Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1246 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru hveitibjöllur?

Hér er einnig svarað spurningunni: Getið þið sagt mér eitthvað um hveitibjöllur, hvort þær séu langlífar og hvernig sé best að losna við þær? Hveitibjallan (Tribolium destructor) er bjöllutegund sem er vel þekkt meindýr hér á landi, en hún leggst oft á mjöl og annað kornmeti. Fullorðin dýr eru dökkbrún að l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eyðileggst þegar rafeindabúnaður verður fyrir rafsegulhöggi?

Það er fyrst og fremst einangrunin sem eyðileggst í rafbúnaði sem verður fyrir spennuhöggi. Einangrun er nauðsynleg til þess að halda spennuhafa hlutum, það er þeim hlutum tækisins sem spenna er á, frá til dæmis umgjörð tækja og búnaði. Þegar einangrunin skemmist myndast leið í gegnum einangrunina fyrir strauminn ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að búa til litla vatnsvirkjun í skólastofunni okkar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig er best hægt að búa til lítið líkan af virkri vatnsvirkjun? Við krakkarnir í 9-HL erum að gera bekkjarverkefni og þurfum að búa til virka vatnsvirkjun. En það er auðveldara sagt en gert. Við erum komin með grundvallaratriðin en við erum ekki alveg viss hvernig nák...

category-iconHugvísindi

Hvort á að segja „Hvert er gengi krónunnar?“ eða „Hvað er gengi krónunnar?“

Spurnarfornafnið hver hefur í nefnifalli og þolfalli hvorugkyns tvær myndir, hvert og hvað. Almenna reglan er sú að hvert er notað hliðstætt með nafnorði, t.d. hvert blaðanna er best?, en hvað sérstætt, t.d. hvað er að? Í dæminu hvert/hvað er gengi krónunnar? er á reiki hvor myndin er notuð. Í vandaðra máli er þó ...

category-iconHeimspeki

Hver var Rousseau og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Óhætt er að telja Jean-Jacques Rousseau í hópi þeirra hugsuða síðari tíma sem hafa haft mest áhrif á heim hugmyndanna og framgang sögunnar. Rousseau var margbrotinn persónuleiki, að mörgu leyti ímynd hins þjakaða snillings. Ævisaga hans er á köflum ævintýri líkust og verkin sem hann lét eftir sig bera í senn vott ...

category-iconVeðurfræði

Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað?

Já, maður getur orðið brúnn og jafnvel brunnið af því að vera úti í skýjuðu veðri. Ský draga úr geislun útfjólublárra geisla en hluti þeirra berst í gegnum andrúmsloftið til jarðar þrátt fyrir skýin. Það tekur því lengri tíma að verða brúnn í skýjuðu veðri en á endanum getur það orðið. Menn geta vel orðið sólb...

category-iconLögfræði

Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti?

Best er að leita að lagalegri þýðingu einstakra orða í bókinni Lögfræðiorðabók með skýringum sem gefin var út af Bókaútgáfunni Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands árið 2008 undir ritstjórn Páls Sigurðssonar prófessors. Ef orðið sem leitað er að er ekki að finna í því ágæta riti er hægt að fá almennari merkingu þe...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að ríða á vaðið?

Vað er staður þar sem hægt er að vaða eða ríða á hesti yfir fljót eða vatnsfall. Vað kemur fyrir í ýmsum orðasamböndum, til dæmis 'tefla á tæpasta vað', 'hafa vaðið fyrir neðan sig' og 'ríða á vaðið' sem hér er spurt um. Þegar sagt er að einhver 'ríði á vaðið' er átt við að sá hinn sami sé fyrstur til að gera e...

category-iconVísindi almennt

Hver er sjávarhitinn í Reykjavík að meðaltali?

Gögn um sjávarhita við Ísland er meðal annars að finna hjá Hafrannsóknastofnun undir liðnum sjávarhiti. Sú síða sýnir sjávarhita í rauntíma í Reykjavík og sjávarhitann við Grímsey til samanburðar. Á síðunni birtist einnig þriggja mánaða tímabil á grafi. Til þess að skoða sjávarhita við fjölmargar mælistöðvar[1]...

category-iconVísindi almennt

Bjó Coca-Cola-fyrirtækið bandaríska jólasveinninn til?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Fann Coca-Cola-fólkið upp bandaríska jólasveininn - þann sem er alltaf kátur og gengur í rauða og hvíta búningnum?Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum mun þetta ekki vera rétt, þótt vissulega gangi þessi saga fjöllum hærra. Þó er í þessu það sannleikskorn að auglýsingaherferðir Co...

category-iconHugvísindi

Hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni?

Í kjölfar þess að Nikulás II. afsalaði sér krúnunni í mars 1917 var keisarafjölskyldan sett í stofufangelsi í Alexandershöllinni í Petrograd (St. Pétursborg). Bráðabirgðastjórnin hugðist flytja hana til Englands en þau áform mættu hins vegar andstöðu sovétsins* í Petrograd. Þá var keisarafjölskyldan flutt til Tobo...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er einhvers staðar til listi yfir íslensk hundanöfn?

Fyrir allnokkrum árum var spurst fyrir um íslensk hundanöfn í hljóðvarpsþætti Orðabókar Háskólans um íslenskt mál. Talsvert barst af svörum sem varðveitt eru á stofnuninni. Eftir því sem ég best veit safnar Hundaræktarfélag Íslands hundanöfnum og í bókinni Íslenski fjárhundurinn, sem gefin var út 1999, er einnig l...

category-iconBekkirnir spyrja

Hver er hæsti foss heims?

Hæsti foss í heimi er í Venesúela og á íslensku gætum við nefnt hann Englafoss. Hann er 979 m hár. Á spænsku kallast hann Salto Ángel en á ensku Angel Falls. Hann er nefndur eftir Bandaríkjamanninum James Angel sem brotlenti flugvél sinni nálægt fossinum árið 1937. Vegna þess hve skógurinn er þéttur nálægt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til orð sem merkir að vera ekki þyrstur, eins og andheitin saddur og svangur?

Hér er einnig svarað spurningu Berglindar Guðmundsdóttur: Hvaða eitt orð getur maður notað yfir það að vera ekki þyrstur?Eftir því sem best er vitað er ekki notað í íslensku andheiti orðsins þyrstur. Þyrstur er til dæmis ekki flettiorð í Íslenskri samheitaorðabók sem birtir andheiti séu þau kunn. Vissulega er ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða kosti hefur kjötát fram yfir grænmetisát (ef mjólkurvarnings er neytt líka)?

Það sem grænmetisætur þurfa að huga að í sínu mataræði, er meðal annars prótein, B12- vítamín, og ýmis steinefni, svo sem járn, sink og kalk. Þessi næringarefni eru öll til staðar í kjötvörum (að vísu innihalda kjötvörur lítið kalk), en í minna mæli í grænmetisfæði. Mjólkurvörur með grænmetisfæði tryggja nægil...

Fleiri niðurstöður