Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4560 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju er blóð?

Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðvökvinn er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins. Þetta er gulleitur vökvi sem er að mestu leyti vatn en inniheldur líka mörg mikilvæg efni svo sem sölt, fæðuefni, úrgangsefni og blóðvökvaprótín sem koma mikið við sögu við storkun blóðs. Blóðfrum...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju koma haustlitirnir?

Hér er einnig svarað spurningunni Hver er gerð og hvert er hlutverk litarefna í plöntum? Haustlitir eru aðallega af tveimur efnahópum: karóteníðar og antósíanín. Til fyrri hópsins, karóteníða, teljast aðallega gul (xantófíl) og appelsínugul (karótín) litarefni en einnig er til rautt litarefni í þessum hópi e...

category-iconLífvísindi: almennt

Á hverju nærast tré?

Tré nærast á samskonar efnum og þú og ég, einkum kolvetnissamböndum, en einnig fitum og próteinum. Munurinn er sá að trén framleiða þessi efni sjálf í laufblöðum sínum úr koltvísýringi sem laufblöðin „anda“ til sín úr andrúmsloftinu og vatni sem ræturnar taka upp úr jarðveginum og er síðan flutt upp í laufb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju syngja fuglar?

Á vorin vaknar náttúran hér á landi úr vetrardvala og í langflestum húsagörðum í Reykjavík ómar þá fuglasöngur. Á Suðvesturlandi eru fyrirferðamestu garðsöngvararnir skógarþrestir (Turdus iliacus) og starrar (Sturnus vulgaris). En hvað býr að baki áköfum söngvum þessara fugla? Mest er um fuglasöng á pörunartím...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju mjálma kettir?

Í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð? er sagt frá nokkrum hljóðum sem kettir gefa frá sér og sennilegri merkingu þeirra. Þegar kattareigendur og aðrir fylgjast með ólíkum blæbrigðum mjálms, verður þeim ljóst að kötturinn er að reyna að tjá sig...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju verða stökkbreytingar?

Hér er einnig svar við spurningunni: Eru stökkbreytingar hagstæðar eða óhagstæðar? Stökkbreytingar eru í víðasta skilningi allar arfgengar breytingar á erfðaefni lífvera. Þær eru gjarnan flokkaðar í tvo meginflokka. Annars vegar genabreytingar sem eru breytingar á einstökum genum og hins vegar litningabreytingar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju hóstar maður?

Hósti er kröftug skyndileg útöndun til að losa öndunarveginn við slím, vökva eða agnir. Hósti stafar af krampakenndum samdráttum í brjóstholi og fer oftast af stað vegna þess að slím hefur safnast fyrir. Slímið er myndað af slímkirtlum í yfirborðsþekju öndunarvegarins. Í það festast agnir, til dæmis óhreinind...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Úr hverju er Plútó?

Talið er að innstu 300-500 km Plútós séu úr grjóti sem ef til vill sé blandað vatni og ís. Þar fyrir utan er líklega þykkt íslag, en ein kenning gerir ráð fyrir lagi af lífrænu efni fyrir utan grjótkjarnann. Nánar er fjallað um Plútó í þessum svörum:Á plánetan Plútó systurplánetu/hnött? Er Plútó ennþá flokkuð s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju er húðin?

Húðin er úr nokkrum mismunandi vefjum. Yst er þunnt hornlag sem er að mestu gert úr þekjuvefsfrumum. Frumurnar eru dauðar yst á hornlaginu en dýpra eru þær lifandi og skipta sér stöðugt og endurnýja þannig ysta lagið. Húðfruma lifir að meðaltali í 20-50 daga. Hornlagið gegnir meðal annars því hlutverki að v...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er vatn?

Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O. Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þe...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er stál?

Stál er blanda járns og kolefnis og stundum fleiri frumefna. Kolefnisinnihald í stáli er á bilinu 0,1% - 2%. Ef kolefnisinnihald í blöndunni fer yfir 2% kallast efnið steypujárn, pottur eða pottjárn. Þá er það stökkt og ekki er hægt að hamra það til eins og stál og járn. Stál hefur margþætt notagildi, það er no...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er blý?

Blý er eitt frumefnanna en svo nefnast þau efni sem öll önnur efni eru samsett úr. Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 talsins. Grunneining frumefna nefnist atóm sem merkir ódeilanlegt en eitt sinn töldu menn að atómið, á íslensku frumeind, væri smæsta byggingareining efnis. Öllum frumefnum er rað...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr hverju er strokleður?

Strokleður (e. rubber, eraser) er ekki gert úr leðri eins og kannski mætti giska á út frá nafninu heldur er uppistaðan oft gúmmí blandað jurtaolíu, fínum vikri og brennisteini. Þessi blanda er pressuð saman og vúlkaníseruð, en svo kallast hitameðferð sem notuð er til að herða gúmmí og gera það fjaðurmagnað. Nú or...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju er mannslíkaminn?

Meginuppistaða mannslíkamans eru fjögur frumefni. Fyrst má nefna súrefni (O) sem er um 65% af heildarmassa okkar. Hátt hlutfall súrefnis þarf ekki að koma á óvart þar sem um 60% af líkamsþyngd okkar er vatn en súrefni ásamt vetni mynda vatn. Næst á eftir súrefni kemur kolefni (C) en það er um 18,5% af líkamsþy...

category-iconLífvísindi: almennt

Úr hverju er laufblað?

Laufblöð eru samsett úr nokkrum lögum en þau eru efri yfirhúð (e. upper epidermis), stafvefur (e. palisade layer), svampvefur (e. spongy layer) og neðri yfirhúð (e. lower epidermis). Efst er efri yfirhúð og frumur hennar eru þaktar með vaxkenndum hjúp eða vaxlagi til þess að draga úr vatnstapi. Frumurnar í efr...

Fleiri niðurstöður