Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2598 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Anna Ólafsdóttir stundað?
Anna Ólafsdóttir er dósent í menntunarfræðum og deildarformaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu á háskólastigi, hlutverki háskóla í samfélaginu og gæðamálum háskóla. Doktorsrannsókn Önnu kannaði hvað háskólakennarar álíta „góða háskólakennslu“, hvaða ...
Hver var Rasmus Christian Rask?
Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn. Hann gekk í latínuskóla í Óðinsvéum og hóf síðan guðfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann stundaði það samt lítt þar sem hann var með allan hugann við mál og málfræði....
Hver er munurinn á jarðfræði og jarðeðlisfræði?
Einfaldast er að segja, að munurinn liggi í aðferðinni við könnun jarðarinnar: jarðfræðin beitir aðferðum jarðfræðinnar en jarðeðlisfræðin aðferðum eðlisfræðinnar. Á skjaldarmerki (lógó) alþjóðasambands jarðfræðinga er ritað „mente et malleo“ - með huga og hamri. Við þetta einfalda vopnabúr, skynsemina og jarðfræ...
Hver var Ólafur Dan Daníelsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Ólafur Dan Daníelsson (1877-1957) kennari, vísindamaður og menntafrömuður var fæddur í Viðvík í Skagafirði, 31. október 1877. Eftir stúdentspróf 1897 hélt hann til Danmerkur til stærðfræðináms þar sem aðalkennarar hans voru H. Zeuthen og J. Petersen, báðir sérfræðingar í rúmfræði. Ritgerðir Ólafs eru undir sterkum...
Hvað hefur vísindamaðurinn Birna María Svanbjörnsdóttir rannsakað?
Birna María B. Svanbjörnsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar í starfi og rannsóknum tengjast einkum námi í víðum skilningi og viðleitni við að brúa bilið milli fræða og starfs á vettvangi. Helstu áhugasvið hennar eru starfsþróun og starfshættir í skólastarfi sem stuðla að me...
Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur, og þar á meðal hinn vitiborni maður, hafi þróast úr dauðum jarðefnum án þess að nokkur sköpunarmáttur hafi verið þar að verki?Þetta samræmist einmitt vísindalegri hugsun. Um leið og við færum að gera ráð fyrir því að sérstakur utan...
Hve langt er lögreglunni heimilt að ganga gagnvart einkalífi einstaklings, án sérstakrar heimildar?
Upphafleg spurning var svohljóðandi:Hver er réttur einstaklings gagnvart lögreglunni, þ.e. hversu langt er lögreglunni heimilt að ganga á einkalíf einstaklings án sérstakrar heimildar (með tilliti til eftirlits, húsleitar, líkamsleitar o.s.frv.)?Friðhelgi einkalífs er vernduð í 71. grein stjórnarskrár lýðveldisins...
Hvernig beygist orðið hjarta án greinis og með honum, í eintölu og fleirtölu?
Orðið hjarta er hvorugkynsorð sem beygist eftir veikri beygingu á eftirfarandi hátt með og án greinis: EintalaFleirtalaán greinismeð greinián greinismeð greininf.hjartahjartaðhjörtuhjörtunþf.hjartahjartaðhjörtuhjörtunþgf.hjartahjartanuhjörtumhjörtunumef.hjartahjartanshjartnahjartnanna Fá hvorugkynsorð beygjas...
Hver er lágmarksfjöldi einstaklinga í samfélagi án þess að samfélag hrynji vegna skyldleikasjúkdóma?
Nýlegar rannsóknir benda til að 160 manns sé nægilegur fjöldi til að viðhalda genamengi mannsins á viðunandi hátt. Hins vegar mætti jafnvel helminga þá tölu ef einhverskonar félagsleg stýring yrði viðhöfð. Mannfræðingurinn John Moore í Háskólanum í Flórída rannsakaði þetta sem hluta af sameiginlegu verkefni með...
Hvernig er hægt að losa sig við aukakíló án þess að nota Herbalife?
Við söfnum á okkur aukakílóum ef jafnvægið í orkuneyslu og orkubrennslu líkamans riðlast. Ef við borðum meira en við brennum, þá fitnum við. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. Aukakíló og offita er vaxandi vandamál en það er líka mikið gert til þess að bjóða fólki upp á leið...
Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn?
Ef litið er í Íslenska orðabók (2002:142) og flett upp orðinu blót stendur sem fjórða merking ‘bölv, ragn’. Fyrsta merking er ‘guðsdýrkun (annarra guða en kristinna manna)’. Sögnin að blóta merkir annars vegar ‘dýrka (heiðin goð)’ en hins vegar ‘bölva, ragna’. Síðari tíma merkingarnar ‘bölv, ragn; bölva, ragna’ ur...
Er hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri kostnaðinn?
Reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur. Leið 0 Augljósasta leiðin til að færa ni...
Gáta: Hvernig skal færa bollann út fyrir formið án þess að færa bollann?
Þeir tveir hlutir sem eru hvað algengastir á vinnustöðum landsins eru kaffibollar og pennar. Því er eftirfarandi þraut tilvalin til að brjóta upp vinnuna í amstri dagsins. Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig uppstillingin er. Markmiðið er að koma bollanum út fyrir formið sem pennarnir mynda án þess að færa ...
Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?
Lögreglu ber almennt að fylgja reglum umferðarlaga í störfum sínum. Í umferðarlögum hefur hins vegar lengi verið sérstök heimild til svokallaðs „neyðaraksturs“. Jafnframt eru í gildi reglur um neyðarakstur sem settar hafa verið á grundvelli umferðarlaga. Neyðarakstur er akstur sem talinn er nauðsynlegur vegna verk...
Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?
Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...