Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 52 svör fundust
Hvernig getur hugtakið „óendanlegt“ staðist? Allt hlýtur að eiga upphafs- og endapunkta?
Flestum þykir okkur erfitt að skilja til fulls hugtakið óendanlegt. Þegar allt kemur til alls virðast þó ekki aðrir kostir í boði en að gera okkur það að góðu þar sem það stenst engan veginn að allt sé endanlegt. Hugsum okkur til dæmis jafn einfaldan hlut og að telja. Fyrst eftir að barn lærir að telja heldur þ...
Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða, til dæmis að búa til vél sem getur það?
Samkvæmt afstæðiskenningunni ber allt að sama brunni um það að massi eða orka getur ekki farið hraðar en ljósið. Þetta kemur fram í ýmsum einstökum atriðum í kenningunni. Þegar takmarkaða afstæðiskenningin er byggð upp eða rökstudd frá grunni er venjulega byrjað á svokölluðum jöfnum Lorentz sem lýsa því hverni...
Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni?
Geislun má flokka á ýmsan veg í misjafnlega marga flokka og undirflokka, til dæmis eftir eðli geislunarinnar, uppruna hennar eða áhrifum á efnið sem hún fer um. Ef flokkað er eftir eðli er til tvenns konar geislun, annars vegar rafsegulgeislun (electromagnetic radiation; til dæmis ljósgeislun) og hins vegar gei...
Ef ég færi til tunglsins á meira en ljóshraða, lenti þar og nyti útsýnisins, sæi ég þá ekki sjálfa mig koma?
Eins og fram kemur í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum er alger ógerningur samkvæmt eðlisfræði nútímans að ferðast hraðar en ljósið fer í tómarúmi. Tunglferð eins og spyrjandi hugsar sér er því óhugsandi. Eins og spurningin hljóðar geta vísindi nútímans ekkert sagt um hana annað en það. Hitt er annað mál að vi...
Hversu miklu þyngra vegur fullhlaðin 1,5 volta rafhlaða en óhlaðin?
Spyrjandi hefur væntanlega fylgst vel með svörum okkar hér á Vísindavefnum. Hann veit að hlaðin rafhlaða býr yfir meiri orku en óhlaðin og vill því vita hver massamunurinn sé samkvæmt jöfnu EinsteinsE = m c2Þetta er allt saman alveg hárrétt hugsað: Samkvæmt þessu á orkumunur að svara til massamunar og öfugt. Hins ...
Hvernig get ég búið til rafmagn heima hjá mér með einhverju sem er til á öllum heimilum?
Við höfum áður fjallað töluvert um rafmagn á Vísindavefnum, meðal annars í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er rafmagn? Þar segir meðal annars þetta:Orðið rafmagn er haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra. Rafhleðsla (e. electric charge) er einn af grundvall...
Hvað er jáeind?
Óvíst er að lesandinn telji sig miklu nær þó að við segjum að jáeindin (e. positron) sé, eftir því sem best er vitað, andeind rafeindarinnar. En í því felst meðal annars að: jáeindin er öreind (e. elementary particle), ekki samsett úr öðrum (smærri) eindum. hún er létteind (e. lepton), sem þýðir að hún tek...
Þróast vestræn vísindi í átt að yogaheimspeki? Ef svo er hve langt er í það að þessi vísindi nái saman?
Aðferð vestrænna vísinda og hugmynd þeirra um viðfangsefni sín eru allar aðrar en yogaheimspekinnar indversku. Ýmsir hafa orðið til að benda á samsvörun í niðurstöðum vísindalegra athugana og þess kerfis sem vísindin hafa smíðað um heiminn annars vegar og helgisagna og heimshugmynda austrænna siða hins vegar. ...
Hvað er rafhleðsla?
Spyrjandi segir í skeyti til svarshöfundar:Ég var að lesa svar þitt við spurningunni: Hvað er rafmagn? á Vísindavefnum. Ég þakka svarið en fannst þú ekki komast að kjarnanum í spurningunni vegna þess að í svarinu gerir þú ráð fyrir að rafhleðslur séu staðall. Spurningin var hins vegar um hvað þetta fyrirbæri sé. Þ...
Hvaða manngerða farartæki hefur komist hraðast?
Hraðskreiðasta farartæki sem gert hefur verið af mönnum er geimfarið Voyager 1 sem hefur verið á leið út að endimörkum sólkerfisins í um aldarfjórðung. Voyager 1 opnaði nýja sýn í heimi stjörnufræðinnar þegar hann flaug framhjá Júpíter og Satúrnus og Voyager 2 gerði slíkt hið sama þegar hann flaug framhjá Úran...
Hvað er rafmagn?
Margir spyrjendur hafa sent okkur þessa spurningu eða eitthvað henni líkt. Eðlilegt er að fólk velti þessu fyrir sér þar sem rafmagn (e. electricity) er annars vegar svo algengt og mikilvægt í lífi okkar en hins vegar hálfpartinn ósýnilegt og ekki algengt í náttúrunni. Þannig er það líklega torskildara fyrir flest...
Hefur ljóseind massa og þyngd?
Ljóseindir eru massalausar. Það er líka eins gott því að annars gætu þær ekki ferðast á ljóshraða! Hins vegar má segja að ljóseindir hafi þyngd því að ljósgeisli sveigir í þyngdarsviði.Fyrst er rétt að átta sig á muninum á massa og þyngd með því að lesa svar Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við sp...
Hver er afstaða vísindanna til tilvistar hraðeinda (tachyons), er hún sönnuð eða bara kenning? Eru til einhverjar kenningar um beislun orkunnar sem þær eru sagðar búa yfir?
Í þessu svari eftir Þorstein Vilhjálmsson er afstaða vísindanna til tachyon-einda, eða hraðeinda, útskýrð. Þorsteinn bendir á að hraðeindir víxlverka ekki við annað efni ef þær eru til á annað borð og við verðum þeirra því ekki vör. Þetta þýðir einnig að ekki er hægt að nota þær til orkuvinnslu því engin leið er a...
Hvað er Higgs-bóseind og hvers vegna er hún stundum kölluð Guðseindin (God particle)?
Higgs-bóseindin er ein af þeim öreindum sem mynda hið viðtekna líkan öreindafræðinnar (e. the standard model), rétt eins og ljóseindir, rafeindir og kvarkar. Ólíkt rafeindum og kvörkum hefur Higgs-bóseindin þó aldrei sést í tilraunum og því er strangt til tekið ekki víst að hún sé til! Öllum öreindum má s...
Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?
Spyrjandi bætir við að spurningin sé borin upp vegna hugleiðinga um óvissulögmál Heisenbergs.Svarið er nei; ef svo væri þá mætti einnig halda því fram að hraðann væri hægt að ákvarða eins nákvæmlega og við vildum með betri og betri mælingum. Spurningar sem þessi vakna oft þegar reynt er að horfa á skammtafræði ...