Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1982 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur bláeygt par eignast græneygt barn?

Augnlitur okkar stafar af litarefninu melaníni í lithimnu augans. Ef lítið sem ekkert er af melaníni í ysta hluta lithimnunnar fáum við blá augu en annars græn eða brún og auðvitað ýmsa tóna þar á milli. Það sem ræður augnlit okkar (magni af melaníni í lithimnunni) eru þau gen sem við erfum frá foreldrum okkar...

category-iconHeimspeki

Hvenær verða tré að skógi?

Það er ekki hægt að gefa skýrt svar við spurningunni hvenær verða tré að skógi. Ástæðan fyrir því er sú að mörkin á milli skógar og trjáa eru óljós og geta oltið á ýmsu, til dæmis stærð og umfangi trjánna. Tökum nokkur dæmi til að skýra þetta. Ímyndum okkur að við plöntum 100 litlum plöntum. Þær eru svo smávaxn...

category-iconVísindavefurinn

Vinna bara menntaðir einstaklingar við Vísindavefinn (vísindamenn, prófessorar og slíkt)?

Stór hópur manna tekur þátt í að svara spurningum á Vísindavefnum. Langflestir þeirra eru vísindamenn eða háskólakennarar eins og spyrjandi ýjar að en einnig eru í hópnum háskólanemar, annað hvort í grunn- eða framhaldsnámi. Öll svör á vefnum eru lesin yfir áður en þau eru birt, bæði með tilliti til efnis, skýrlei...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í maí 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör maímánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag? Hvenær hófst kaffidrykkja í heiminum og hvernig breiddist hún út? Ungt fólk sem ég hef átt í sa...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins? Er einhver fasti til þess að lenda á? Ytri reikistjörnur sólkerfisins eru fjórar talsins: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru allar gasrisar og hafa ekkert fast yfirborð. Þess vegna er ekki hægt að le...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Þessi ráðstöfun léttir pyngju húseiganda og gerir íbúum hússins mengunina þungbærari með óþægilegum hita. Hugmyndin um að varna innstreymi útilofts í hýbýli okkar með hitun innilofts byggir á þeirri röngu forsendu að hús okkar verði sem næst loftþétt þegar við höfum l...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?

Frumástæðan er sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Í tímatali þeirra er hins vegar notað tunglár sem kallað er. Af því leiðir meðal annars að tiltekinn dagur í tilteknum mánuði getur færst fram og aftur um mánuð miðað við tímatal okkar. ...

category-iconFöstudagssvar

Hefur villuboðið: "ERROR: Keyboard not attached. Press F1 to continue" komið fram í einhverju stýrikerfi?

Þrátt fyrir mikla leit höfum við ekki fundið öruggar heimildir fyrir því að þetta sé til. Hins vegar er spurningin náttúrlega dæmi um hroka okkar mannanna gagnvart eigin sköpunarverki okkar, tölvunum. Svona teljum við okkur óhætt að gera grín að þeim í trausti þess að þær geti ekki svarað fyrir sig að eigin frumkv...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju kemur vindur ef ég sveifla blævæng?

Á jörðinni er lofthjúpur, en það er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en inniheldur líka aðrar gastegundir. Þar sem súrefni og nitur eru litlaus gös við venjulegt hitastig sjáum við þau ekki beinlínis hreyfast. En við finnum fyrir þeim þegar vindur blæs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju má ekki segja „hann er ruglaður eins og bróðir sinn”?

Eignarföll eintölu þriðju persónu fornafnanna hann, hún, það og eignarfall fyrstu, annarrar og þriðju persónu fleirtölu, okkar, ykkar, þeirra, eru notuð sem eignarfornöfn. Dæmi:Bíllinn minn/okkar er rauður en bíllinn þinn/ykkar er grænn. Hjólið hans/hennar er grænt. Línuskautarnir þeirra eru svartir. Eignarforn...

category-iconHugvísindi

Tala englar táknmál?

Táknmál er alvöru mál eins og önnur tungumál. Ef maður vill tala við og skilja þá sem hafa táknmál sem móðurmál er jafnmikilvægt að skilja það mál eins og að kunna íslensku eða arabísku ef maður vill tala við þá sem hafa þau móðurmál. Englar geta talað við öll börn og fullorðna á öllum heimsins tungumálum; ís...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju gerði Guð fleiri plánetur en sólina, jörðina og tunglið?

Ef við trúum því að Guð hafi skapað alla hluti, hvern um sig og í þeirri mynd sem þeir eru núna, þá hefur hann bara gert það þannig og við getum ekki spurt nánar út í það. Hins vegar er vel hægt að trúa á Guð án þess að gera ráð fyrir að hann hafi skapað hvern hlut sérstaklega. Hann hafi þá kannski bara sett he...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla?

Náttúrulegt útlit okkar ræðst mestmegnis af þeim genum sem við fáum frá foreldrum okkar og höfum við lítið að segja um hver útkoman verður. Hins vegar eru ýmis ráð til í dag ef fólki líkar ekki sitt upprunalega útlit. Mjög hátt hlutfall fólks hefur einhvern tíma litað hár sitt, hægt er að skarta öðrum augnlit með ...

category-iconHeimspeki

Hvað eru fordómar?

Orðið fordómar er nokkuð gagnsætt orð í íslensku. Fordómar eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru oft skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar. Oft er talað um fordóma samhliða mismunun en bann við hinu síðarnefnda er ...

category-iconHeimspeki

Er þórðargleði siðferðislega ámælisverð?

Í stóráhugaverðu svari hér á Vísindavefnum er sagt frá því hvernig orðið þórðargleði kom inn í íslenskt mál. Íslendingar eru ákaflega heppnir að eiga svo skemmtilegt heiti yfir þetta sérstaka hugafar. Að gleðjast yfir óförum annarra hefur þó vafalaust þekkst áður en orðið var viðurkennt í málinu. Mann-, mál og þjó...

Fleiri niðurstöður