Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur þú sagt mér um Armeníu?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Armenía er í suðurhluta Kákasus og á landamæri að Georgíu, Aserbaídsjan, Tyrklandi og Íran. Það er minnst Kákasuslandanna, 29.800 km2 að flatarmáli, og jafnframt það þéttbýlasta, með rétt um 100 íbúa á hvern ferkílómetra. Armenía var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur árið 1991.



Í júlí 2004 var áætlað að íbúar Armeníu væru tæplega 3 milljónir talsins. Yfir 90% þeirra eru af armenskum uppruna en aðrir íbúar eru meðal annars af rússneskum, úkraínskum og kúrdískum uppruna auk Asera. Á tímum Sovétríkjanna voru Aserar fjölmennasti minnihlutahópur í Armeníu en í kjölfar átaka sem brutust út á milli Armeníu og Aserbaídsjan um héraðið Nagorno-Karabakh í Aserbaídsjan í lok 9. áratugar síðustu aldar flúði meirihluti Asera á brott. Nánar má lesa um átökin um Nagorno-Karabakh í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan?

Helsta tungumálið er armenska sem töluð er af um 96% íbúanna en armenska tilheyrir suðurkákasískum málum og er indó-evrópskt. Um 2% íbúanna tala rússnesku og 2% hafa annað móðurmál. Langflestir Armenar játa kristna trú, yfir 94% tilheyra armensku rétttrúnaðarkirkjunni, 4% tilheyra öðrum kristnum söfnuðum og 2% aðhyllast önnur trúarbrögð.

Um tveir þriðju hlutar Armena búa í þéttbýli. Höfuðborgin er Jerevan í vesturhluta Armeníu skammt frá landamærum Tyrklands. Hún er jafnframt langstærsta borg landsins með ríflega eina milljón íbúa. Jerevan er ein af elstu borgum heims stofnuð árið 783 fyrir Krist en þá hafði þegar verið búseta á svæðinu í árþúsundir. Aðrar helstu borgir Armeníu eru Gyumri með um 140.000 íbúa og Vanadzor með rúmlega 93.000 íbúa, en báðar þessar borgir eru í norðurhluta landsins. Aðrar borgir eru með innan við 50.000 íbúa.



Á tímum Sovétríkjanna byggðist efnahagslíf í Armeníu mikið á framleiðslu iðnaðarvara sem landið lét í skiptum fyrir eldsneyti. Armenía var því mjög háð viðskiptum við önnur Sovétlýðveldi og efnahagslega var landið ekki vel undir sjálfstæði búið þegar Sovétríkin liðu undir lok. Frá því að Armenía hlaut sjálfstæði hefur verið lögð aukin áhersla á landbúnað og sérstaklega ávaxta- og grænmetisrækt. Nokkur námavinnsla er í Armeníu og má þar helst nefna kopar, zink og mólýbden en það er harður málmur sem er meðal annars notaður til að herða stál.

Efnahagslíf Armeníu hefur verið frekar bágborið síðan landið hlaut sjálfstæði, ekki aðeins vegna þess hve landið var háð viðskiptum við önnur Sovétlýðveldi, heldur ekki síður vegna átakanna við Aserbaídsjan um Nagorno-Karabakh. Armenía var mjög háð innflutningi á eldsneyti frá Aserbaídsjan en vegna deilnanna lokuðu Aserar fyrir þau viðskipti. Einnig lokuðu þeir járnbrautasamgöngum til landsins. Tyrkir hafa sömuleiðis beitt Armena efnahagsþvingunum til stuðnings Aserbaídsjan. Flóttamenn fá Nagorno-Karabakh og öðrum svæðum í Aserbaídsjan sem sest hafa að í Armeníu hafa líka sett sitt mark á erfitt efnahagslíf landsins.

Þessu til viðbótar stóð landið illa við sjálfstæðistöku vegna mikilla náttúruhamfara nokkru fyrr. Þann 7. desember 1988 reið jarðskjálfti sem mældist 6,9 á Richter yfir norðurhluta Armeníu. Um 25.000 manns létu lífið í þessum jarðskjálfta sem skildi auk þess yfir hálfa milljón manna eftir heimilislausa.

Efnahagur Armeníu hefur þó farið batnandi undanfarin ár, meðal annars með aðstoð frá Alþjóða gjaldeyrissjóðunum, Alþjóðabankanum og fleiri utanaðkomandi aðila.

Eins og lauslega var minnst á hér að ofan hefur verið búseta á því svæði sem nú tilheyrir Armeníu í þúsundir ára. Svæðið á sér því afar langa og flókna sögu sem oft hefur verið blóði drifin. Engin leið er að gera grein fyrir þeirri sögu í þessu svari enda er því frekar ætlað að gefa mynd af Armeníu í upphafi 21. aldar. Áhugasömum er bent á að í mörgum þeirra heimilda sem getið er hér að neðan má finna yfirlit yfir sögu svæðisins.

Heimildir og myndir:

Önnur svör um Kákasus á Vísindavefnum eftir sama höfund:Einnig má benda á svör Guðmundar Ólafssonar við spurningunum:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.10.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað getur þú sagt mér um Armeníu?“ Vísindavefurinn, 5. október 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4545.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 5. október). Hvað getur þú sagt mér um Armeníu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4545

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað getur þú sagt mér um Armeníu?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4545>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um Armeníu?
Armenía er í suðurhluta Kákasus og á landamæri að Georgíu, Aserbaídsjan, Tyrklandi og Íran. Það er minnst Kákasuslandanna, 29.800 km2 að flatarmáli, og jafnframt það þéttbýlasta, með rétt um 100 íbúa á hvern ferkílómetra. Armenía var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur árið 1991.



Í júlí 2004 var áætlað að íbúar Armeníu væru tæplega 3 milljónir talsins. Yfir 90% þeirra eru af armenskum uppruna en aðrir íbúar eru meðal annars af rússneskum, úkraínskum og kúrdískum uppruna auk Asera. Á tímum Sovétríkjanna voru Aserar fjölmennasti minnihlutahópur í Armeníu en í kjölfar átaka sem brutust út á milli Armeníu og Aserbaídsjan um héraðið Nagorno-Karabakh í Aserbaídsjan í lok 9. áratugar síðustu aldar flúði meirihluti Asera á brott. Nánar má lesa um átökin um Nagorno-Karabakh í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan?

Helsta tungumálið er armenska sem töluð er af um 96% íbúanna en armenska tilheyrir suðurkákasískum málum og er indó-evrópskt. Um 2% íbúanna tala rússnesku og 2% hafa annað móðurmál. Langflestir Armenar játa kristna trú, yfir 94% tilheyra armensku rétttrúnaðarkirkjunni, 4% tilheyra öðrum kristnum söfnuðum og 2% aðhyllast önnur trúarbrögð.

Um tveir þriðju hlutar Armena búa í þéttbýli. Höfuðborgin er Jerevan í vesturhluta Armeníu skammt frá landamærum Tyrklands. Hún er jafnframt langstærsta borg landsins með ríflega eina milljón íbúa. Jerevan er ein af elstu borgum heims stofnuð árið 783 fyrir Krist en þá hafði þegar verið búseta á svæðinu í árþúsundir. Aðrar helstu borgir Armeníu eru Gyumri með um 140.000 íbúa og Vanadzor með rúmlega 93.000 íbúa, en báðar þessar borgir eru í norðurhluta landsins. Aðrar borgir eru með innan við 50.000 íbúa.



Á tímum Sovétríkjanna byggðist efnahagslíf í Armeníu mikið á framleiðslu iðnaðarvara sem landið lét í skiptum fyrir eldsneyti. Armenía var því mjög háð viðskiptum við önnur Sovétlýðveldi og efnahagslega var landið ekki vel undir sjálfstæði búið þegar Sovétríkin liðu undir lok. Frá því að Armenía hlaut sjálfstæði hefur verið lögð aukin áhersla á landbúnað og sérstaklega ávaxta- og grænmetisrækt. Nokkur námavinnsla er í Armeníu og má þar helst nefna kopar, zink og mólýbden en það er harður málmur sem er meðal annars notaður til að herða stál.

Efnahagslíf Armeníu hefur verið frekar bágborið síðan landið hlaut sjálfstæði, ekki aðeins vegna þess hve landið var háð viðskiptum við önnur Sovétlýðveldi, heldur ekki síður vegna átakanna við Aserbaídsjan um Nagorno-Karabakh. Armenía var mjög háð innflutningi á eldsneyti frá Aserbaídsjan en vegna deilnanna lokuðu Aserar fyrir þau viðskipti. Einnig lokuðu þeir járnbrautasamgöngum til landsins. Tyrkir hafa sömuleiðis beitt Armena efnahagsþvingunum til stuðnings Aserbaídsjan. Flóttamenn fá Nagorno-Karabakh og öðrum svæðum í Aserbaídsjan sem sest hafa að í Armeníu hafa líka sett sitt mark á erfitt efnahagslíf landsins.

Þessu til viðbótar stóð landið illa við sjálfstæðistöku vegna mikilla náttúruhamfara nokkru fyrr. Þann 7. desember 1988 reið jarðskjálfti sem mældist 6,9 á Richter yfir norðurhluta Armeníu. Um 25.000 manns létu lífið í þessum jarðskjálfta sem skildi auk þess yfir hálfa milljón manna eftir heimilislausa.

Efnahagur Armeníu hefur þó farið batnandi undanfarin ár, meðal annars með aðstoð frá Alþjóða gjaldeyrissjóðunum, Alþjóðabankanum og fleiri utanaðkomandi aðila.

Eins og lauslega var minnst á hér að ofan hefur verið búseta á því svæði sem nú tilheyrir Armeníu í þúsundir ára. Svæðið á sér því afar langa og flókna sögu sem oft hefur verið blóði drifin. Engin leið er að gera grein fyrir þeirri sögu í þessu svari enda er því frekar ætlað að gefa mynd af Armeníu í upphafi 21. aldar. Áhugasömum er bent á að í mörgum þeirra heimilda sem getið er hér að neðan má finna yfirlit yfir sögu svæðisins.

Heimildir og myndir:

Önnur svör um Kákasus á Vísindavefnum eftir sama höfund:Einnig má benda á svör Guðmundar Ólafssonar við spurningunum: ...