Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana?

Hafsteinn Þór Hauksson

Starfsstjórn er ríkisstjórn sem starfar áfram að beiðni forseta Íslands eftir að forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir hennar hönd.

Á Íslandi gildir svokölluð þingræðisregla. Það þýðir að meirihluti þingmanna getur á hverjum tíma vikið ríkistjórninni frá völdum með því að lýsa yfir vantrausti sínu á hana. Til þess að ríkisstjórn geti setið að völdum verður hún því að njóta stuðnings meirihluta þingsins. Þetta gildir hvort sem um er að ræða svokallaða meirihlutastjórn, þar sem flokkar með meirihluta þingmanna að baki sér eiga beina aðild að stjórninni, eða minnihlutastjórn, þar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta á þingi en eru varðir vantrausti af þingmönnum annars eða annarra flokka.

Forseti Íslands skipar ráðherrana og veitir þeim lausn, sbr. 15. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar fyrir liggur að ríkisstjórn nýtur ekki lengur stuðnings meirihluta þingmanna, hvort sem er einhvern tíma á kjörtímabilinu eða eftir að kosningar hafa farið fram, gengur forsætisráðherra á fund forseta Íslands og biðst lausnar fyrir hönd sína og ráðuneyti sitt. Hafi ekki þegar myndast nægur stuðningur við nýja ríkisstjórn er hefð fyrir því að forseti Íslands fallist á lausnarbeiðnina en óski jafnframt eftir því að ríkisstjórnin sitji áfram að störfum sem starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. Þetta er gert til þess að landið verði ekki án ríkisstjórnar.

Starfsstjórn er ríkisstjórn sem starfar áfram að beiðni forseta Íslands eftir að forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir hennar hönd. Starfsstjórnir eru ekki líklegar til þess að setja ný umdeild mál á dagskrá þingsins en engar skýrar stjórnskipunarreglur takmarka þó valdheimildir ráðherra í starfsstjórn umfram það sem gildir um ráðherra í öðrum ríkisstjórnum.

Myndun nýrrar ríkisstjórnar getur tekið nokkurn tíma og því getur starfsstjórnin setið að völdum í nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Áhöld eru um það hvort forsætisráðherra sé skylt að verða við beiðni forseta Íslands um að starfa áfram í starfsstjórn en ljóst er að ráðherrar yrðu ekki þvingaðir til slíks til langs tíma. Yrði þá að grípa til annarra úrræða, jafnvel myndun svokallaðrar utanþingsstjórnar.

Ljóst er að starfsstjórn er að ýmsu leyti í annarri pólitískri stöðu en ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta þingmanna. Í ljósi þess að hún nýtur ekki sama þinglega umboðs og er aðeins ætlað að starfa til bráðabirgða þar til mynduð hefur verið ný ríkisstjórn er jafnan litið svo á að hennar hlutverk sé aðeins að tryggja stjórnskipulega festu. Hún sinni því einungis þeim verkefnum sem nauðsynlegt er að sinna svo landið sé ekki stjórnlaust. Starfsstjórnir eru því ekki líklegar til þess að setja ný umdeild mál á dagskrá þingsins. Hvað sem þessu líður eru engar skýrar stjórnskipunarreglur sem takmarka valdheimildir ráðherra í starfsstjórn umfram það sem gildir um ráðherra í öðrum ríkisstjórnum.

Heimildir:
  • Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur: Undirstöður og handhafar ríkisvalds (Reykjavík, Bókaútgáfan Codex 2022).
  • Björn Bjarnason: „Um Starfsstjórnir“, Tímarit lögfræðinga, 1. tölubl. 1979.
  • Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun Íslands (Reykjavík, Hlaðbúð 1960).

Myndir:

Höfundur

Hafsteinn Þór Hauksson

dósent í almennri lögfræði og stjórnskipunarrétti

Útgáfudagur

18.10.2024

Spyrjandi

Daníel Þ.

Tilvísun

Hafsteinn Þór Hauksson. „Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana?“ Vísindavefurinn, 18. október 2024, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87134.

Hafsteinn Þór Hauksson. (2024, 18. október). Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87134

Hafsteinn Þór Hauksson. „Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2024. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87134>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana?
Starfsstjórn er ríkisstjórn sem starfar áfram að beiðni forseta Íslands eftir að forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir hennar hönd.

Á Íslandi gildir svokölluð þingræðisregla. Það þýðir að meirihluti þingmanna getur á hverjum tíma vikið ríkistjórninni frá völdum með því að lýsa yfir vantrausti sínu á hana. Til þess að ríkisstjórn geti setið að völdum verður hún því að njóta stuðnings meirihluta þingsins. Þetta gildir hvort sem um er að ræða svokallaða meirihlutastjórn, þar sem flokkar með meirihluta þingmanna að baki sér eiga beina aðild að stjórninni, eða minnihlutastjórn, þar sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta á þingi en eru varðir vantrausti af þingmönnum annars eða annarra flokka.

Forseti Íslands skipar ráðherrana og veitir þeim lausn, sbr. 15. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar fyrir liggur að ríkisstjórn nýtur ekki lengur stuðnings meirihluta þingmanna, hvort sem er einhvern tíma á kjörtímabilinu eða eftir að kosningar hafa farið fram, gengur forsætisráðherra á fund forseta Íslands og biðst lausnar fyrir hönd sína og ráðuneyti sitt. Hafi ekki þegar myndast nægur stuðningur við nýja ríkisstjórn er hefð fyrir því að forseti Íslands fallist á lausnarbeiðnina en óski jafnframt eftir því að ríkisstjórnin sitji áfram að störfum sem starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. Þetta er gert til þess að landið verði ekki án ríkisstjórnar.

Starfsstjórn er ríkisstjórn sem starfar áfram að beiðni forseta Íslands eftir að forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir hennar hönd. Starfsstjórnir eru ekki líklegar til þess að setja ný umdeild mál á dagskrá þingsins en engar skýrar stjórnskipunarreglur takmarka þó valdheimildir ráðherra í starfsstjórn umfram það sem gildir um ráðherra í öðrum ríkisstjórnum.

Myndun nýrrar ríkisstjórnar getur tekið nokkurn tíma og því getur starfsstjórnin setið að völdum í nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Áhöld eru um það hvort forsætisráðherra sé skylt að verða við beiðni forseta Íslands um að starfa áfram í starfsstjórn en ljóst er að ráðherrar yrðu ekki þvingaðir til slíks til langs tíma. Yrði þá að grípa til annarra úrræða, jafnvel myndun svokallaðrar utanþingsstjórnar.

Ljóst er að starfsstjórn er að ýmsu leyti í annarri pólitískri stöðu en ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta þingmanna. Í ljósi þess að hún nýtur ekki sama þinglega umboðs og er aðeins ætlað að starfa til bráðabirgða þar til mynduð hefur verið ný ríkisstjórn er jafnan litið svo á að hennar hlutverk sé aðeins að tryggja stjórnskipulega festu. Hún sinni því einungis þeim verkefnum sem nauðsynlegt er að sinna svo landið sé ekki stjórnlaust. Starfsstjórnir eru því ekki líklegar til þess að setja ný umdeild mál á dagskrá þingsins. Hvað sem þessu líður eru engar skýrar stjórnskipunarreglur sem takmarka valdheimildir ráðherra í starfsstjórn umfram það sem gildir um ráðherra í öðrum ríkisstjórnum.

Heimildir:
  • Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur: Undirstöður og handhafar ríkisvalds (Reykjavík, Bókaútgáfan Codex 2022).
  • Björn Bjarnason: „Um Starfsstjórnir“, Tímarit lögfræðinga, 1. tölubl. 1979.
  • Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun Íslands (Reykjavík, Hlaðbúð 1960).

Myndir:...