Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 869 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru vorjafndægur og af hverju verða þau?

Klukkan 16:15 þriðjudaginn 20. mars 2018 verða vorjafndægur á norðurhveli jarðar en haustjafndægur á suðurhvelinu. Þá færist sólin norður yfir miðbaug himins. Á sumarsólstöðum í júní verður sólin svo lengst frá miðbaug himins og byrjar eftir það að lækka aftur á lofti. Dagur og nótt ekki alveg jafn löng Á...

category-iconVeðurfræði

Mundi vindakerfi jarðar breytast mikið við það að jörðin væri fullkomlega hnöttótt?

Vindar á jörðinni stafa af mismuni í loftþrýstingi sem er til kominn af mismun í hitun loftsins milli svæða. Þættir á borð við snúning jarðar, viðnám við jörð og fasaskipti vatns hafa svo einnig áhrif á hvernig vindar blása. Þótt jörðin væri fullkomlega hnöttótt, þannig að öll fjöll væru jöfnuð út og ummál jar...

category-iconVísindi almennt

Af hverju var Albert Einstein með stærri heila en annað fólk?

Þessi spurning er af þeirri gerð sem sumir mundu svara með setningum eins og "Af því bara" eða með spurningu á móti: "Af hverju ekki?" En þegar betur er að gáð er vert að fara um hana nokkrum orðum. Við spyrjum venjulega út í hlutina þegar eitthvað kemur okkur á óvart, er öðruvísi en við héldum að það væri. Það...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að sólstafir eru ekki allir lóðréttir, heldur eins og blævængur á hvolfi?

Sólstafir myndast þegar sólin skín gegnum göt í skýjaþykkninu og geislar hennar ná að lýsa upp loftið í samanburði við dekkri bakgrunn. Af þessu leiðir að stefna þeirra er beint frá sól. Hér á norðurslóð eru þeir því aldrei lóðréttir heldur getur frávik þeirra frá láréttu mest orðið um 50° á Suðurlandi en nokkrum ...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?

Málfrelsi leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Mannréttindi eins og málfrelsi og ferðafrelsi eru yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bók...

category-iconLandafræði

Hvar er miðpunktur Íslands?

Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó. Þetta kort sýnir...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er "catnip" (kattarminta)?

Catnip eða kattarminta er jurt (l.Nepera cataria) með mintuangan sem kettir eru sólgnir í. Efni í kattarmintunni sem kallast nepetalactone örvar kettina þannig að eldri og virðulegir hefðarkettir fara að haga sér eins og þeir væru ungir á ný stökkva um og leika sér. Ef kettir komast í tæri við kattarmintuna byrja ...

category-iconNæringarfræði

Er óæskilegt að neyta samtímis ávaxta og grænmetis og þá hvers vegna?

Ekkert hefur komið fram sem rökstyður vísindalega að óæskilegt sé að neyta ávaxta og grænmetis samtímis. Reyndar er það svo að meltingarfæri mannsins eru hönnuð til að melta margvíslega fæðu samtímis og ættu því að geta melt grænmeti og ávexti samtímis, rétt eins og kjöt og kartöflur. Enn fremur eru grænmeti og áv...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir skammstöfunin et al. í tilvitnanasvigum?

Skammstöfunin et al. er latína og er hún notuð á tvo vegu. Annar vegar er et al. stytting á 'et alibi' en það þýðir 'og annars staðar'. Þegar et al. kemur á eftir ákveðinni tilvísun getur því verið átt við að tilvísunina sé einnig að finna annars staðar, þótt ekki sé tilgreint nákvæmlega hvar. Hins vegar er ska...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig myndaðist alheimurinn og hvað er hann gamall?

Í dag telja vísindamenn að alheimurinn hafi myndast við svokallaðan Miklahvell fyrir um það bil 15 milljörðum ára. Það er þó erfitt að segja til um þá tölu nákvæmlega eins og lesa má um í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvenær varð heimurinn til? Við upphaf alheimsins hefur efni hans verið óendan...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnöttóttar?

Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með því að stjörnurnar fari í hringi. Ég svara þess vegna bara báðum spurningunum sem um gæti verið að ræða. Okkur sýnast fastastjörnurnar fara í hringi kringum himinpólinn sem er nálægt Pólstjörnunni. Þetta er sýndarhreyfing sem kemur til af því að við sjálf erum á hrin...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þýða litirnir í finnska fánanum?

Fáni Finnlands er kallaður Siniristilippu á finnsku eða 'fáninn með bláa krossinum'. Eins og nafnið bendir til er fáninn blár kross á hvítum fleti. Blái liturinn táknar himininn og stöðuvötnin, en Finnland er einmitt þekkt sem þúsund vatna landið og eru stöðuvötnin þar rúmlega 187.000 í allt. Hvíti liturinn táknar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða ár urðu bílar til?

Það er frekar erfitt að segja nákvæmlega hvenær fyrstu bílarnir urðu til. Bílar eins og við þekkjum þá voru ekki fundnir upp í einu vetfangi heldur þróuðust þeir af eldri farartækjum. Fyrstu gufuknúnu bílarnir voru smíðaðir á seinni hluta 18. aldar. Reyndar eru til sögur um að kaþólskur prestur að nafni Ferdina...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru til margar vetrabrautir (nákvæmt svar)?

Spyrjandi biður um nákvæmt svar við þessu og margir tengja vísindin auðvitað við nákvæmni. En það er ekki einu sinni auðvelt að telja nákvæmlega fastastjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum þegar stjörnubjart er. Það er meðal annars vegna þess að skilyrðin eru aldrei alveg þau sömu; stundum sjáum við kannski stj...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er húð venjulegs 13 ára krakka þung?

Það er erfitt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem mjög breytilegt er hvað börn í aldurshópnum 11-14 ára eru þung. Ástæðan fyrir þessu er að sumir krakkar verða kynþroska snemma og aðrir seinna. Hæð barnanna og þyngd þeirra getur því verið mjög mismunandi og þar af leiðandi einnig þyngdin á húð þeirra. ...

Fleiri niðurstöður