Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:29 • Sest 12:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:13 • Síðdegis: 15:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:29 • Síðdegis: 21:40 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:29 • Sest 12:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:13 • Síðdegis: 15:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:29 • Síðdegis: 21:40 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?

Vilhjálmur Árnason

Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en hún er takmörkuð. Frá þessu sjónarmiði er gagnsemi metin út frá afköstum og arðsemi og æðri menntun séð sem eldsneyti fyrir efnahagslífið og vinnumarkaðinn. Einkum er þá horft á þær greinar raunvísinda, tækni og verkfræði sem samrýmast best þessum gagnsemisviðmiðum, samanber nýlega áherslu á svonefndar STEM-greinar. Höfðað er til nemenda á þeim nótum að gagnsemi háskólamenntunar sé fólgin í því að hún sé ávísun á vellaunuð og spennandi störf.

Þetta er takmörkuð sýn á gagnsemi menntunar fyrir samfélagið því að gefið er í skyn að hún felist einkum í tæknilegri færni eða starfskunnáttu sem knýi áfram hjól atvinnulífsins. Þá er ekki hugað að þeirri færni sem háskólamenntað fólk þarf að búa yfir til að meta það á gagnrýninn hátt í hvaða skyni tækniþekkingin og starfskunnáttan er notuð. Þar kemur til hæfni til að leggja mat á röksemdir og rökræða ágreiningsmál um gildi og markmið. Mikilvægt er að muna að samfélagið er samsett úr fleiri sviðum en hinu efnahagslega og ber þá sérstaklega að nefna svið menningar og stjórnmála. Gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið felst í því að efla færni manna á öllum þessum sviðum. Menningarlegt hlutverk háskólamenntunar er næsta ljóst, því að glíma við fræðileg viðfangefni eykur menningarleg gæði, dýpkar skilning okkar á veruleikanum og skerpir sjálfsskilning.

Til að gagnast samfélaginu þurfa háskólar að gangast betur við pólitísku hlutverki sínu og framfylgja því ákvæði í lögum um háskóla að búa nemendur undir ábyrga þátttöku í lýðræðissamfélagi.

Samtíminn einkennist af menningarlegum breytingum sem grafa skipulega undan forsendum lýðræðis, stórauknum möguleikum til að ráðskast með upplýsingar og borgarana. Til að gagnast samfélaginu þurfa háskólar að gangast betur við pólitísku hlutverki sínu og framfylgja því ákvæði í lögum um háskóla að búa nemendur undir ábyrga þátttöku í lýðræðissamfélagi (lög nr. 63/2006, 2. gr.). Þetta kallar á að háskólar rækti borgaravitund með nemendum, þjálfi færni til að greina þau öfl sem ógna lýðræðissamfélaginu og veita þeim viðnám. Páll Skúlason, fyrrverandi háskólarektor sagði að háskóli sé „eina stofnunin í samfélaginu sem hefur það yfirlýsta markmið að ala á gagnrýnisanda og ráðast gegn firrum og fordómum, bábiljum og blekkingum“ (Pælingar, 1987, bls 306). Gagnsemi háskólamenntunar er ekki síst fólgin í því að nemendur tileinki sér slíkan gagnrýnisanda og finni honum málefnalegan farveg bæði á ólíkum starfssviðum og í þeim stofnunum sem bera uppi lýðræðissamfélagið.

Ég ræði þetta efni ítarlega í: Vilhjálmur Árnason, „Lýðræðishlutverk háskóla og áskoranir samtímans“. Netla. Sérrit til heiðurs Jóni Torfa Jónassyni. Vefrit birt 12.11.2022: https://netla.hi.is/serrit/2022/heidurs_jon_torfa/14.pdf

Í greininni er heimildaskrá með ábendingum um frekara lesefni.

Mynd:

Höfundur

Vilhjálmur Árnason

prófessor emeritus í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

20.6.2024

Spyrjandi

Helgi M., Auður Guðmundsdóttir

Tilvísun

Vilhjálmur Árnason. „Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2024, sótt 26. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86780.

Vilhjálmur Árnason. (2024, 20. júní). Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86780

Vilhjálmur Árnason. „Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2024. Vefsíða. 26. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86780>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?
Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en hún er takmörkuð. Frá þessu sjónarmiði er gagnsemi metin út frá afköstum og arðsemi og æðri menntun séð sem eldsneyti fyrir efnahagslífið og vinnumarkaðinn. Einkum er þá horft á þær greinar raunvísinda, tækni og verkfræði sem samrýmast best þessum gagnsemisviðmiðum, samanber nýlega áherslu á svonefndar STEM-greinar. Höfðað er til nemenda á þeim nótum að gagnsemi háskólamenntunar sé fólgin í því að hún sé ávísun á vellaunuð og spennandi störf.

Þetta er takmörkuð sýn á gagnsemi menntunar fyrir samfélagið því að gefið er í skyn að hún felist einkum í tæknilegri færni eða starfskunnáttu sem knýi áfram hjól atvinnulífsins. Þá er ekki hugað að þeirri færni sem háskólamenntað fólk þarf að búa yfir til að meta það á gagnrýninn hátt í hvaða skyni tækniþekkingin og starfskunnáttan er notuð. Þar kemur til hæfni til að leggja mat á röksemdir og rökræða ágreiningsmál um gildi og markmið. Mikilvægt er að muna að samfélagið er samsett úr fleiri sviðum en hinu efnahagslega og ber þá sérstaklega að nefna svið menningar og stjórnmála. Gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið felst í því að efla færni manna á öllum þessum sviðum. Menningarlegt hlutverk háskólamenntunar er næsta ljóst, því að glíma við fræðileg viðfangefni eykur menningarleg gæði, dýpkar skilning okkar á veruleikanum og skerpir sjálfsskilning.

Til að gagnast samfélaginu þurfa háskólar að gangast betur við pólitísku hlutverki sínu og framfylgja því ákvæði í lögum um háskóla að búa nemendur undir ábyrga þátttöku í lýðræðissamfélagi.

Samtíminn einkennist af menningarlegum breytingum sem grafa skipulega undan forsendum lýðræðis, stórauknum möguleikum til að ráðskast með upplýsingar og borgarana. Til að gagnast samfélaginu þurfa háskólar að gangast betur við pólitísku hlutverki sínu og framfylgja því ákvæði í lögum um háskóla að búa nemendur undir ábyrga þátttöku í lýðræðissamfélagi (lög nr. 63/2006, 2. gr.). Þetta kallar á að háskólar rækti borgaravitund með nemendum, þjálfi færni til að greina þau öfl sem ógna lýðræðissamfélaginu og veita þeim viðnám. Páll Skúlason, fyrrverandi háskólarektor sagði að háskóli sé „eina stofnunin í samfélaginu sem hefur það yfirlýsta markmið að ala á gagnrýnisanda og ráðast gegn firrum og fordómum, bábiljum og blekkingum“ (Pælingar, 1987, bls 306). Gagnsemi háskólamenntunar er ekki síst fólgin í því að nemendur tileinki sér slíkan gagnrýnisanda og finni honum málefnalegan farveg bæði á ólíkum starfssviðum og í þeim stofnunum sem bera uppi lýðræðissamfélagið.

Ég ræði þetta efni ítarlega í: Vilhjálmur Árnason, „Lýðræðishlutverk háskóla og áskoranir samtímans“. Netla. Sérrit til heiðurs Jóni Torfa Jónassyni. Vefrit birt 12.11.2022: https://netla.hi.is/serrit/2022/heidurs_jon_torfa/14.pdf

Í greininni er heimildaskrá með ábendingum um frekara lesefni.

Mynd:...