Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 306 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er fuglaflensa?

Fuglaflensa hefur nýlega tekið sér bólfestu í villtum fuglum á Íslandi og er það í fyrsta sinn sem hún greinist hér á landi. Þegar þetta svar er skrifað hefur fuglaflensan eingöngu fundist í villtum fuglum og ólíklegt er talið að þessi tiltekna fuglaflensa berist til manna. Hins vegar er mikilvægt að skilja eðli f...

category-iconHeimspeki

Er nauðsynlegt að við varðveitum tungumál okkar eða er þetta óþörf fornaldardýrkun?

Spurningunni, eins og hún er orðuð, hvort það sé nauðsynlegt fyrir okkur íbúa þessa lands að tala íslensku eður ei, ætti í sjálfu sér að vera auðsvarað og það neitandi. Strangt tekið er það ekki samkvæmt neinu náttúrulögmáli heldur af sögulegum ástæðum og tilviljunum að við höfum talað þetta tungumál í hartnær tól...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér innrásina í Normandí?

Í byrjun árs 1944 var orðið ljóst að Þjóðverjar væru að tapa heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu borið lægri hlut í baráttunni um Atlantshafið og Sovétmenn höfðu snúið vörn í sókn á austurvígstöðvunum. Við Miðjarðarhaf höfðu bandamenn náð að hrekja Þjóðverja úr Afríku og ráðast inn í bæði Sikiley og Ítalíu. Þjóðverjar h...

category-iconStærðfræði

Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er saga Tyrkjaveldis?

Tyrkjaveldi, sem einnig er nefnt Ósmanska veldið eða Ottómanveldið,[1] á sér rúmlega 600 ára sögu. Það var stofnað árið 1299 og að lokum leyst upp árið 1923. Þegar ríki Seljúka leið undir lok á 13. öld var Anatólíu eða Litlu-Asíu (landsvæði sem nú tilheyrir asíska hluta Tyrklands) skipt á milli nokkurra fylkinga. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær og af hverju urðu fornaldarsögur til?

Í umfjöllun um fornaldarsögur (samanber einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er mikilvægt að hafa í huga hversu fjölbreyttar sögurnar eru og hversu illa þær falla að skýrt afmörkuðum tegundamörkum. Það er því sitthvað að fjalla um sögurnar sem bókmenntagrein eða þá efnivið sagnanna, upptök hans, þróun og endurnýjun....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru menn að leggja vörður á Íslandi og til hvers?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvenær voru vörður lagðar á Íslandi. Það er furðulega lítið af upplýsingum fáanlegar á netinu um vörður. Og ég er að velta því fyrir mér hversu gamlar elstu vörðunar eru. Hvenær við fórum að leggja þær og bara almennilega sögu tengd þeim. Aðrar spurningar um vörður:Vörður eig...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað gerðist eiginlega á Woodstockhátíðinni?

Woodstockhátíðin er vafalaust frægasta rokkhátíð sögunnar. Hún var haldin helgina 15.-17. ágúst 1969 en lauk reyndar ekki fyrr en mánudaginn 18. Hátíðin hefur alla tíð verið sveipuð miklum ljóma og þar komu fram frægustu popp- og rokktónlistarmenn þess tíma. Woodstock var ekki aðeins tónlistarhátíð, heldur sveif y...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar eins og COVID-19 breiðast út?

Nokkrir hafa spurt Vísindavefinn spurninga um það hvenær COVID-19-faraldurinn nái hámarki sínu á Íslandi og hvernig slíkt sé reiknað út. Hér er eftirfarandi spurningu svarað: Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar breiðast þegar faraldur eða heimsfaraldur gengur yfir? Hvernig er það gert? Þetta er athyglisverð spu...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt um heimspekinginn Simone Weil?

Franski heimspekingurinn og baráttukonan Simone Weil (1909-1943) var dóttir læknisins Bernards Weils og konu hans Salomea sem vann alla tíð þétt við hlið manns síns og var vel að sér í læknisfræði. Á æskuheimilinu var mikið lagt upp úr menntun og sá Salomea um nám barna sinna tveggja, Simone og André sem bæði voru...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Émile Zola og hvert var framlag hans til bókmenntanna?

Franski rithöfundurinn Émile Zola fæddist í París árið 1840. Móðir hans var frönsk og faðir hans var byggingarverkfræðingur af ítölskum ættum. Zola eyddi bernskuárunum í borginni Aix–en–Provence í suðurhluta Frakklands. Þar vann faðir hans að vatnsveitumálum og við stífluhönnun en vatn var af skorn...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru kynin bara tvö?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru kynin bara tvö og hver er munurinn á þeim? Stutta svarið við spurningunni er nei. Fjölbreytileiki er mikill í stofni manna og annarra dýra. Eðlilegast er að hugsa um fjölbreytt róf kyntengdra einkenna, frekar en tvö aðgreind kyn. Lengra svar Líffræði kyns er flókin. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær voru listabókstafir fyrst notaðir í kosningum á Íslandi og hvaðan kemur sú hefð?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvaðan kemur sú hefð að stjórnmálaflokkar noti listabókstafi? Hafa listabókstafir alltaf verið notaðir í íslenskum kosningum? Listabókstafir komu fyrst inn í kosningalög árið 1903 og náðu þá til bæjarstjórnarkosninga í kaupstöðum. Í kosningum til Alþingis komu lista...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er Noam Chomsky og hvers vegna er hann öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs?

Uppruni og menntun Noam Chomsky fæddist 7. desember 1928 í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru William og Elsie Chomsky. Faðirinn var þekktur fræðimaður í hebreskum fræðum, prófessor við Gratz College í Pennsylvaníu og innflytjandi frá Úkraínu. Móðirin ólst upp í Bandaríkjunum, átti æt...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Jósef Stalín?

Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið. Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba...

Fleiri niðurstöður