Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 28 svör fundust

category-iconSálfræði

Hver er nýjasta gagnrýnin á kenningu Piagets?

Ekki er auðvelt að dæma um hvað sé glænýjast í gagnrýni á Piaget, en sjálfsagt mál og athyglisvert að gera í nokkrum orðum grein fyrir gagnrýni á kenninguna. Fyrst er að tiltaka að rit Piagets eru mikil að vöxtum og rannsóknir hans margar. Nokkurrar þróunar gætti í skrifum hans. Hann brást við gagnrýni og tók þátt...

category-iconHugvísindi

Hvað er Stóridómur?

Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...

category-iconJarðvísindi

Hversu mikið hefur sjávarstaða við Ísland hækkað síðastliðin 30 ár?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er vitað hversu mikið, ef eitthvað, sjávarstaða við Ísland hefir hækkað s.l. 30 ár? Hér er einnig svarað spurningunni:Af hverju er yfirborð sjávar að hækka? Sjávarstaða á jörðinni hækkar vegna hlýnunar jarðar. Við hlýnunina bráðna jöklar og leysingarvatn úr þeim r...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?

Flestir sem eru heyrnarlausir tala táknmál og líta á það sem sitt móðurmál. Táknmál er myndað með hreyfingum handa, höfuðs og líkama, með svipbrigðum, munn- og augnhreyfingum. Í táknmáli fær augnsambandið aukið mikilvægi því að í samskiptum á táknmáli verður alltaf að halda augnsambandi við viðmælandann. Svipbrigð...

category-iconFélagsvísindi almennt

Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getið þið sagt mér allt um Kína? Landfræðilega, um íbúa, menningu, sögu og fjármál?Svarið við þessari spurningu er eiginlega einfalt nei. Við getum ekki sagt þér allt um Kína, en hægt er að stikla á stóru um landafræði, íbúa, menningu, sögu og efnahag Kína. Menningarsvæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni atviksorðsins alveg?

Atviksorðið alveg er meðal algengustu orða í íslensku, í Íslenskri orðtíðnibók (1991) er það til að mynda talið meðal 200 algengustu orðmynda málsins. Notkun þess og merking er nokkuð fjölbreytt eins og títt er um atviksorð en helstu afbrigðin eru þessi (dæmin eru sótt í nýleg dagblöð og vefsíður): 1. Notað með...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað koma upp mörg riðutilfelli á ári á Íslandi?

Baráttan gegn riðu hér á landi hefur gengið framar vonum flestra. Við upphaf baráttunnar voru fleiri en 100 bæir sýktir í 24 varnarhólfum af þeim 36 sem landinu var skipt í. Tilfellin eru nú um tvö á ári og vonir standa til þess að útbreiðslan hafi verið stöðvuð. Veikin hefur ekki fundist á nýju svæði (varnarhólfi...

category-iconLandafræði

Hvað getur þú sagt mér um Armeníu?

Armenía er í suðurhluta Kákasus og á landamæri að Georgíu, Aserbaídsjan, Tyrklandi og Íran. Það er minnst Kákasuslandanna, 29.800 km2 að flatarmáli, og jafnframt það þéttbýlasta, með rétt um 100 íbúa á hvern ferkílómetra. Armenía var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur á...

category-iconLæknisfræði

Hvað er klemmd taug og hverjar eru orsakirnar?

Taugar eru eins konar rafmagnskaplar gerðir úr mörgum taugaþráðum milli miðtaugakerfis (heila og mænu) og hinna ýmsu líffæra líkamans. Sumar taugar eru hreyfitaugar eða útsæknar taugar, sem flytja boð frá miðtaugakerfinu, til dæmis boð til vöðva um að hreyfa sig, til kirtla um að seyta afurðum sínum eða til hjarta...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Náði Hitler að ráðast inn í Moskvu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um innrás Hitlers í Moskvu? Í bók sinni og pólitískri stefnuyfirlýsingu Mein Kampf (Baráttan mín) hafði Hitler gefið út að til þess að þýska ríkið gæti dafnað og þrifist þá þyrfti það að stækka. Til þess horfði hann til Austur-Evrópu. Hitler leit svo...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers konar markaðir eru votmarkaðir í Kína?

Svokallaðir „votmarkaðir“ hafa oft verið nefndir í tengslum við uppruna COVID-19-kórónuveirufaraldursins í Wuhan í Kína. Heiti þetta virðist hafa fyrst komið fram á ensku sem „wet markets“ og vísar aðallega til þess að gólf á slíkum mörkuðum eru að öllu jöfnu vot. Um er að ræða hefðbundna matarmarkaði þar sem sala...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?

Sú söguskoðun að einokunarverslun Dana hafi verið Íslendingum slæm og ein helsta orsök fátæktar og vanþróunar á Íslandi hefur verið mjög lífseig. Hún á rætur að rekja til þjóðernislegrar sagnritunar sem spratt upp úr sjálfstæðisbaráttunni, í lok nítjándu aldar og á fyrri hluta tuttugustu aldar, þar sem Dönum var k...

category-iconStjórnmálafræði

Til hvers var öðrum viðaukanum bætt við bandarísku stjórnarskrána og hvaða gildi hefur hann í dag?

Í formála bandarísku stjórnarskrárinnar er markmiðum hennar lýst með þessum orðum: Vér Bandaríkjamenn setjum og samþykkjum þessi grundvallarlög fyrir Bandaríki Ameríku í þeim tilgangi að koma á fullkomnara sambandsríki, stuðla að réttlæti, tryggja landsfriðinn, sjá fyrir sameiginlegum landvörnum, efla almenna velf...

Fleiri niðurstöður