Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 37 svör fundust
Hvað er fílaveiki og hvernig lýsir hún sér?
Fílaveiki er landlæg víða í heiminum. Meira en milljarði manna í yfir áttatíu löndum stafar hætta af smiti. Árið 2000 höfðu 120 milljónir fengið sjúkdóminn og af þeim voru meira en 40 milljónir sem hlutu varanlega hömlun eða lýti af hans völdum. Um þriðjungur tilfella er á Indlandi og þriðjungur í Afríku, en önnu...
Hvernig líta regnskógar út?
Regnskógar myndast á stöðum þar sem úrkoma er mikil og stöðug (1700 - 4000 mm á ári) og meðalárshiti venjulega í kringum 24°C. Þar er loftraki mjög mikill eða um 80% að meðaltali, loftslagssveiflur afar litlar og hiti og úrkoma jöfn yfir árið. Helstu regnskógasvæði heims er að finna í hitabeltinu. Þau eru: ...
Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?
Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...
Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?
Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn. Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu Upprun...
Hvað er melgresi og vex það víðar en á Íslandi?
Heimkynni melgresisins (Leymus arenarius) eru við Atlantshafs- og Eystrasaltsströnd Mið- og Norður-Evrópu og austur eftir Íshafsströnd Rússlands skammt austur fyrir Úralfjöll. Það er einnig bæði í Færeyjum og Jan Mayen. Önnur skyld tegund, dúnmelurinn (Leymus mollis), er ríkjandi vestanhafs, bæði á Grænlandi og me...
Hver var hinn kínverski Konfúsíus og hvað er konfúsíanismi?
Eins þversagnakennt og það kann að hljóma var konfúsíanismi til á undan Konfúsíusi. Það sem á Vesturlöndum kallast „konfúsíanismi“ er þýðing á kínverska orðinu rujia (儒家), en það var heiti á hópi menntamanna í Kína til forna sem voru sérfróðir um hefðbundnar helgiathafnir. Konfúsíus tilheyrði sjálfur...
Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum?
Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í hári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og er því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast af höfuðlús en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára ...