Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1895 svör fundust

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað?

Steinunn Helga Lárusdóttir er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er menntastjórnun. Hún hefur, ásamt tveimur samstarfsmönnum, rannsakað störf skólastjóra við grunnskóla í aldarfjórðung. Þessar rannsóknir veita meðal annars innsýn í það hvernig skólastjórar í grunnskólum verja tíma sínu...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað?

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir er dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntun framhaldsskólakennara. Rannsóknir hennar hafa snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi og þróun fjarnáms, oftast með blönd...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Sumarliði Ragnar Ísleifsson stundað?

Sumarliði R. Ísleifsson er sagnfræðingur að mennt. Hann er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að einkum varðað tvö svið. Fyrra sviðið er atvinnu- og félagssaga Íslands á 19. og 20. öld þar sem Sumarliði hefur annars vegar beint sjónum að „flugtaki“ íslensk atvinnulífs um og...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Árni Daníel Júlíusson stundað?

Árni Daníel Júlíusson er sérfræðingur við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar einkum rannsóknir á sviði félagssögu og umhverfissögu. Hann hefur fyrst og fremst rannsakað sögu íslenska bændasamfélagsins á tímabilinu 1300-1700, en einnig bæði fyrir og eftir það. Einkum hafa þrjú svið vakið áhuga hans. H...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir stundað?

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskólans. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja. Guðbjörg Linda hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir stundað?

Sigurveig H. Sigurðardóttir er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað þjónustu við eldra fólk, bæði þá þjónustu sem veitt er af opinberum aðilum; heimaþjónustu og heimahjúkrun og þá þjónustu sem fjölskyldan veitir öldruðum aðstandendum sínum. Hún hefur einnig rannsakað samskipti kynsl...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Guðný S. Guðbjörnsdóttir stundað?

Guðný S. Guðbjörnsdóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna; menningarlæsi ungs fólks; menntastjórnun og forystu; og menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarfi. Hún hefur skrifað fj...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Kristjana Stella Blöndal stundað?

Kristjana Stella Blöndal er dósent í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum beint sjónum að náms- og starfsferli ungmenna og brotthvarfi frá námi sem er óvenjumikið á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og flest önnu...

category-iconMannfræði

Hvaða rannsóknir hefur Unnur Dís Skaptadóttir stundað?

Unnur Dís Skaptadóttir er prófessor í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa síðustu áratugi einkum beinst að fólksflutningum og að reynslu ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi, einkum frá Póllandi og Filippseyjum. Rannsóknirnar hafa fjallað um vinnutengda fl...

category-iconLögfræði

Hvaða rannsóknir hefur Bjarni Már Magnússon stundað?

Bjarni Már Magnússon er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík (HR) en þar hefur hann starfað frá árinu 2012. Bjarni Már kennir og stundar rannsóknir á sviði þjóðaréttar, einkum á sviði hafréttar. Hann hefur einnig fengist við rannsóknir um kynjajafnrétti í íþróttum. Bjarni er höfundur bókarinnar The Conti...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Guðni Th. Jóhannesson stundað?

Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands. Árin 1996-1998 var hann stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, kenndi þar einnig og stundaði rannsóknir að loknu doktorsprófi árin 2003-2007. Árið 2013 varð Guðni lektor í sagnfræði við háskólann, síðar dósent og loks prófessor uns hann tók við embætti forseta Ísla...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Margrét Sigrún Sigurðardóttir stundað?

Margrét Sigrún Sigurðardóttir er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar fjallar um skipulag breska tónlistariðnaðarins en tónlistariðnaðurinn og skapandi greinar almennt hafa verið viðfangsefni Margrétar frá því hún skrifaði um Smekkleysu í meistararitgerð sinni við viðskiptafræðidei...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Jónína Vala Kristinsdóttir stundað?

Jónína Vala Kristinsdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að stærðfræðinámi- og kennslu í skóla án aðgreiningar, einkum að þróun stærðfræðikennara í starfi og einnig starfstengdri sjálfsrýni í kennaramenntun. Doktorsritgerð Jónínu fjallar um samvinnurannsókn hennar með be...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað?

Finnur Dellsén er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og gisti-dósent (førsteamanuensis II) við Inland Norway University of Applied Sciences í Noregi. Rannsóknir Finns hafa að miklu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Þessar rannsóknir...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Brynja Elísabeth Halldórsdóttir stundað?

Brynja Elísabeth Halldórsdóttir (Gudjonsson) er lektor í uppeldis- og menntunarfræðum við Menntavísindasvið. Brynja hefur stundað rannsóknir á öllum skólastigum og í ólíkum menntakerfum. Kjarninn í rannsóknum hennar er líðan og reynsla minnihlutahópa af menningu og samfélagi og viðhorf til ýmissa menningarlegra hó...

Fleiri niðurstöður