Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Nær öll ríki heims hafa samþykkt Parísarsamninginn um loftslagsaðgerðir frá 2015.[1] En að miklu leyti er það undir hverju þeirra komið hvað gert er[2] og það er mismikið. Þetta voru ein meginrök George W. Bush forseta fyrir því að draga Bandaríkin út úr Kyoto-samkomulaginu, fyrirrennara Parísarsáttmálans, í upphafi aldarinnar. Hann vildi ekki eiga hlut að samkomulagi, sem stór hluti heimsins væri undanþeginn, auk þess sem það legði þungar byrðar á Bandaríkin.[3]
Nú eru horfur á því að Bandaríkin dragi sig aftur út úr samkomulagi um aðgerðir gegn hlýnun jarðar.[4] Miklu munar um þau, en þaðan koma um þessar mundir um 13% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum, þegar losun frá landi er undanskilin.[5] Verið getur að fleiri þjóðir fylgi dæmi Bandaríkjamanna.
Best er að allar þjóðir taki þátt í átaki af þessu tagi, meðal annars vegna þess að þá er hægt að grípa til þeirra ráða sem eru hagkvæmust. En það þýðir ekki að viðleitni annarra beri ekki árangur. Stuðningur Evrópusambandsins og annarra við vindmyllur og sólarsellur hefur til dæmis leitt af sér mikla þekkingu á hagnýtingu vind- og sólarorku til rafmagnsframleiðslu. Smám saman hefur rafmagn frá vindmyllum og sólarsellum lækkað í verði og núna er það í þann veginn að geta keppt við rafmagn sem búið er til með jarðefnaeldsneyti.
Þetta hefur ekki bara áhrif í Evrópusambandinu. Statnett í Noregi spáir því að hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í rafmagnsframleiðslu í 13 ríkjum Mið- og Vestur-Evrópu fari úr 43% árið 2024 í 87% 2050.[6] Þá spáir Orkustofnun Bandaríkjanna því að hlutur endurnýjanlegra orkugjafa og kjarnorku í rafmagnsframleiðslu í heiminum verði allt að ⅔ árið 2050.[7]Tilvísanir:
Sigurður Jóhannesson. „Er gagn að loftslagsaðgerðum þegar sumar þjóðir neita að taka þátt í þeim?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2025, sótt 28. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87764.
Sigurður Jóhannesson. (2025, 28. apríl). Er gagn að loftslagsaðgerðum þegar sumar þjóðir neita að taka þátt í þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87764
Sigurður Jóhannesson. „Er gagn að loftslagsaðgerðum þegar sumar þjóðir neita að taka þátt í þeim?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2025. Vefsíða. 28. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87764>.