Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6167 svör fundust
Hvers vegna notuðu Vestfirðingar "d" í stað "ð" í orðum eins og sagdi, fardu?
Framburðurinn rd, gd, fd í stað rð, gð, fð í orðum eins og harður, sagði, hafði hefur verið talinn eitt af einkennum vestfirsks framburðar. Ásgeir Blöndal Magnússon skrifaði um hann grein í tímaritið Íslenzk tunga (1959: 9–25) og benti á að heimildir hafi verið um hann víðar á landinu: í Mýrasýslu, á Snæfellsnesi,...
Hvenær voru listabókstafir fyrst notaðir í kosningum á Íslandi og hvaðan kemur sú hefð?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvaðan kemur sú hefð að stjórnmálaflokkar noti listabókstafi? Hafa listabókstafir alltaf verið notaðir í íslenskum kosningum? Listabókstafir komu fyrst inn í kosningalög árið 1903 og náðu þá til bæjarstjórnarkosninga í kaupstöðum. Í kosningum til Alþingis komu lista...
Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?
Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...
Hvert er níunda stærsta vatn á Íslandi?
Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins? kemur fram að níunda stærsta vatn landsins er vatnsmiðlunarlónið fyrir Sultartangavirkjun, 19 km2 að flatarmáli. Í svarinu kemur einnig fram að fyrirhugað lón vegna virkjunar við Kárahnjúka komi til með að breyta röðun s...
Hver eru lögmál Newtons?
Baldvin Sigurjónsson (f. 1985) spurði líka: Hver er Newton og hvað gerði hann? Með 'lögmálum Newtons' er venjulega átt við þrjú lögmál sem eru ævinlega kennd við hann og jafnvel ekki neitt annað. Þau eru þessi:Fyrsta lögmál Newtons, stundum einnig nefnt tregðulögmálið. Annað lögmál Newtons (um kraft og hrö...
Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?
Svarið er í stuttu máli: Ekkert sérstakt! Hér á Vísindavefnum hefur áður verið svarað spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Ágætt er að lesa það svar á undan þessu. Þar kemur fram að flugvél eða aðrir hlutir verða fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar þeir komast á hljóðhraða en ef...
Af hverju man fólk með Alzheimer hvað það gerði fyrir 50 árum, en ekki hvað það borðaði í morgunmat?
Alzheimers-sjúkdómur er algengasti heilahrörnunarsjúkdómurinn, en þeir eru allmargir. Eitt aðaleinkenni hans er skert minni og virðist það einkum koma fram í nærminni eða með öðrum orðum hæfileikanum til að leggja nýja hluti eða nýliðna atburði á minnið. Þegar nánar er að gáð, til dæmis með beinum spurningum um fj...
Hvers vegna var bókstafurinn z svona mikið notaður á Íslandi en því svo hætt?
Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefndist Fyrsta málfræðiritgerðin, var eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Hann setti sér það markmið að koma reglu á íslenska stafsetningu og notast við sem fæsta bókstafi. Honum þó...
Er nauðsynlegt að fá samþykki nágranna eða yfirvalda, ef höggva á stór tré í eigin garði og athöfnin veldur miklum breytingum á útsýni nágranna?
Lengi vel var litið svo á að heimildir manna til að nýta fasteignir sínar væru nær ótakmarkaðar. Með aukinni þéttbýlismyndun er meiri hætta á hagsmunaárekstrum nágranna. Réttarþróun hefur þess vegna orðið sú, að nú gilda reglur sem setja eignarráðum fasteignaeigenda veruleg takmörk vegna nálægðar annarra fasteigna...
Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg?
Ennisholubólga er bólga í ennisholum sem stafar af veiru-, bakteríu- eða sveppasýkingu. Ennisholur eru loftfyllt rými í höfuðkúpunni. Þær eru klæddar slímhúð. Auk hola bak við ennið eru sambærilegar holur fyrir aftan nefbein, kinnbein og augu. Heilbrigðar holur eru lausar við sýkla, loft streymir um þær og slím...
Hvaða rannsóknir hefur Njörður Sigurjónsson stundað?
Njörður Sigurjónsson er dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Rannsóknir hans eru einkum á sviðum menningarstjórnunar og menningarstefnu en einnig hefur hann rannsakað hljóðmenningu og fagurfræði skipulagsheilda. Rannsóknir Njarðar felast í greiningu á hugmyndum um stjórnun menningarstofnana með ...
Hvernig á eiginlega að rita heiti Landspítalans?
Það virðist vefjast fyrir ýmsum hvernig eigi að rita nafn Landspítalans. Á vefsetri Landspítalans eru teknar saman upplýsingar um það hvernig eigi að orða og rita ýmislegt sem tengist heiti spítalans og starfsemi hans. Þar kemur meðal annars fram að spítalinn hét Landspítali - háskólasjúkrahús frá 2. mars 20...
Hvað er skammtafræði?
Skammtafræði er stærðfræðileg lýsing á hegðun smæstu hluta sem við þekkjum. Þetta eru hlutir eins og rafeindir, frumeindir eða jafnvel hinir örsmáu kvarkar sem mynda róteindir og nifteindir í kjarna frumeinda. Þessar agnir eru grundvallareiningar í byggingu nær alls efnis í hinum þekkta heimi og marga af eiginleik...
Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest smitandi?
Á Vísindavefnum er einnig að finna svar við spurningunni Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra? Við bendum lesendum á að skoða það svar líka. Þar er fjallað sérstaklega um sama efni og hér, með hliðsjón af tilkomu bóluefna við COVID-19 og ómíkron-afbrigði veirunnar...
Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?
Fjöldi fólks hefur sent okkur spurningar þessa efnis. Spyrjendur auk Gests eru þau Gunnar Arnarson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Björn Rafnsson, Sandra Guðlaugsdóttir og Jói Gunnarsson.Svefninn er lífeðlisfræðilegt fyrirbrigði sem mikið hefur verið rannsakað en ekki er þó þekkt til hlítar enn. Hins vegar hafa rannsók...