Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 54 svör fundust
Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?
Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...
Hverjar eru helstu aðferðir við flokkun bergs og hvernig fara þær fram?
Almennt er berg af þrennu tagi, storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Yfirborð Íslands er að langmestu leyti úr storkubergi og því lítum við svo á að spurningin vísi til flokkunar þess. Storkuberg myndast við kólnun úr glóandi bergbráð og flokkun bergsins byggist annars vegar á efnasamsetningu bráðarinnar og...
Mega stjórnvöld skerða frelsi borgaranna vegna farsóttar?
Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er kveðið á um ýmsar gerðir frelsis sem þegnar landsins skuli hafa, eins og ferðafrelsi og atvinnufrelsi. Þó er tekið fram að þetta frelsi geti takmarkast af lögum. Þegar þetta er skrifað hafa þessi form frelsis verið skert með ýmsum hætti vegna heimsfaraldurs veirusjúkdómsins C...
Hvaða menjar sjást eftir ísaldarjökulinn á Reykjavíkursvæðinu?
Ísaldarjökullinn sem lá yfir Reykjavík hefur skilið eftir sig fjölbreytilegar menjar. Þær blasa við nánast hvert sem litið er. Þegar jökullinn skreið af hálendinu, yfir láglendið og út til sjávar á höfuðborgarsvæðinu svarf hann og mótaði undirlag sitt með ýmsum hætti. Hann skildi eftir sig jökulrispur á klöppum en...
Hver er helsti munurinn á lífrænum og ólífrænum efnum?
Lífræn efni eru einfaldlega allar þær sameindir sem innihalda kolefnisatóm (C) tengd vetnisatómum (H), það er innihalda C-H tengi. [1] Annað megineinkenni stærri lífrænna sameinda er að þær samanstanda af tengjum milli C-atóma,[2] sem ýmist geta verið eitt (C-C), tvö (C=C) eða þrjú (C≡C) auk C-H tengja. Alls...
Hver var Trausti Einarsson og hvert var framlag hans til jarðvísinda?
Trausti Einarsson (1907–1984)[1] fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. Stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík lauk hann 1927 með þeim árangri að hann hlaut einn af fjórum „stóru styrkjum“ menntamálaráðuneytisins til framhaldsnáms. Doktorsgráðu í stjörnufræði hlaut hann 1934 frá háskólanum í Götti...
Hvers konar gosefni komu úr gosunum 1362 og 1727 í Öræfajökli?
Tore Prestvik[1] hefur kannað jarðlagaskipan í Öræfajökli og bergfræði gosefnanna. Samsetning þeirra er frábrugðin þeim efnum sem verða til í fráreksbeltunum. Bergtegundir sem finnast í Öræfajökli, spanna allt samsetningarsviðið frá basískum og frumstæðum til súrra og háþróaðra. Þetta er í fullu samræmi við breyti...
Hvernig verður hvítur vikur til í eldgosi eins og Heklugosinu 1970?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hekla gaus 1970 hvítum vikri sem lengi var hægt að sjá. Hvað gerir vikur hvítan og er enn hægt að sjá leifar af þessu? Guðmundur E. Sigvaldason lýsir berg- og efnafræði gosefna svo í grein þeirra Sigurðar Þórarinssonar um Heklugosið 1970:[1] Gosefnunum má skipta í fe...
Eru hraunmolar úr nýja gosinu í Geldingadölum geislavirkir?
Þetta er ágætis spurning sem hægt er að svara á einfaldan hátt: Nýja hraunið á Reykjanesskaga er basalt og að vísu geislavirkt, en í svo litlum mæli að geislunin er með öllu hættulaus og einungis greinanleg með næmustu mælitækjum. Þeir sem vilja fræðast meira um geislavirkni í bergi geta svo lesið afganginn af...