Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 492 svör fundust
Er guð karl eða kona?
Við eigum svar við þessari spurningu hér. Þar kemur meðal annars fram að hægt er að hugsa sér guð sem karl eða konu, eða bara hvað sem er. Við bendum einnig á önnur svör um guð, meðal annars: Hvernig lítur guð út?Hvernig varð guð til?Af hverju heitir guð „Guð”?...
Hvað er að vera kostulegur?
Lýsingarorðið kostulegur hefur þekkst í málinu öldum saman. Það var upphaflega notað í merkingunni ,dýrmætur, ágætur, dýrlegur’, til dæmis um kostuliga veislu og kostuligt kramverk (Fritzner II:338). Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Historíu pínunnar sem gefin var ...
Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?
Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónar...
Halda einhverjir að guð sé kona?
Hægt er að hugsa sér Guð sem karl eða konu, eða hvað sem okkur virðist Guð vera. Betra er að gera Guð að því sem þú vilt, ef það eykur traust þitt og trú á Guð. Sumir sjá Guð fyrir sér sem gamlan karl, eins og elskulegan afa, en aðrir sjá fyrir sér brennandi runna eða skínandi ljós. Tilraunir til að flokka Guð sem...
Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?
Þverstæðan um Guð og steininn er ekki ný af nálinni. Með henni er í raun verið að spyrja hvort Guð, sem almáttug vera, geti framkvæmt hluti sem eru rökfræðilega ómögulegir og hvort hugmyndin um almáttugan Guð feli í sér mótsögn. Þverstæðan er þessi: Hugsum okkur að Guð sé almáttugur.Þá hlýtur hann að geta lyft...
Er til einhver guð, annars staðar en í hausum fólks?
Hér er einnig svarað spurningu Jóns E. Jónssonar: Er guð (æðri máttarvöld) til? Ein frægasta sönnun á tilvist Guðs, hin svokallaða verufræðilega sönnun, gerir einmitt ráð fyrir því að sé Guð til í hausnum á fólki þá hljóti hann einnig að vera til í raunveruleikanum. Þessi sönnun er einföld og glæsileg. Kjarni h...
Var guð til í alvörunni, eins og í myndum?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi vilji fræðast um útlit Guðs, hvort hann líti út eins og í einhverjum tilteknum bíómyndum. Um þetta vitum við ekki neitt enda vitum við ekki til þess að nokkur hafi séð Guð. Það er hins vegar hefð fyrir því að sýna Guð kristinna manna í mannsmynd enda segir í 1. Mósebók að Guð hafi ...
Gæti Guð hitað súkkulaði svo mikið að hann gæti ekki drukkið það?
Þetta er þekkt þverstæða um Guð sem við höfum að vísu ekki heyrt áður svona. Við eigum hins vegar svar við spurningunni Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum? og það ætti að vera nokkuð ljóst að spurningin um Guð og súkkulaðið er af sama tagi. Flestir sjá líklega...
Hvernig lítur Guð út?
Útlitið sem menn hugsa sér á guðum sínum er með ýmsu móti. Okkur er tamt að hugsa okkur Óðin, Þór og Freyju í mannsmynd og hið sama gildir til dæmis um grísk-rómversku guðina Seif (Júpíter), Afródíte (Venus) og félaga þeirra. Af þeim síðarnefndu eru til frægar höggmyndir sem sýna þetta glöggt. Þessar myndir eru ef...
Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?
Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag. Á ensku kallast þessi ótti paraskevidekatriaphobia og er tengt óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia. Hugtakið var sett fram af sálfræðingnum Donald Dossey sem sérhæfir sig í að meðhöndla fólk með órökrænan ót...
Er hægt að sanna að guð sé til?
Þessi spurning hefur löngum verið áleitin í kristnum menningarheimi. Mestu heimspekingar Vesturlanda hafa brotið heilann um hana og sýnist sitt hverjum um niðurstöður og árangur úr þeirri viðleitni. Ef við höfum í huga að kristnin er aðeins ein af mörgum trúarbrögðum manna, þá vaknar auðvitað meðal annars sú s...
Hvernig er sönnun Pascals á því að betra sé að trúa á Guð?
Í riti sínu Pensées (grein 418) segir Blaise Pascal (1623-1662): Annað hvort er Guð til eða hann er ekki til. En hvort eigum við að halda? Skynsemin getur ekki skorið úr. Á milli þessara tveggja kosta er ginnungagap og úti í óendanleikanum er hlutkesti varpað. Hvor hliðin kemur upp? Á hvað ætlar þú að veðja? S...
Er Guð stelpa eða strákur?
Flestir líta líklega svo á að Guð kristninnar sé karlkyns. Talað er um Guð en ekki Gyðju, og fólk biður Faðirvorið, en ekki Móðirvorið, svo dæmi séu tekin. Arnfríður Guðmundsdóttir, lektor í guðfræði, bendir þó á að jafnvel þótt Guð sé yfirleitt karlgerður sé Guð hafinn yfir kynferði og því hvorki karl né kona...
Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?
Það hlýtur að felast í almætti Guðs, að hann geti hætt að vera almáttugur. Svo lengi sem hann nýtir sér ekki þann möguleika, telst hann almáttugur. Þessari spurningu hefur einnig verið svarað frá heimspekilegu sjónarhorni, sjá svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur....
Er bölsvandinn marktækur í kristni þar sem loforð Guðs um útrýmingu alls böls er til staðar?
Bölsvandinn er þverstæða sem samanstendur af fjórum fullyrðingum. Guð er algóðurGuð er alviturGuð er almáttugurÞað er böl í heiminum Fyrstu þrjár fullyrðingarnar eru hluti af kenningum kristindómsins, fjórða fullyrðingin er byggð á reynslu. Menn hafa hugsað sem svo: Ef Guð er algóður þá vill hann útrýma öllu bö...