Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 231 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er vitað um delta-afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar sem kennt hefur verið við Indland?

Þegar veiran SARS-CoV-2 fjölgar sér og breiðist út safnast upp stökkbreytingar í erfðaefni hennar. Hver veira á aðeins einn forföður, en einn smitandi einstaklingur getur smitað engan, einn eða fleiri manns. Með því að raðgreina erfðaefni úr sýni tiltekins einstaklings er hægt að finna út hvaða grein ættartrésins ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hvalastofnar eru í mestri útrýmingarhættu?

Af 93 hvalategundum á lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) eru fimm tegundir taldar í bráðri hættu á aldauða (e. critically endangered – CR) en það þýðir að eindregnar líkur eru á að viðkomandi tegundir deyi út í náinni framtíð samkvæmt tilteknum forsendum. Auk þess telja samtökin að tólf hvalategundir...

category-iconLífvísindi: almennt

Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar?

Upprunalega spurningin frá Sif hljóðaði svo:Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar og er möguleiki að þær komi til með að leysa líffæra- og vefjaígræðslu af hólmi í framtíðinni? Hér er einnig svarað spurningu Rúnars Arnar:Hvernig miðar stofnfrumurannsóknum um heim allan? Rannsóknum á stofnfrumum hef...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um plastmengun á landi?

Plastmengun í hafinu hefur mikið verið rannsökuð síðustu ár en menn vita miklu minna um plastmengun á landi. Þannig liggja hvorki fyrir tölur um líklegt magn af plasti sem velkist um lönd heimsins né um skaðsemi þessarar mengunar til skamms og langs tíma litið. Málið er þó alla vega komið á dagskrá og vel hægt að ...

category-iconFornleifafræði

Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?

Á fjórða árþúsundinu fyrir Krist fór að breiðast út um vestanverða Evrópu sá siður að gera mannvirki úr stórum steinum. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd á máli vísindanna „megalithos“ (e. megaliths) sem er komið úr grísku og merkir „stór steinn“, en á íslensku hafa þau verið kölluð jötunsteinar. Stærsta og tilkomu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Paul Dirac og hvert var framlag hans til vísindanna?

Breski eðlisfræðingurinn Paul Adrian Maurice Dirac (f. 8. ágúst 1902 í Bristol, d. 20. október 1984 í Tallahassee, Florida) hlaut Nóbelsverðlaun ársins 1933 fyrir „nýjar og frjóar framsetningar á eðlisfræði atóma“. Hann deildi þeim með austurríkismanninum Erwin Schrödinger og við athöfnina tók Þjóðverjinn Werner H...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar eins og COVID-19 breiðast út?

Nokkrir hafa spurt Vísindavefinn spurninga um það hvenær COVID-19-faraldurinn nái hámarki sínu á Íslandi og hvernig slíkt sé reiknað út. Hér er eftirfarandi spurningu svarað: Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar breiðast þegar faraldur eða heimsfaraldur gengur yfir? Hvernig er það gert? Þetta er athyglisverð spu...

category-iconLæknisfræði

Hafa drepsóttir haft áhrif á erfðaefni og þróun mannsins?

Faraldrar eru ein alvarlegasta áskorun sem lífverur standa frammi fyrir. Í sögu mannkyns eru þekktir nokkrir sérstaklega skæðir heimsfaraldrar, eins og spánska veikin, svartidauði og HIV, sem leiddu til dauða milljóna einstaklinga. Í ljósi þeirrar staðreyndar að breytingar á tíðni gerða[1] yfir kynslóðir leiða til...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hófst landnám á Íslandi 200 árum fyrr en talið hefur verið?

Stutta svarið er nei. Hér kemur langa svarið: Í hugum flestra hefst landnám með því að einhver kemur á hinn nýja stað, kastar eign sinni á landið, kemur undir sig fótunum og skilur eftir sig arfleifð í afkomendum, örnefnum og sögum. Fleiri fylgja í kjölfarið og leika sama leikinn þar til landið er orðið full...

category-iconEfnafræði

Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?

Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Prumpa hvalir og losa þeir þá mikið af metangasi sem veldur hlýnun jarðar?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað má reikna með að hvalur (t.d. hnúfubakur) gefi mikið frá sér af metangasi, eða skaðlegum efnum fyrir andrúmsloftið? Tímaeiningin gæti t.d. verið mánuður eða ár. Við erum að tala um hvalaprump. Það væri fróðlegt að fá samanburð t.d. við nautgripi. Langflest spendýr o...

category-iconHugvísindi

Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?

Á tuttugustu öld urðu til tveir meginstraumar í vestrænni heimspeki, rökgreiningarheimspeki annars vegar og svokölluð meginlandsheimspeki hins vegar. Þessi skipting heimspekinnar á sér að vísu miklu lengri forsögu. En hún er einnig svolítið villandi. Munurinn á þessum meginstraumum innan heimspekinnar er ekki fyll...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er Noam Chomsky og hvers vegna er hann öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs?

Uppruni og menntun Noam Chomsky fæddist 7. desember 1928 í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru William og Elsie Chomsky. Faðirinn var þekktur fræðimaður í hebreskum fræðum, prófessor við Gratz College í Pennsylvaníu og innflytjandi frá Úkraínu. Móðirin ólst upp í Bandaríkjunum, átti æt...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig var sólmyrkvi notaður til að sýna fram á kenningar Einsteins?

Þann 6. nóvember 1919 var haldinn fundur sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir Albert Einstein og viðtökurnar á kenningum hans. Að fundinum stóðu tvö félög, Konunglega breska vísindafélagið (the Royal Society) og Konunglega breska stjarnfræðifélagið (the Royal Astronomical Society). Fundarstjóri var forseti V...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?

Svar við þessari spurningu var upphaflega skrifað í maí 2001 en endurritað að hluta í janúar 2019. Tilefni endurskoðunar er að ljúka frásögninni á árinu 1945 þegar hermdarverk nasista voru öllum sem vildu vita ljós og áður en mismunandi viðhorf um stefnu Ísraelsríkis fóru að skipta mönnum í ólíka flokka. Sú skipti...

Fleiri niðurstöður