Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 150 svör fundust
Getur inntaka á ríbósa stuðlað að bættum árangri í íþróttum?
Ríbósi er sykra (5-kolvetna), hluti af kjarnsýrum (RNA og DNA) og mikilvægur í nokkrum kóensímum. Í auglýsingum um ríbósa sem fæðubótarefni er minnt á að ríbósi sé forsenda fyrir myndun ATP (orkuefni líkamans) og því geti inntaka á ríbósa stuðlað að því að líkaminn nái að mynda ATP hraðar meðan á æfingu stendur og...
Hvar verða ríbósóm til?
Segja má að ríbósóm séu prótínverksmiðjur frumunnar. Þetta eru örsmáar hnattlaga einingar sem eru í kringum 20 nm í þvermál og því ómögulegt að greina þær í ljóssmásjá. Í frumum sem mynda mikið af prótínum eru mörg þúsund ríbósóm í umfryminu. Ríbósóm myndast í kjarna frumunnar og berast þaðan í umfrymið í tvei...
Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um?
Erfðaefni mannsins er sett saman úr um þremur milljörðum kirnapara af DNA sem skiptast á 23 litninga. Þetta erfðaefni er reyndar í tveimur eintökum í líkamsfrumum, sem eru því kallaðar tvílitna. Kynfrumur hafa hins vegar aðeins eitt eintak af erfðaefninu, eru einlitna. Í erfðaefni mannsins eru talin vera 30-40...
Hvað getið þið sagt mér um James Dewey Watson?
James Dewey Watson fæddist þann 6. apríl árið 1928 í Chicago í Bandaríkjunum. Hann lauk B.Sc. prófi í dýrafræði frá Háskólanum í Chicago árið 1947, þá aðeins 19 ára. Þremur árum seinna lauk hann svo doktorsprófi (Ph.D.) frá háskólanum í Indiana. Árið 1951 hóf hann störf á rannsóknarstofu í Cambridge á Englandi...
Hver er helsti munurinn á lífrænum og ólífrænum efnum?
Lífræn efni eru einfaldlega allar þær sameindir sem innihalda kolefnisatóm (C) tengd vetnisatómum (H), það er innihalda C-H tengi. [1] Annað megineinkenni stærri lífrænna sameinda er að þær samanstanda af tengjum milli C-atóma,[2] sem ýmist geta verið eitt (C-C), tvö (C=C) eða þrjú (C≡C) auk C-H tengja. Alls...
Af hverju eru veirur til?
Til að svara spurningunni „af hverju eru veirur til?“ þarf fyrst að átta sig á því hvað veirur eru og hvað þær gera. Þegar svör við því hafa fengist er hægt að svara spurningunni um tilvist veira. Hvað eru veirur? Veirur eru agnarsmáar lífverur sem þurfa að sýkja frumur til að fjölga sér. Þær geta ekki fjölg...
Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Karl Magnússon rannsakað?
Magnús Karl Magnússon er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Á síðustu árum hefur orðið bylting í erfðafræði. Fjöldi mismunandi breytileika í erfðamenginu hefur verið tengdur við ýmsa sjúkdóma og þannig fást vísbendingar um orsakir þessara sjúkdóma. En til að skilja hvernig erfðabreytileikar leiða til sjú...
Hvernig eru veirur greindar í mönnum?
Í dag eru veirur að mestu leyti greindar með svonefndum kjarnsýrugreiningum (PCR). Í þeim er erfðaefni einangrað úr sýnum og veiruerfðaefni magnað upp og greint með vísum sem eru sértækir fyrir hverja veiru.[1] Þessi aðferð mælir þó einungis hvort veiruerfðaefni finnist í sýninu en ekki hvort heilar veiruagnir ...
Úr hverju er mannslíkaminn?
Meginuppistaða mannslíkamans eru fjögur frumefni. Fyrst má nefna súrefni (O) sem er um 65% af heildarmassa okkar. Hátt hlutfall súrefnis þarf ekki að koma á óvart þar sem um 60% af líkamsþyngd okkar er vatn en súrefni ásamt vetni mynda vatn. Næst á eftir súrefni kemur kolefni (C) en það er um 18,5% af líkamsþy...
Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?
Maóríar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Forfeður þeirra sigldu þangað frá Austur-Pólýnesíu, það er Tahítí, Samóaeyjum og Tonga, seint á 13. öld, eða um 1280. Rannsóknir á þróun tungumála og DNA-rannsóknir sýna fram á uppruna þeirra, en núverandi tungumál þeirra svipar mjög til tungumálsins sem er talað á þeim slóðu...
Eru fóstur sníkjudýr?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Sumir vilja meina að þegar kona gengur með barn að fóstrið sé eins og sníkjudýr í líkama hennar. Er rétt að segja það? Er fóstur það sama og sníkjudýr? Áður en þessari spurningu er svarað er vert að rifja upp skilgreiningu á sníkjudýri. Sníkjudýr er lífvera sem lifir á annarr...
Hvað verður um frumur sem deyja?
Upprunalega var spurningin svona:Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu frá einum 5 ára "Hvað verður um frumur sem deyja?"Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er frumudauði? Stöðug endurnýjun á sér stað á frumum í mannslíkamanum; frumur skipta sér til þess að viðhalda starfsemi í vefjum á meðan aðrar ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Ingvarsson rannsakað?
Sigurður Ingvarsson er forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi og er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsóknir fara fram á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum....
Hvað hefur vísindamaðurinn Stefán Sigurðsson rannsakað?
Stefán Sigurðsson er dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í Krabbameinsfræðum. Hann hefur mestan hluta starfsferils síns stundað grunnrannsóknir á krabbameinum. Rannsóknir Stefáns hafa að mestu leyti beinst að DNA viðgerðarferlum og viðbrögðum frumunn...
Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?
Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skr...