Hvað getið þið sagt mér um ætt sem ég held að heiti stúfmýs á íslensku: Arvicolinae. Þekki bara læmingja af tegundunum en hvað heita dýrin vole og muskrat á íslensku? Gúggl með krókaleiðum gefur eina niðurstöðu um vole, vatnastúfa.Arvicolinae er ein af fimm undirættum nagdýraættarinnar Cricetidae.[1] Ættin Cricetidae er stundum nefnd hamstrar eða hamstraætt á íslensku en stundum stúfur eða stúfmýs.[2] Hins vegar virðist undirættin Arvicolinae ekki eiga sér íslenskt heiti. Í heild eru tegundir innan Arvicolinae-undirættarinnar rúmlega 150 og skiptast þær í 28 ættkvíslir og 11 ættflokka,[3] þar af eru tveir ættflokkar læmingja (e. lemmings), einn ættflokkur bísamrotta (e. muskrats) og átta ættflokkar dýra sem á ensku kallast vole og hafa verið nefnd stúfur eða stúfmýs á íslensku (eins og ættin). Arvicolinae-undirættin er mjög útbreidd um norðurhvel jarðar, á tempruðum landsvæðum, barrskógasvæðum, heimskautasvæðum og í fjalllendi. Tegundir finnast um alla Norður-Ameríku og suður til Gvatemala, mjög víða í Evrasíu, í Japan, Tævan, suðvesturhluta Kína, á Norður-Indlandi, í Mið-Austurlöndum og nyrst í Afríku. Svo mikil útbreiðsla þýðir að búsvæðin eru mjög fjölbreytt, til dæmis lauf- og barrskógar, runnavaxnar eða grýttar fjallshlíðar, steppur, ræktarland, hálfeyðimerkur, túndrur, votlendi og mosaþýfi.

Engjastúfa (Microtus agrestis).

Akurstúfa (Microtus arvalis).
- ^ Flokkun dýra í ættir, ættkvíslir og tegundir er flókið fyrirbæri og vísindamenn eru ekki endilega sammála um hvernig það skuli gert. Undirættin Arvicolinae hefur til dæmis líka verið flokkuð sem hluti af músaætt (Muridae) eða sem sértök ætt (Arvicolidae).
- ^ Íslensk heiti tegunda, ættkvísla og ætta geta verið ruglingsleg. Samkvæmt Íslensku dýra- og plöntuorðabókinni er íslenskt heiti ættarinnar Cricetidae stúfur eða stúfmýs og enska heitið voles. Samkvæmt Íðorðabankanum á vef Árnastofnunar kallast þessi sama ætt hamstrar eða hamstraætt. Í meistararitgerð um íslensk spendýraheiti kemur það sama fram, það er að ættin Cricetidae nefnist hamstrar en að eldra heiti hafi verið stúfmýs.
- ^ Í flokkunarfræðinni stendur ættflokkur (e. tribe) á milli ættar/undirættar (e. family/subfamily) og ættkvíslar (e. genus).
- Abramson, N. I., Bodrov, S. Y., Bondareva, O. V., Genelt-Yanovskiy, E. A., & Petrova, T. V. (2021). A mitochondrial genome phylogeny of voles and lemmings (Rodentia: Arvicolinae): Evolutionary and taxonomic implications. PloS one, 16(11), e0248198. https://doi.org/10.1371/journal.pone.0248198
- Ardito, Giuseppe, Óskar Ingimarsson og Þorsteinn Ó. Thorarensen. (1985). Spendýr. Undraveröld dýranna, 13. bindi. Reykjavík: Fjölvi.
- Arvicolinae. (2024, 24. nóvember). Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Arvicolinae
- Guðrún Bjarkadóttir. (2010). Íslensk spendýraheiti. Saga þeirra og uppruni [óútgefin meistararitgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/4462
- Íðorðabankinn. Árnastofnun. https://idordabanki.arnastofnun.is/
- Jacob, J., Manson, P., Barfknecht, R., & Fredricks, T. (2014). Common vole (Microtus arvalis) ecology and management: implications for risk assessment of plant protection products. Pest Management Science, 70(6), 869–878. https://doi.org/10.1002/ps.3695
- Mammal Diversity Database. (2024). Mammal Diversity Database (útgáfa 1.13) gagnasett. Zenodo. https://doi.org/10.5281/zenodo.10595931
- Mammal Diversity Database. Microtus agrestis (Linnaeus, 1761). Short-tailed Field Vole. https://www.mammaldiversity.org/taxon/1002053
- Mammal Diversity Database. Microtus arvalis (Pallas, 1779). Common Vole. https://www.mammaldiversity.org/taxon/1002055 Eurasia. Molecular Ecology, 21(24), 6015-6032.
- Óskar Ingimarsson. (1989). Dýra- og plöntuorðabók. Reykjavík, Örn og Örlygur.
- Tomi Tapio (2009). Tunnels, dude! Tunnels! Flickr. Birt undir CC BY 2.0 leyfi. (Sótt 23.12.2024). https://www.flickr.com/photos/tomitapio/3336373804/in/photolist-65PMGh-65PtF3-6c45tV
- Andy Belshaw. (2017). Common Vole. Flickr. Birt undir CC BY 2.0 leyfi. (Sótt 23.12.2024). https://www.flickr.com/photos/trossachstog/35234233771/