Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 375 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað?

Gauti Kristmannsson, dr. phil., fæddur árið 1960, er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í ensku frá HÍ 1987 og varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi sama ár. Hann tók meistarapróf í skoskum bókmenntum við Edinborgarháskóla árið 1991. Hann lauk svo doktorsprófi í þýðingafræði með e...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?

Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viður...

category-iconLæknisfræði

Hvað er kawasaki-sjúkdómur?

Kawasaki-sjúkdómurinn er sjaldgæfur en mjög merkilegur sjúkdómur. Honum var fyrst lýst í Japan af lækninum Tomisaku Kawasaki fyrir fáeinum áratugum. Kawasaki-sjúkdómurinn hefur síðan greinst um heim allan. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur kawasaki-sjúkdómi. Svo virðist þó sem saman þurfi að fara ák...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju verða bananar brúnir eða svartir?

Hér er einnig svarað spurningunni:Þroskast bananar fyrr í kulda? Ef ég set banana í frystinn og tek þá út stuttu síðar þá eru komnir brúnir blettir í þá. Eflaust hafa margir tekið eftir því að þegar bananar eru geymdir í nokkra daga breytist litur hýðisins úr gulum yfir í brúnan eða svartan. Það sama á sér stað...

category-iconSálfræði

Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?

Daniel Kahneman fæddist í Tel Aviv árið 1934. Foreldrar hans voru litháískir gyðingar, búsettir í París. Kahneman ólst up í Frakklandi. Bernska hans þar einkenndist af „fólki og orðum“ frekar en íþróttum eða útivist eins og honum sagðist síðar frá.1 Eftir heimsstyrjöldina flutti hann til Palestínu en þar nam hann ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni?

Tvennt er það sem ræður tilurð hinna ýmsu tegunda storkubergs: efnasamsetning kvikunnar sem bergið storknar úr og aðstæður við storknunina — hröð storknun eða hæg, við yfirborð, í vatni eða djúpt í iðrum jarðar. Efnafræðilega einkennast íslenskar bergtegundir af því að landið er „heitur reitur“ í miðju úthafi. Ann...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur þulan ,,köttur út í mýri ... úti er ævintýri" og til hvers er hún notuð?

Einn þeirra kveðlinga sem oft eru notaðir sem eftirmáli í lok ævintýra hljóðar svona:Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri úti er ævintýriLokaþulur við íslensk ævintýri eru fjölbreytilegar og oft koma sömu hendingarnar fyrir í mismunandi samböndum, þar á meðal þessar. Dæmi um slíkar þulur má finna í þjóðsagnas...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör júnímánaðar 2018?

Í júnímánuði 2018 voru birt 58 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Þrjú af mest lesnu svörum júnímánaðar koma úr flokki sem helgaður er 100 ára afmæli fullveldis á Íslandi. Það e...

category-iconLæknisfræði

Er sóri smitandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er psóríasis smitandi og hvað kemur fyrir húðina? Sóri sem einnig hefur verið nefndur psóríasis (e. psoriasis) er langvinnur húðsjúkdómur. Sá sem einu sinni hefur fengið sóraútbrot getur fengið þau aftur og aftur hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útb...

category-iconJarðvísindi

Sá Jónas Hallgrímsson einhvern tímann eldgos (sbr. ljóðið Fjallið Skjaldbreiður)?

Við lestur ljóðsins „Fjallið Skjaldbreiður“ eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845) mætti ætla að skáldið hafi orðið vitni að eldgosi. Í ljóðinu segir meðal annars: Titraði jökull, æstust eldar, öskraði djúpt í rótum lands, eins og væru ofan felldar allar stjörnur himnaranns; eins og ryki mý eða mugga ma...

category-iconVeðurfræði

Hvers konar viðvörun er rauð viðvörun?

Veðurstofa Íslands birtir rauða viðvörun þegar miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (e. Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðva...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru margar blómategundir til á jörðinni?

Langflestar jurtir jarðar tilheyra fylkingu blómplantna (angiosperm) eða dulfrævinga. Blómplöntur hafa lokað eggleg og mynda fræ og aldin. Áætlað er að tegundir blómplantna séu í kringum 250 þúsund. Blómplöntur finnast á ótrúlega fjölbreytilegu búsvæði á þurrlendi jarðar en flestar tegundir finnast í regnskógu...

category-iconFélagsvísindi

Hvert var verðmæti eins sterlingspunds árið 1932?

Verðlag í Bretlandi er nú, í maí 2002, fjörutíu sinnum hærra en það var árið 1932 ef miðað er við hækkun vísitölu neysluverðs þar í landi. Fyrir eitt sterlingspund árið 1932 var því hægt að kaupa álíka mikið og fyrir 40 sterlingspund nú. Rétt er að hafa í huga að slíkur samanburður er af ýmsum ástæðum mjög erf...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk. Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er húspostilla og hvernig fóru húslestrar fram?

Húspostillan er bókmenntategund sem telja má eitt einkenni á kristindómi mótmælenda. Eins og fleiri uppbyggileg rit var hún ætluð til upplestrar á heimilum. Húslestrar tíðkuðust hér á landi fram á 20. öld og eru til margar lýsingar á því hvernig þeir fóru fram. Á helgidögum og hátíðum var lesið úr húspostillu og f...

Fleiri niðurstöður