Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar tegundir af þröstum hér á landi?

Jón Már Halldórsson

Stutta svarið er að hér á landi verpa tvær tegundir þrasta að staðaldri og þriðja tegundin óreglulega.

Skógarþröstur (Turdus iliacus) hefur verpt hér á landi frá alda öðli. Hann er mjög algengur og útbreiddur á láglendi um allt land. Hann verpir helst í alls konar skóglendi, mest í birkiskógum, ræktuðum skógum og görðum í þéttbýli. Skógarþrösturinn er að mestu farfugl og fer til Vestur-Evrópu á haustin. Veturseta hefur þó farið vaxandi og eru nokkur þúsund pör sem hafast við hér á landi yfir veturinn.

Skógarþröstur (Turdus iliacus) er mjög algengur og útbreiddur varpfugl á láglendi um allt land. Hann er að mestu farfugl.

Svartþröstur (Turdus merula) var lengi vel þekktur sem flækingsfugl hér á landi. Fyrsta staðfesta varp hans var í Reykjavík 1969 og frá 1991 hefur hann verpt þar reglulega. Eftir afar stóra göngu til landsins um aldamótin hefur stofninn vaxið nokkuð hraustlega. Hann er nú meðal algengustu varpfugla í borginni og í þéttbýli á Suðvesturlandi en finnst um allt land, að Austur- og Suðausturlandi undanskildu. Ólíkt skógarþresti er svartþrösturinn talinn alger staðfugl.

Svartþröstur (Turdus merula) er nú meðal algengustu varpfugla í borginni og í þéttbýli á Suðvesturlandi. Hann er talinn alger staðfugl.

Þriðja tegundin sem mögulega er að festa rætur hér á landi er gráþröstur (Turdus pilaris). Hann er algengur haust– og vetrargestur en hefur orpið hér óreglulega frá 1950 bæði á Norðurlandi og Suðurlandi. Undanfarin ár hafa nokkur pör orpið á Akureyri en hvort það er upphafið að landnámi gráþrastarins hér á landi á eftir að koma í ljós.

Gráþröstur (Turdus pilaris) er algengur haust– og vetrargestur en hefur orpið hér óreglulega frá 1950.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.9.2023

Spyrjandi

Rósa Kristín Júlíusdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar tegundir af þröstum hér á landi?“ Vísindavefurinn, 7. september 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85346.

Jón Már Halldórsson. (2023, 7. september). Hvað eru margar tegundir af þröstum hér á landi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85346

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar tegundir af þröstum hér á landi?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85346>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar tegundir af þröstum hér á landi?
Stutta svarið er að hér á landi verpa tvær tegundir þrasta að staðaldri og þriðja tegundin óreglulega.

Skógarþröstur (Turdus iliacus) hefur verpt hér á landi frá alda öðli. Hann er mjög algengur og útbreiddur á láglendi um allt land. Hann verpir helst í alls konar skóglendi, mest í birkiskógum, ræktuðum skógum og görðum í þéttbýli. Skógarþrösturinn er að mestu farfugl og fer til Vestur-Evrópu á haustin. Veturseta hefur þó farið vaxandi og eru nokkur þúsund pör sem hafast við hér á landi yfir veturinn.

Skógarþröstur (Turdus iliacus) er mjög algengur og útbreiddur varpfugl á láglendi um allt land. Hann er að mestu farfugl.

Svartþröstur (Turdus merula) var lengi vel þekktur sem flækingsfugl hér á landi. Fyrsta staðfesta varp hans var í Reykjavík 1969 og frá 1991 hefur hann verpt þar reglulega. Eftir afar stóra göngu til landsins um aldamótin hefur stofninn vaxið nokkuð hraustlega. Hann er nú meðal algengustu varpfugla í borginni og í þéttbýli á Suðvesturlandi en finnst um allt land, að Austur- og Suðausturlandi undanskildu. Ólíkt skógarþresti er svartþrösturinn talinn alger staðfugl.

Svartþröstur (Turdus merula) er nú meðal algengustu varpfugla í borginni og í þéttbýli á Suðvesturlandi. Hann er talinn alger staðfugl.

Þriðja tegundin sem mögulega er að festa rætur hér á landi er gráþröstur (Turdus pilaris). Hann er algengur haust– og vetrargestur en hefur orpið hér óreglulega frá 1950 bæði á Norðurlandi og Suðurlandi. Undanfarin ár hafa nokkur pör orpið á Akureyri en hvort það er upphafið að landnámi gráþrastarins hér á landi á eftir að koma í ljós.

Gráþröstur (Turdus pilaris) er algengur haust– og vetrargestur en hefur orpið hér óreglulega frá 1950.

Heimildir og myndir:

...