Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kolefnisár?

Emelía Eiríksdóttir

Ein leið til að aldursgreina dýra- og jurtaleifar er með hlutföllum samsæta kolefnis og er þá mælt hversu mikið af kolefnissamsætunni C-14 (einnig ritað 14C) er til staðar í sýnunum miðað við kolefnissamsætuna C-12. Þetta hlutfall 14C/12C í sýnunum er síðan borið saman við hlutfallið í andrúmsloftinu og helmingunartími 14C-samsætunnar notaður til að reikna út hversu langt er liðið síðan dýrið eða jurtin var lifandi. 14C-samsætan er nefnilega geislavirk og sundrast (e. decay, umbreytist í köfnunarefnissamsætuna 14N) með helmingunartíma um 5.730 ár, á meðan kolefnissamsætan 12C sundrast ekkert. Hlutfallið 14C/12C í lífrænum leifum mun því minnka með tímanum þar til allt 14C í sýninu er uppurið.

Það tekur C-14 samsætuna um 5.730 ár að helmingast.

Niðurstaðan úr þessum mælingum og útreikningum er gefin upp með einingunni kolefnisár. Nafnið vísar í að niðurstaðan sé aldur sýnanna í árum talið og að aldursgreiningin hafi verið gerð með kolefnisgreiningu.

Þegar kolefnisgreiningin var fundin upp í kringum 1946 var talið að hlutfall 14C/12C í andrúmsloftinu væri stöðugt en það er hins vegar ekki raunin. Myndun 14C hefur verið örlítið mismunandi í jarðsögunni og víkja aldurgreiningar lífrænna sýna með kolefnisgreiningu því oft eitthvað frá raunverulegum aldri. Reynt hefur verið að leiðrétta kolefnisgreiningarnar svo þær gefi réttari niðurstöðu eins og lesa má um í svari við spurningunni Er „kolefnisklukkan” alltaf áreiðanleg? Einnig geta ýmsar aðrar skekkjur komið til í aldursgreiningum lífrænna sýna með kolefnissamsætum, samanber svar við spurningunni Hversu áreiðanlegar eru aldursgreiningar innan jarðfræðinnar?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.10.2022

Spyrjandi

Snorri Árnason

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er kolefnisár?“ Vísindavefurinn, 4. október 2022, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83960.

Emelía Eiríksdóttir. (2022, 4. október). Hvað er kolefnisár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83960

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er kolefnisár?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2022. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83960>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kolefnisár?
Ein leið til að aldursgreina dýra- og jurtaleifar er með hlutföllum samsæta kolefnis og er þá mælt hversu mikið af kolefnissamsætunni C-14 (einnig ritað 14C) er til staðar í sýnunum miðað við kolefnissamsætuna C-12. Þetta hlutfall 14C/12C í sýnunum er síðan borið saman við hlutfallið í andrúmsloftinu og helmingunartími 14C-samsætunnar notaður til að reikna út hversu langt er liðið síðan dýrið eða jurtin var lifandi. 14C-samsætan er nefnilega geislavirk og sundrast (e. decay, umbreytist í köfnunarefnissamsætuna 14N) með helmingunartíma um 5.730 ár, á meðan kolefnissamsætan 12C sundrast ekkert. Hlutfallið 14C/12C í lífrænum leifum mun því minnka með tímanum þar til allt 14C í sýninu er uppurið.

Það tekur C-14 samsætuna um 5.730 ár að helmingast.

Niðurstaðan úr þessum mælingum og útreikningum er gefin upp með einingunni kolefnisár. Nafnið vísar í að niðurstaðan sé aldur sýnanna í árum talið og að aldursgreiningin hafi verið gerð með kolefnisgreiningu.

Þegar kolefnisgreiningin var fundin upp í kringum 1946 var talið að hlutfall 14C/12C í andrúmsloftinu væri stöðugt en það er hins vegar ekki raunin. Myndun 14C hefur verið örlítið mismunandi í jarðsögunni og víkja aldurgreiningar lífrænna sýna með kolefnisgreiningu því oft eitthvað frá raunverulegum aldri. Reynt hefur verið að leiðrétta kolefnisgreiningarnar svo þær gefi réttari niðurstöðu eins og lesa má um í svari við spurningunni Er „kolefnisklukkan” alltaf áreiðanleg? Einnig geta ýmsar aðrar skekkjur komið til í aldursgreiningum lífrænna sýna með kolefnissamsætum, samanber svar við spurningunni Hversu áreiðanlegar eru aldursgreiningar innan jarðfræðinnar?

Heimildir og mynd:...