Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 17:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:31 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:09 • Síðdegis: 15:52 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 17:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:31 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:09 • Síðdegis: 15:52 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu algengt er lungnakrabbamein?

Hrönn Harðardóttir og Tómas Guðbjartsson

Á Íslandi er lungnakrabbamein annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Á árinu 2020 greindust í kringum 170 einstaklingar með meinið en sama ár lést 121 einstaklingur úr sjúkdómnum,[1] sem eru fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem lést úr brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbameini hérlendis.[2][3] Sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur undir fertugu en upp frá miðjum aldri hækkar nýgengið hratt hjá báðum kynjum og eru flestir sem greinast um sjötugt.

Nýgengi lungnakrabbameins hefur aukist frá því skipulögð skráning krabbameina hófst hér á landi árið 1955 þar til 1980 að draga fór úr því. Síðustu tvo áratugina hefur nýgengið síðan lækkað hjá báðum kynjum, sem aðallega skýrist af minni reykingum.[4] Er aldursstaðlað nýgengi nú 47,8/100.000 karlar, sem er ívið lægra en fyrir íslenskar konur, þar sem það er 61,8 fyrir hverjar 100.000 konur.[5] Frá árinu 2018 er lungnakrabbamein algengara meðal kvenna en karla, sem er óvenjulegt á heimsvísu.[6] Reyndar er nýgengi lungnakrabbameins á meðal íslenskra kvenna með því hæsta sem þekkist, og má skýra með útbreiddum reykingum íslenskra kvenna upp úr síðari heimsstyrjöld, líkt og sást hjá stallsystrum þeirra í Bandaríkjunum.

Nýgengi lungnakrabbameins á Íslandi fyrir konur og karla. Byggt á gögnum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands.

Ef tekið er mið af þróun nýgengis lungnakrabbameins og reykingavenjum Íslendinga mun aldursstaðlað nýgengi lungnakrabbameina halda áfram að lækka hjá bæði körlum og konum, en sennilega verður þróunin áfram hægari hjá konum en körlum.[7] Dánartíðni af völdum lungnakrabbameins er sömuleiðis lækkandi, en er engu að síður langhæst allra krabbameina hérlendis og leggur um 120 einstaklinga að velli árlega.[8] Lífshorfur sjúklinga hafa batnað og í dag má gera ráð fyrir að í kringum 20% þeirra séu á lífi fimm árum frá greiningu, sem er ívið hærra en í mörgum nágrannalöndum okkar.[9]

Tilvísanir:
  1. ^ Danckert B FJ, Engholm G, Hansen HL, Johannesen TB, Khan S, Køtlum JE, Ólafsdóttir E, Schmidt LKH, Virtanen A & Storm HH. NORDCAN. Version 8.2 (2019, 26. mars).
  2. ^ Hagstofa Íslands. https://hagstofa.is
  3. ^ Tryggvadóttir L, Ólafsdóttir E og Birgisson H. Krabbameinsskrá Íslands hjá Krabbameinsfélagi Íslands (2021, 30. mars).
  4. ^ Talnabrunnur Fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar (2020, 14. árgangur, 2. tölublað).
  5. ^ Danckert B FJ, Engholm G, Hansen HL, Johannesen TB, Khan S, Køtlum JE, Ólafsdóttir E, Schmidt LKH, Virtanen A & Storm HH. NORDCAN. Version 8.2 (26.03.2019).
  6. ^ Sharma R. Mapping of global, regional and national incidence, mortality and mortality- toincidence ratio of lung cancer in 2020 and 2050. Int J Clin Oncol. 2022;27(4): 665-675.
  7. ^ Tryggvadóttir L, Ólafsdóttir E og Birgisson H. Krabbameinsskrá Íslands hjá Krabbameinsfélagi Íslands (2021, 30. mars).
  8. ^ Tryggvadóttir L, Ólafsdóttir E og Birgisson H. Krabbameinsskrá Íslands hjá Krabbameinsfélagi Íslands (2021, 30. mars).
  9. ^ Danckert B FJ, Engholm G, Hansen HL, Johannesen TB, Khan S, Køtlum JE, Ólafsdóttir E, Schmidt LKH, Virtanen A & Storm HH. NORDCAN. Version 8.2 (2019, 26. mars).

Myndir:
  • Yfirlitsmynd: Lung Cancer on Chest X-Ray.jpg. Wikimedia Commons. Höfundur myndar James Heilman, MD. Birt undir CC BY-SA 4.0 leyfi. (Sótt 15.10.2024).
  • Graf: Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning, bls. 16.


Þetta svar er fengið úr bókinni Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning (ritstjóri Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra bókarinnar.

Höfundar

Hrönn Harðardóttir

lungnalæknir og doktorsnemi við læknadeild HÍ

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Útgáfudagur

21.10.2024

Spyrjandi

Erna, Ellen

Tilvísun

Hrönn Harðardóttir og Tómas Guðbjartsson. „Hversu algengt er lungnakrabbamein?“ Vísindavefurinn, 21. október 2024, sótt 22. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87102.

Hrönn Harðardóttir og Tómas Guðbjartsson. (2024, 21. október). Hversu algengt er lungnakrabbamein? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87102

Hrönn Harðardóttir og Tómas Guðbjartsson. „Hversu algengt er lungnakrabbamein?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2024. Vefsíða. 22. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87102>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu algengt er lungnakrabbamein?
Á Íslandi er lungnakrabbamein annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Á árinu 2020 greindust í kringum 170 einstaklingar með meinið en sama ár lést 121 einstaklingur úr sjúkdómnum,[1] sem eru fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem lést úr brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbameini hérlendis.[2][3] Sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur undir fertugu en upp frá miðjum aldri hækkar nýgengið hratt hjá báðum kynjum og eru flestir sem greinast um sjötugt.

Nýgengi lungnakrabbameins hefur aukist frá því skipulögð skráning krabbameina hófst hér á landi árið 1955 þar til 1980 að draga fór úr því. Síðustu tvo áratugina hefur nýgengið síðan lækkað hjá báðum kynjum, sem aðallega skýrist af minni reykingum.[4] Er aldursstaðlað nýgengi nú 47,8/100.000 karlar, sem er ívið lægra en fyrir íslenskar konur, þar sem það er 61,8 fyrir hverjar 100.000 konur.[5] Frá árinu 2018 er lungnakrabbamein algengara meðal kvenna en karla, sem er óvenjulegt á heimsvísu.[6] Reyndar er nýgengi lungnakrabbameins á meðal íslenskra kvenna með því hæsta sem þekkist, og má skýra með útbreiddum reykingum íslenskra kvenna upp úr síðari heimsstyrjöld, líkt og sást hjá stallsystrum þeirra í Bandaríkjunum.

Nýgengi lungnakrabbameins á Íslandi fyrir konur og karla. Byggt á gögnum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands.

Ef tekið er mið af þróun nýgengis lungnakrabbameins og reykingavenjum Íslendinga mun aldursstaðlað nýgengi lungnakrabbameina halda áfram að lækka hjá bæði körlum og konum, en sennilega verður þróunin áfram hægari hjá konum en körlum.[7] Dánartíðni af völdum lungnakrabbameins er sömuleiðis lækkandi, en er engu að síður langhæst allra krabbameina hérlendis og leggur um 120 einstaklinga að velli árlega.[8] Lífshorfur sjúklinga hafa batnað og í dag má gera ráð fyrir að í kringum 20% þeirra séu á lífi fimm árum frá greiningu, sem er ívið hærra en í mörgum nágrannalöndum okkar.[9]

Tilvísanir:
  1. ^ Danckert B FJ, Engholm G, Hansen HL, Johannesen TB, Khan S, Køtlum JE, Ólafsdóttir E, Schmidt LKH, Virtanen A & Storm HH. NORDCAN. Version 8.2 (2019, 26. mars).
  2. ^ Hagstofa Íslands. https://hagstofa.is
  3. ^ Tryggvadóttir L, Ólafsdóttir E og Birgisson H. Krabbameinsskrá Íslands hjá Krabbameinsfélagi Íslands (2021, 30. mars).
  4. ^ Talnabrunnur Fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar (2020, 14. árgangur, 2. tölublað).
  5. ^ Danckert B FJ, Engholm G, Hansen HL, Johannesen TB, Khan S, Køtlum JE, Ólafsdóttir E, Schmidt LKH, Virtanen A & Storm HH. NORDCAN. Version 8.2 (26.03.2019).
  6. ^ Sharma R. Mapping of global, regional and national incidence, mortality and mortality- toincidence ratio of lung cancer in 2020 and 2050. Int J Clin Oncol. 2022;27(4): 665-675.
  7. ^ Tryggvadóttir L, Ólafsdóttir E og Birgisson H. Krabbameinsskrá Íslands hjá Krabbameinsfélagi Íslands (2021, 30. mars).
  8. ^ Tryggvadóttir L, Ólafsdóttir E og Birgisson H. Krabbameinsskrá Íslands hjá Krabbameinsfélagi Íslands (2021, 30. mars).
  9. ^ Danckert B FJ, Engholm G, Hansen HL, Johannesen TB, Khan S, Køtlum JE, Ólafsdóttir E, Schmidt LKH, Virtanen A & Storm HH. NORDCAN. Version 8.2 (2019, 26. mars).

Myndir:
  • Yfirlitsmynd: Lung Cancer on Chest X-Ray.jpg. Wikimedia Commons. Höfundur myndar James Heilman, MD. Birt undir CC BY-SA 4.0 leyfi. (Sótt 15.10.2024).
  • Graf: Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning, bls. 16.


Þetta svar er fengið úr bókinni Lungnakrabbamein: Fræðslurit fyrir heilbrigðisstarfsfólk og almenning (ritstjóri Tómas Guðbjartsson). Reykjavík 2024. Svarið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra bókarinnar....