Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 24 svör fundust
Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Írski heimspekingurinn George Berkeley (1685-1753) er einn þeirra þriggja sem taldir eru helstu forsprakkar breskrar raunhyggju, en hinir eru þeir John Locke og David Hume. Hann er þekktastur fyrir hughyggjukenningar sínar, sem segja má að kristallist í orðunum „Að vera er að vera skynjaður“, eða „Esse est percipi...
Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu?
Einfalda og stutta svarið við spurningunni er „nei“. Við sömu áreynslu svitnar fólk jafnmikið, hvort sem það er í verra eða betra formi, það er ef allar innri og ytri aðstæður eru þær sömu að öðru leyti. Hins vegar er raunveruleikinn oft flóknari en þetta og margar undantekningar geta verið frá þessu. Margt getur ...
Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?
Anaxagóras (500 – 428 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Klazomenæ í Jóníu í Litlu-Asíu. Hann var auðugur maður en gaf ættingjum sínum eigur sínar og helgaði sig heimspekinni í staðinn. Um miðbik 5. aldar f. Kr. fluttist Anaxagóras til Aþenu þar sem hann bjó og starfaði í um tvo eða þrjá áratugi. Hann ...
Hver var Max Weber og hvert var framlag hans til félagsvísinda?
Þýski félagsfræðingurinn Max Weber fæddist 2. apríl 1864 og lést úr lungnabólgu 14. júní 1920. Þrátt fyrir tiltölulega skamma ævi er vísindalegt framlag Webers slíkt að hann telst, ásamt Karli Marx og Émile Durkheim, einn merkasti frumkvöðull nútímafélagsvísinda. Skrif hans spanna vítt svið og hafa, auk risahlutve...
Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða?
Gilles Deleuze var franskur heimspekingur sem hafði víðtæk áhrif á margvíslegum sviðum á síðustu áratugum 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. Hann fæddist í París árið 1925 og lést 1995, sjötugur að aldri. Hann hóf feril sinn með áhugaverðum verkum um sögu heimspekinnar, þar sem hann fjallaði um feril og hugmyndir ...
Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól?
Hér verður einnig svarað spurningunum: Hvað sagði Platon um hugtök og hvernig tengjast hugtökin frummyndunum? (Ásta Björk, f. 1987) Hvaða þýðingu hafði frummyndakenning Platons fyrir siðfræði hans? (Páll Gunnarsson) Hver var frummyndarkenningin? (Kristján Óskar, f. 1986) Með spurningu sinni vísar spyrjandi...
Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?
Herakleitos (um 540 – um 480 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Efesos í Jóníu í Litlu-Asíu (nú í Tyrklandi). Lítið er vitað með vissu um ævi Herakleitosar og flestar sögur um hann eru hæpnar. Samkvæmt einni á hann til dæmis að hafa látist í mykjuhaug (McKirahan: 128). Herakleitos ritaði eina bók s...
Getið þið sagt mér allt um Flóabardaga?
Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið. Orrustan fór fram á Húnaflóa 25. júní árið 1244 og þar mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar og Kolbeins unga Arnórssonar. Þórður kakali var af ættum Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og því bróðurso...
Hófst landnám á Íslandi 200 árum fyrr en talið hefur verið?
Stutta svarið er nei. Hér kemur langa svarið: Í hugum flestra hefst landnám með því að einhver kemur á hinn nýja stað, kastar eign sinni á landið, kemur undir sig fótunum og skilur eftir sig arfleifð í afkomendum, örnefnum og sögum. Fleiri fylgja í kjölfarið og leika sama leikinn þar til landið er orðið full...