Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 544 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að klóna látin gæludýr hjá einhverjum stofnunum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr? Svarið við þessari spurningu fer dálítið eftir því hverrar tegundar gæludýrið er. Í raun er afar einfalt að klóna klófroska og kindur, hundar og kettir eru viðráðanlegir en ómögulegt er að klóna skjaldbökur og ranabjöllur. ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?

Upprunalega spurningin var: Eru einhver störf í dag sem talið er að muni ekki vera til staðar í framtíðinni? Já, það er afar líklegt að einhver störf sem við þekkjum vel í dag verði ekki lengur til staðar í framtíðinni. Þá munu mörg störf breytast vegna þróunar bæði samfélags og tækni. Þannig getur tækni e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur?

Í ársbyrjun 2019 eru 180 ár liðin frá því að ný aðferð við að taka ljósmyndir var kynnt fyrir meðlimum frönsku vísindaakademíunnar. Sú aðferð var kennd við Louis-Jacques-Mandé Daguerre (1787-1851) og byggði á því að málmplata var gerð ljósnæm með því að bera á hana joðblöndu. Mynd var síðan tekin á plötuna og hún ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?

Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógr...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var sjóræninginn Anne Bonny?

Anne Bonny (f. um 1698, d. um 1782) var írsk-amerískur sjóræningi og önnur tveggja kvensjóræningja sem sagt er frá í þekktri enskri 18. aldar sjóræningjasögu. Sjóræningjasagan A General History of the Robberies and Murders of the Most Notorious Pyrates (Saga af ránum og morðum hinna alræmdustu sjóræningja) kom ...

category-iconHeimspeki

Mega stjórnvöld skerða frelsi borgaranna vegna farsóttar?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er kveðið á um ýmsar gerðir frelsis sem þegnar landsins skuli hafa, eins og ferðafrelsi og atvinnufrelsi. Þó er tekið fram að þetta frelsi geti takmarkast af lögum. Þegar þetta er skrifað hafa þessi form frelsis verið skert með ýmsum hætti vegna heimsfaraldurs veirusjúkdómsins C...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru til tvö eða fleiri afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19?

Afbrigði lífvera eru skilgreind sem vissar gerðir innan tegundar sem eru ólíkar í háttum eða eiginleikum. Munur á afbrigðum getur verið mjög yfirborðskenndur, til dæmis byggður á lit fjaðra eða því hvort einstaklingar sömu tegundar séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum er munurinn djúpstæðari eins og í afmörkuðum ...

category-iconEfnafræði

Getið þið leyst úr deilu milli mín og pabba um það hvort frumefnið vetni sé búið til úr vatni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég og pabbi minn erum búin að vera í deilum í langan tíma vegna vetnis. Mér datt í hug að láta Vísindavefinn útkljá vandamálið. Vetni er frumefni. Vetni + súrefni búa til vatn, ekki satt? En vetni er ekki búið til úr vatni er það nokkuð? Efnaformúla vatns er H2O sem þýði...

category-iconLífvísindi: almennt

Er til próf sem sýnir hvort maður hafi einhvern tíma fengið COVID-19?

Upprunaleg spurning Leifs var: Varðandi COVID-19-vírusinn. Ég hef unnið í ca. 4 daga í nánum samskiptum við fólk frá Asíu, t.d. Kína, Tælandi, þegar þetta fólk var að ferðast hér. Síðastliðið haust fékk ég slappleika og var lengi að ná mér, m.a. þrálátan þurran hósta, og þetta var svo slæmt að ég fór í fyrsta sk...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar og hvenær var COVID-19-veiran fyrst raðgreind?

Veiran SARS-CoV-2 veldur sjúkdómnum COVID-19 og heimsfaraldri. Erfðaefni veirunnar er einsþátta RNA-strengur. Með því að nota aðferðir sameindalíffræði er hægt að raðgreina erfðaefni veirunnar. Það þýðir að röð basa í erfðaefni hennar er lesin, allir um það bil 29.900 basarnir.[1] Miðað við opinberlega aðgengil...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers konar veirur eru fagar?

Upprunalega spurningin var: Hvað eru gerilveirur og hver er virkni þeirra? Gerill er gamalt orð yfir bakteríu og gerilveira er því veira sem sýkir bakteríu. Slíkar veirur eru oftast kallaðar fagar (e. bacteriophages, phages). Fagar hafa verið þekktir lengi og sumir þeirra hafa reynst mikilvægir við rannsók...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hluti af erfðamengi manna kominn frá veirum?

Útreikningar vísindamanna benda til þess að um 8% erfðamengis manna sé upprunnið úr erfðamengi veira, og önnur 40% eru endurteknar raðir sem talið er að eigi líklega einnig uppruna sinn að rekja til veirusýkinga.[1] Til samanburðar má nefna að aðeins um 1% af erfðaefni manna eru gen sem skrá fyrir prótínum, en ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hverjar eru helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt er það á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita um helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt það er hérna á Íslandi? Og hverjir gerendurnir eru og þolendur? Almenna hugmyndin um heimilisofbeldi er líkamlegt ofbeldi milli fullorðinna einstaklinga sem eru í sambúð eða deila heimili. Þess vegna er ein...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er nýtt að frétta af skammtatölvum?

Þegar talað er fjálglega um kosti og kraft skammtatölvu í fjölmiðlum er undantekningalítið átt við vél sem getur framkvæmt svokallaða stafræna skammtareikninga. Þessir reikningar eru gerðir í skammtatölvum á hliðstæðan hátt og reikningar í venjulegum tölvum, það er með forritum sem í grunninn geta gert reikniaðger...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um dyngjugos á Reykjanesskaga?

Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengi, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmme...

Fleiri niðurstöður