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Um þetta efni gilda lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála (aðallega...
Hvað er óháður saksóknari? Af hverju hefur hann svona mikil völd?
Í stuttu máli má segja að í íslensku lagaumhverfi fyrirfinnist ekkert sem kallast gæti óháður saksóknari. Hins vegar er að finna í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19 frá árinu 1991 ákvæði um sérstakan saksóknara. Dómsmálaráðherra skipar ríkissaksóknara í hverju umdæmi fyrir sig og sér hann um rekstur og ákæ...
Hvað merkir peningaþvætti?
Talað er um að þvo peninga eða peningaþvætti þegar uppruni illa fengis fjár er hulinn svo að þess virðist hafa verið aflað með löglegri starfsemi. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að upp komist að einhver á illa fengið fé en gera honum engu að síður kleift að nota það. Sem dæmi má nefna að maður sem...
Hvað eru dráttarvextir og hver er munurinn á þeim og venjulegum vöxtum?
Í lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 er sérstaklega fjallað um svokallaða dráttarvexti. Sé krafa greidd eftir gjalddaga er kröfuhafa (lánveitanda) heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknast frá gjalddaga að greiðsludegi. Hafi ekki verið samið um sérstakan gjalddaga getur kröfuhafi krafist drá...
Hvaðan kemur örnefnið Mjódd í Breiðholti og hvað merkir það?
Mjóddin er örnefni á mótum Breiðholtsmýrar og Breiðholts, meðfram mýrinni og náði niður undir Blesugróf. Mýrin var mjög blaut en Mjóddin var þurrari og þar lá leiðin úr Reykjavík að Breiðholtsbænum. (Sjá má örnefnið á korti í bók Einars S. Arnalds Reykjavík. Sögustaður við Sund IV, 184 (kort nr. 22), en Guðlaugur ...
Borgar forsetinn og maki hans skatt af tekjum sínum?
Til eru sérstök lög um launakjör forseta Íslands, nr. 10/1990. Í þeim kemur fram að launakjör hans eru ákveðin af kjararáði. Ákvæði um skattfrelsi forsetans var fellt niður árið 2000 með breytingu á fyrrnefndum lögum. Fyrir þann tíma var forsetinn "undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum". Forseti Ísland...
Hver er munurinn á ofnæmi og óþoli?
Skaðleg eða óæskileg áhrif af fæðu (e. adverse food reactions) hafa verið flokkuð í þrjá flokka: Áhrif miðluð af ónæmiskerfinu, áhrif óháð ónæmiskerfinu og eitranir.[1] (mynd 1). Fæðuofnæmi eru skaðleg eða óþægileg viðbrögð við fæðu, sem endurtaka sig aftur og aftur, ef viðkomandi fæðu er neytt, en koma ekk...
Eru nagladekk öruggasti kosturinn í umferðinni?
Ótal þættir hafa áhrif á öryggi í umferðinni, bæði tæknilegir og ekki síður mannlegir. Umferðarmannvirki eru yfirleitt hönnuð til að leiða umferðina sem um þau fer á öruggan og skilvirkan hátt. Það á við um alla vegbygginguna (burðarlög, slitlög og axlir), halla og legu vegarins, umferðarmerkingar svo og öryggisma...