Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 322 svör fundust
Hvers vegna sýður egg fyrr í söltu vatni en venjulegu kranavatni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tekur það skemmri tíma fyrir egg að sjóða í sjó en í hreinu vatni? Hvað gerir seltan? Uppleyst salt í vatni breytir ýmsum eiginleikum vatnsins, til dæmis bæði suðumarki og frostmarki þess en einnig eðlisvarma vatnsins. Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til ...
Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?
Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viður...
Hvert er elsta handrit eða handritsbrot af Egils sögu sem til er?
Elsta heillega handrit Egils sögu, þótt dálítið vanti í textann, er Möðruvallabók, AM 132 fol. Talið er að handritið sé skrifað um 1350; 1320-50 segir Jón Helgason en aðrir telja að það gæti verið eitthvað yngra. Til eru nokkur brot úr handritum af Egils sögu sem eru eldri en Möðruvallabók. Elst þessara brota ...
Hvað eru óseyrar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru óseyrar og hvar eru stærstu óseyrar í heimi? Óseyri er tungulaga setmyndun, gerð úr efni sem flust hefur til sjávar eða stöðuvatns með straumvatni og sest til við strönd, aðallega undir vatnsborðinu en að nokkru leyti ofan þess. Á mörgum erlendum tungum er orðið ...
Af hverju er vatn vökvi við stofuhita en vetni og súrefni lofttegundir?
Vatn hefur sameindaformúluna (e. molecular formula) H2O. Bókstafurinn H stendur fyrir vetni og O fyrir súrefni. Vatn er því samsett úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bygging vatnssameindarinnar sést hér á myndinni fyrir neðan, hvor vetnisfrumeind binst súrefnisfrumeindinni með einu efnatengi o...
Hvernig lítur stjörnumerkið Pegasus út?
Í grískri goðafræði spratt Pegasus, Vængfákurinn, upp úr blóði Medúsu, sem Perseifur hafði orðið að bana. Vængfákurinn flaug strax til himna og settist síðar að á Helikon-fjalli þar sem hann skapaði uppsprettu Hippókrenesar, en þaðan kom innblástur skáldanna. Aþena tamdi að lokum villta hestinn og færði Beller...
Hvernig lítur stjörnumerkið Vogin út?
Vogin er eitt ógreinilegasta stjörnumerki dýrahringsins svonefnda. Engar goðafræðilegar sagnir eru taldar tengjast merkinu en þess má þó geta að vogin er tákn réttlætis. Hinn frægi forn-gríski stjörnufræðingur Ptólmæos sagði merkið vera hluta af Sporðdrekanum, klær hans, en stjörnurnar σ (Sigma) Librae, e...
Er til jurt í íslenskri flóru sem ekki vex villt annars staðar á jörðinni?
Ef við göngum út frá því að orðið jurt vísi hér til plöntutegundar í venjulegri merkingu þess orðs, þar sem tegundarhugtakið er notað í nokkuð víðri merkingu, er svarið við spurningunni nei. Allar íslenskar tegundir plantna eru til í öðrum löndum en Íslandi, einkum þó í norðlægum nágrannalöndum eins og Skandinaví...
Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvort átt er við villifé eða tamið sauðfé. Ef verið er að spyrja um hversu margar gerðir af villifé séu til þá er svarið eftirfarandi: Í Asíu voru til fjórar gerðir af villifé í árdaga. Ein þeirra var Bighorn eða stórhyrningur (Ovis canadensis) sem líklega lifði í au...
Er það rétt að kvikan sem undanfarið hefur komið upp á Reykjanesskaga sé ólík annarri kviku á skaganum?
Sennilega hefur 2021-hraunið við Fagradalsfjall verið ítarlegast rannskað allra hrauna á Reykjanesskaga, ekki síst vegna þess að á þeim 160 dögum sem gosið stóð voru reglulega tekin fersk sýni af hrauninu til greiningar. Þannig fékkst í fyrsta sinn í 780 ár tækifæri til að mæla þróun bergbráðar á Reykjanesskaga í ...
Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19?
Afbrigði veira eru skilgreind út frá mismun í erfðaefni þeirra.[1] Veirur fjölga sér kynlaust og stökkbreytingar sem verða í erfðaefni þeirra geta haft áhrif á hæfni þeirra í lífsbaráttunni. Þrátt fyrir dramatískt nafn eru stökkbreytingar aðeins frávik í erfðaefni sem geta haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á hæ...
Hver var Werner Heisenberg og hvert var hans framlag til vísindanna?
Þýski eðlisfræðingurinn Werner Heisenberg (f. 5.12. 1901 í Würzburg, d. 1.2. 1976 í München) var einn af brautryðjendum skammtafræðinnar og meðal fremstu vísindamanna á sinni tíð. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1932. Svonefnt óvissulögmál sem hann setti fram árið 1927 og við hann er kennt lýsir takm...
Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra?
Svokallaðir gullfiskar eru strangt til tekið aðeins ein tegund, Carassius auratus, en sú venja hefur skapast að kalla alla gulllitaða fiska í fiskabúrum og tjörnum þessu nafni. Gullfiskar tilheyra ætt karpa (Cyprinidae) og upprunalega lifa þeir villtir í vötnum og ám í Austur-Asíu. Náttúrulegir gullfiskar eru ...
Hver er munurinn á herlögum og neyðarlögum?
Þessi hugtök eru ekki mjög nákvæmlega afmörkuð en á þeim er þó ákveðinn munur. Þegar herlögum er beitt tekur herlið viðkomandi þjóðar að miklu eða öllu leyti yfir starfsemi hefðbundinna stjórnvalda og fær mikil völd í hendur. Herlögum er yfirleitt beitt í tengslum við átök, hvort sem er innanlands eða við aðrar þj...
Eru til tvíhöfða dýr önnur en stökkbreytt afbrigði?
Undir venjulegum kringumstæðum hafa öll dýr sem á annað borð eru með höfuð aðeins eitt. Frávik frá þessu eru vegna stökkbreytinga. Fundist hafa dýr eins og þessi naðra af tegundinni Elaphe scalaris sem geta þrifist með tvo hausa. Hún fannst á Spáni og var þá orðin tveggja mánaða gömul og hafði náð 20 cm lengd. ...