Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6089 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?

Svar við þessari spurningu birtist fyrst 27.2.2015. Það var skrifað án þess að tími gæfist til að kanna málið vel og þess vegna er hér önnur útgáfa af svarinu. Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, við erum nokkur ósammála um hvenær þessi fundur á að vera: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem v...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að skrifa fyrirfram eða fyrir fram?

Upphafleg spurning var sem hér segir: Er orðið fyrirfram/fyrir fram skrifað í einu eða tveimur orðum? Íslenskukennarar í MR og Orðabók Háskólans virðast ekki vera sammála um það. Í auglýsingu um íslenska stafsetningu, sem birt var í Stjórnartíðindum B, nr. 132/1974, stendur í 37. grein: Þegar atviksorð er til orði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: „Hann (hún) lést fyrir aldur fram árið ... aðeins ... ára að aldri“ „Hann (hún) lést um aldur fram árið... aðeins ... ára að aldri“ Með ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, við erum nokkur ósammála um hvenær þessi fundur á að vera: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem vera átti nk. föstudag 27. febrúar hefur verið færður FRAM um viku og verður haldinn föstudaginn 6. mars kl 15:15. Ég vildi hafa þetta: Starfsmanna- og kennaraf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?

Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni: Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri. Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara hreindýratalningar fram?

Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal ...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig fer nautaat fram?

Nautaat er athöfn sem tíðkast í sumum löndum Suður-Evrópu og Suður-Ameríku þar sem nautum og mönnum er att saman á leikvöngum og í hringleikahúsum. Til eru nokkur afbrigði nautaata sem eru breytileg eftir löndum og héruðum; til dæmis eru nautaöt í Portúgal, sumum héruðum Suður-Frakklands og í Baskalandi ekki sami ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig fer ofnæmispróf fram?

Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að t...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig fóru heiðin jól fram?

Engar samtímaheimildir eru til um heiðið jólahald. Elstu lýsingar eru skráðar af kristnum höfundum tveim öldum eftir að heiðinn siður var afnuminn. Ekki er þorandi að treysta á að þær lýsingar séu með öllu óhlutdrægar. Norræn jól voru í öndverðu skammdegishátíð, en þær hafa þekkst um víða veröld og gegna andlegri ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?

Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirle...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig sýndi Darwin fram á þróunarkenninguna?

Charles Darwin (1809-1882) var ungur og óreyndur guðfræðingur með áhuga á náttúrufræði þegar hann réð sig sem náttúrufræðingur í leiðangur kringum hnöttinn með skipi hennar hátignar, The Beagle eða Veiðihundinum. Áhöfn skipsins var ætlað að gera ýmiss konar athuganir og mælingar í ferðinni sem stóð yfir frá 1831-1...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara minkaveiðar fram á Íslandi?

Minkar eru veiddir til þess að draga úr því tjóni sem þeir geta valdið. Veiðar hófust fljótlega eftir að minkar fóru að breiðast um landið en árið 1939 var byrjað að greiða verðlaun fyrir veiðarnar úr opinberum sjóðum. Nú er fyrirkomulag minkaveiða oftast þannig að umhverfisráðuneytið gefur út viðmiðunartaxta ...

category-iconÞjóðfræði

Vitið þið hvernig flekaveiðar fóru fram?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Getið þið fundið út hvernig svokallaðar flekaveiðar fóru fram? Flekaveiðar eru taldar hafa byrjað við Drangey og þar voru þær stundaðar um aldir og er þeim því hér lýst eins og þær fóru fram þar. Sú munnmælasaga hefur gengið í Skagafirði að flekaveiðar við Drangey m...

category-iconLæknisfræði

Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram?

Sýnataka úr æxli eða meinvarpi er nauðsynleg til greiningar á lungnakrabbameini. Auk hefðbundinnar vefjagreiningar er nauðsynlegt að sýnið sé nægilega stórt þannig að hægt sé að gera á því ónæmis-, sameinda- og stökkbreytingarannsóknir, sérstaklega ef fyrirhuguð er krabbameinslyfjameðferð. Berkjuspeglun nýtist ...

Fleiri niðurstöður