Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 241 svör fundust
Er ENNÞÁ rangt að nota orðið „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?
Við höfum fjallað um þessar orðmyndir í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva? Niðurstaðan í því svari er skýr og afdráttarlaus um það að nýyrðið sem um ræðir er „tölva“ og ekki „talva“. Það virðist vaka fyrir spyrjanda að atriði eins og þetta geti breyst með tímanum. ...
Hvernig varð íslenskan til?
Þegar Ísland tók að byggjast á 9. öld komu flestir landnámsmanna frá Noregi og tóku sumir á leiðinni þræla á Írlandi. Fyrstu aldirnar var sama tunga töluð á Íslandi og í Noregi þannig að lítill munur var á og orðaforðinn var að mestu norrænn fyrir utan fáein keltnesk tökuorð. Þetta hélst að mestu fram á 13. öl...
Hvernig framleiða slöngur eitur og hvaðan kemur það?
Í eiturkirtli slangna eru frumur af þremur gerðum sem sjá um að framleiða eitur. Þetta eru svokallaðar basal-frumur, hvatberaríkar frumur sem samanstanda af keilulaga hvatberum og loks seytfrumur sem sjá um að seyta eitrinu úr kirtlinum. Rannsóknir benda til þess að eiturkirtlarnir stjórni eiturframleiðslunni ó...
Hvað er danskt fet margir sentímetrar?
Eins og fram kemur í Almanaki Háskólans og víðar er danskt fet 31,39 cm. Það er þannig ívið lengra en bresk-bandarískt fet (foot, fleirtala feet, skammstafað ft) sem er 30,48 cm. Tvö dönsk fet eru í danskri alin sem er 62,77 cm. Í bresk-bandarísku feti eru 12 þumlungar eða tommur (inch, fleirtala inches, skammstaf...
Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, mjólk flóðhesta er bleik á litinn! Þessi kálfur hefur gætt sér á bleikri mjólk! Flóðhestar seyta tveimur merkilegum efnasamböndum úr húðinni. Þau eru það einstök í dýraríkinu að þau bera heiti flóðhesta. Þetta eru efnin hipposudoric-sýra og norhipposudoric-sýra. Efn...
Ísbirnir eru af bjarnarætt en hver er ættkvísl þeirra?
Rétt er það hjá spyrjandanum að ísbirnir (Ursus maritimus) eru af ætt bjarndýra (Ursidae) sem er ein af ellefu ættum innan ættbálks rándýra (Carnivora). Ættkvíslin er, eins og sést á fræðiheitinu hér að ofan, Ursus. Fimm aðrar tegundir bjarndýra tilheyra þessari sömu ættkvísl. Þær eru skógarbjörninn (Ursus arctos)...
Hvaða gagn er að prímtölum?
Prímtölur eru tölur sem er ekki hægt að leysa upp í eiginlega þætti. Engin tala gengur upp í prímtölu nema hún sjálf og 1, sem er hlutleysa og hefur engin áhrif í margföldun. Oft getur verið þægilegt að fást við tölur sem margar aðrar tölur ganga upp í. Það á til dæmis við töluna 60. Tölurnar 2, 3, 4, 5, 6, 10...
Hvernig kúka slöngur, eru þær með afturenda?
Slöngur (Serpentes) hafa afturenda og á honum er líkamsop þar sem úrgangur berst út. Afturendi slanga er ólíkur afturenda manna og annarra spendýra. Hann nefnist réttu nafni þarfagangur (lat. cloaca). Afturendi slanga nefnist þarfagangur. Hjá slöngurm berst saur í gegnum stórgirni, líkt og í spendýrum, og það...
Er til algild fegurð?
Fegurð hefur verið mjög umdeilt hugtak. Auðvitað er mismunandi hvað fólki finnst vera fallegt og hvað því finnst ljótt. En fegurðin er bara hugtak sem fer eftir tíðaranda samfélagsins. Skilgreining fegurðarinnar hefur líka breyst í aldanna rás. Ef til dæmis er horft á málverk sem voru gerð á barrokktímanum og...
Hvenær var smokkurinn fundinn upp?
Óvíst er hvenær smokkurinn var fyrst fundinn upp. Þó er víst að ýmsir hlutir hafa verið notaðir í aldanna rás til að þekja getnaðarlimi í þeim tilgangi að vernda gegn þungun og sýkingum og til skrauts og örvunar. Nokkurs konar slíður til að setja á getnaðarlim var notað af egypskum karlmönnum um 1350 fyrir Krist. ...
Til hvers er meyjarhaft?
Masters, Johnson og Kolodny (1982) halda því fram að meyjarhaftið (hymen) gegni engu sérstöku hlutverki. Hins vegar hafi það í tímans rás verið konum mikilvægt að geta fært sönnur á meydóm sinn með óspjölluðu meyjarhafti. Segja má að hlutverk meyjarhaftsins í því samhengi sé að veita fyrirstöðu við fyrstu samfarir...
Hvað þýðir að eitthvað sé yfir höfuð?
Orðasambandið yfir höfuð er fengið að láni úr dönsku. Þar er það notað í tvenns konar merkingu, annars vegar neitandi eða spyrjandi, það er ‛alls ekki’ eða ‛yfirleitt’, „jeg er overhovedet ikke enig“, „ég er alls ekki (yfir höfuð ekki) sammála“, eða „har hun overhovedet sagt noget?“ „hefur hún yfirleit...
Er einhver munur á forngrísku og nýgrísku?
Forngríska er töluvert frábrugðin nýgrísku, það er að segja þeirri grísku sem er töluð í dag. Grikkir skilja yfirleitt ekki forngríska texta nema þeir hafi lært að lesa forngrísku í skóla en reyndar læra öll grísk börn einhverja forngrísku í skólanum. Sömu sögu er að segja af Ítölum og öðrum þeim sem tala rómönsk ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ívar Örn Benediktsson rannsakað?
Ívar Örn Benediktsson er sérfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans og aðjúnkt við jarðvísindadeild. Rannsóknir hans eru á sviði ísaldar- og jöklajarðfræði og snúa einkum að landmótun jökla og vexti þeirra og hnignun í tíma og rúmi vegna loftslagsbreytinga. Megináhersla Ívars hefur verið á nútímajökulumhve...
Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa reglur um sögnina að hlakka til breyst í tímanna rás. Var t.d. einhvern tímann rétt að segja "mig hlakkar til"?Sögnin að hlakka hefur allt frá fornu máli verið notuð í fleiri en einni merkingu. Í fyrsta lagi um garg eða gjall í ránfugli, örninn hlakkar yfir bráðinni. Í ...