Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 194 svör fundust
Hvers konar tölvunarfræði er að baki rafrænu myntinni bitcoin?
Rafmyntin bitcoin og aðrar sambærilegar rafmyntir, byggja á nokkuð mörgum uppgötvunum á ýmsum sviðum tölvunarfræði og stærðfræði. Frá sjónarhóli tölvunarfræðinnar er áhugaverðast hvernig bitcoin hagnýtir sér aðferðir sem ekki hafa verið notaðar saman á viðlíka hátt áður. Einnig er athyglisvert hvernig bitcoin nýti...
Hvernig er hugsanlegt að byggja tölvur á skammtafræðilegum vinnsluaðferðum?
Hefðbundnar tölvur Vinnsluminni venjulegrar tölvu er mælt í bætum. Algengt er til dæmis að heimilistölva nú á dögum hafi 64 megabæti í vinnsluminni [Í dag(23. júlí 2010) er um 2 gígabæt algengt]. Hvert bæti er sett saman úr 8 bitum. Hver biti getur tekið gildið 0 eða 1. Áætla má að í 64 MB sé hægt að geyma 16 m...
Hvernig stýra möttulstrókar flekareki?
Það varð landrekskenningu Alfreds Wegener (1915) að falli að hann gat ekki bent á krafta sem væru þess megnugir að flytja meginlöndin. Arthur Holmes (1933) stakk upp á því að iðustraumar í jarðmöttlinum væru þarna að verki, en þó var það ekki fyrr en með ritgerð Harry Hess (1962) að fram kom heildstæð mynd af glið...
Hvernig er plast endurunnið?
Einnig var spurt:Hvernig er plast endurunnið hér á landi? Plast er búið til úr mismunandi fjölliðum. Því miður eru ekki til íslensk heiti á þeim en algengt er að nota skammstafanir þeirra. Þær algengustu eru: high-density polyethylene (HDPE), low-density polyethylene (LDPE), polypropylene (PP), polyvinyl chlori...
Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?
Shi Huangdi (始皇帝), sem merkir bókstaflega fyrsti keisari, fæddist árið 259 f.Kr. Hann hét réttu nafni Ying Zheng (嬴政) og var konungur í Qin-ríkinu í Kína til forna. Stundum er hann nefndur Qin Shihuang (秦始皇) sem þýðir fyrsti keisarinn frá Qin. Shi Huangdi sam...
Getur sandur og grjót sem Hollendingur býður mér til sölu virkilega bundið koltvíoxíð?
Öll spurningin hljóðaði svona: Aðili í Hollandi er að bjóða mér sand og grjót sem bindur CO2. Í mín eyru hljómar þetta mjög ótrúverðugt og því spyr ég: Er þetta mögulegt? Þetta er mögulegt en ég mundi ekki kaupa ólivínsand frá Hollandi sem bindur koltvíoxíð (CO2, koltvísýring/koltvíildi) í bíkarbónat (HC...
Hvað er gildisrafeind?
Í örstuttu máli eru gildisrafeindir ystu rafeindir frumeindanna. Frumeindir (e. atoms) eru samsettar úr kjarna og neikvætt hlöðnum rafeindum (e. electron) sem sveima í kringum kjarnann. Kjarninn inniheldur jákvætt hlaðnar róteindir (e. protons) og óhlaðnar nifteindir (e. neutrons). Rafeindirnar dreifast um...
Er eitthvað um lífrænan landbúnað á Íslandi?
Lífrænn landbúnaður hefur verið stundaður lengi hér á landi. Í dag eru um 40 aðilar með staðfesta vottun á því að þeir séu með lífrænan landbúnað og er fjölbreytileiki afurða frá þessum framleiðendum og vinnslustöðvum mjög mikill. Stærstur hluti íslenskra bænda framleiðir sínar afurðir í sátt við umhverfi sitt...
Af hverju gagnast það íþróttamönnum að sprauta í sig blóði í miðri keppni og er það leyfilegt?
Rauðkornin í blóði flytja súrefni um líkamann. Vöðvar þurfa súrefni til starfsemi sinnar. Það er mikilvægt fyrir íþróttamenn, einkum þá sem stunda greinar sem krefjast góðs úthalds og þols, að vera með nægilegt blóð, nánar tiltekið rauð blóðkorn, til að koma nægilegu súrefni til vöðvanna. Með hærri súrefnismettun ...
Hvað er gagnrýnin hugsun?
Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...
Af hverju gengur fólk í hjónaband?
Orðalag þessarar spurningar krefst í raun réttri að svarið komi frá þeim sem leggja stund á félagsfræðilegar rannsóknir og hafa rannsakað raunverulegar ástæður þess að fólk gangi í hjónaband. Vísast er að svörin við spurningunni, væri hún borin fram í dag í víðtækri könnun, yrðu margvísleg. Einnig er trúlegt að s...
Nú eru að koma kosningar, er ekki til reiknilíkan af samfélaginu sem flestir eru sammála um og hægt er að máta pólitískar hugmyndir við?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann?
Súkkulaði er gert úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu, Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem „fæða guðanna“. Súkkulaði hefur verið til í þúsundir ára, en áður fyrr var þess einkum neytt í fljótandi formi súkkulaðidrykkjar. Það var ekki fyrr en um miðja nítjándu öld, þegar tókst að ...
Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?
Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu...
Hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent?
Hvernig geymast skrár? Til að skilja betur hvað verður um skrár eftir að þeim er eytt borgar sig að skoða fyrst hvernig skrár eru geymdar eða vistaðar í tölvum. Hér verður miðað við Windows stýrikerfið, en meðhöndlun skráa er svipuð í öðrum stýrikerfum, svo sem Linux og Mac OS. Hægt er að lesa í stuttu máli um ...