Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sveinbjörn Egilsson er hvað frægastur fyrir þýðingar sínar á Ilíonskviðu og Odysseifskviðu Hómers – hina fyrrnefndu þýddi hann bæði í bundnu og óbundnu máli – en þetta var engan veginn eina framlag hans til íslenskra þýðinga á forngrískum verkum. Hann þýddi einnig:
Nokkur lýrísk kvæði eftir Saffó, Anakreon, Þeókrítos og Moskos
Minnisverð samtöl Sókratesar, Austurför Kýrosar og Grikklandssögu eftir Xenófon
Nokkrar ræður eftir Platon (Kríton, Málsvörn Sókratesar, Alkibíades annan, Menon, Faidon)
Manngerðir eftir Þeófrastos
Pínax eftir (pseudo-)Kebes frá Þebu
Nokkrar ævisögur Plútarkosar („Þemistókles“, „Camillus“, „Fókíon“, „Alexander mikla“, „Júlíus Caesar“)
Prómeþeif, Tímon mannhatara, Karon eða áhorfendur, Drauminn, Sjógoðaræður og Ragnaræður eftir Lúkíanos
Sum þessara verka þýddi Sveinbjörn í heild sinni, en einungis nokkra kafla eða línur úr öðrum; flest voru þau að öllum líkindum ætluð til kennslu í Bessastaðaskóla (síðar Lærða skólanum) en ekki til útgáfu; sum eru rituð með hans eigin hendi, önnur af lærisveinum hans, enn önnur hvort tveggja; og mörg er aðeins að finna á handritasafni Landsbókasafnsins, það er hafa aldrei verið yfirfarin og gefin út með skipulegum hætti.
Sveinbjörn Egilsson (1791-1852) er hvað frægastur fyrir þýðingar sínar á Ilíonskviðu og Odysseifskviðu.
Undantekningarnar eru – að sjálfsögðu – Ilíonskviða og Odysseifskviða, sem Kristinn Ármannsson og Jón Gíslason bjuggu til prentunar og komu út hvor um sig hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1949 og 1948, Menon, sem Eyjólfur Kjalar Emilsson og Gunnar Harðarson bjuggu til prentunar og kom út hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi 1985 og Lúkíansþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar, sem Már Jónsson bjó til prentunar og komu út hjá Bókaútgáfunni Sæmundi 2022.
Nokkur þessara verka er þó að finna í ágætum þýðingum annarra manna – Sjö gegn Þebu má finna í þýðingum bæði Jóns Gíslasonar og Helga Hálfdanarsonar, Rannsóknir í þýðingu Stefáns Steinssonar, Grikklandssögu í þýðingu Sigurjóns Björnssonar, Kríton, Málsvörn Sókratesar og Faidon í þýðingu Sigurðar Nordal og Þorsteins Gylfasonar og Manngerðir í þýðingu Gottskálks Þórs Jenssonar.
Hómersþýðingarnar hafa ávallt verið í hávegum hafðar. Finnbogi Guðmundsson skrifaði um þær doktorsritgerð, Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar, sem kom út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1960 og Ágústa Þorbergsdóttir skrifaði um þær meistararitgerð, Samsett orð í Hómersþýðingum Sveinbjarnar Egilssonar, árið 2000. En lítill gaumur hefur verið gefinn að öðrum þýðingum Sveinbjarnar. Það var ekki fyrr en nokkuð nýlega sem eitthvað fór að gerast í þeim efnum: fyrst með Lúkíansþýðingunum árið 2022 og síðan með styrkveitingum til yfirferðar á Sjö gegn Þebu, Minnisverðum samtölum Sókratesar, Alkibíadesi öðrum, „Alexander mikla“ og „Júlíusi Caesar“. Ljóst er að málið hefur ekki verið krufið til mergjar og lengi er von til þess að fjársjóðir finnist í handritum.
Myndir:
Yfirlitsmynd: Síða úr handriti af þýðingu Sveinbjörns Egilssonar á leikrtinu Sjö gegn Þebu. Skrifari var Skúli Gíslason: Lbs 1270 8vo - Handrit.is. (Sótt 9.10.2024).
Svanbjörg Þyri Einarsdóttir. „Hvaða bókmenntaþýðingar eru til eftir Sveinbjörn Egilsson?“ Vísindavefurinn, 16. október 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87087.
Svanbjörg Þyri Einarsdóttir. (2024, 16. október). Hvaða bókmenntaþýðingar eru til eftir Sveinbjörn Egilsson? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87087
Svanbjörg Þyri Einarsdóttir. „Hvaða bókmenntaþýðingar eru til eftir Sveinbjörn Egilsson?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87087>.