Hvenær gat orðið frændi merkt vinur? Gat það haft þessa merkingu á 18. og 19. öld?Orðið frændi var í fornu máli notað um nána ættingja eins og bróður eða son en einnig um vin. Það á sér skyld orð í Norðurlandamálum eins í færeysku frænde, ættingi, vinur, dönsku frænde ‘ættingi, vinur’, sænsku frände ‘mágur’. Frændi á einnig ættingja í öðrum germönskum málum, samanber fornensku fréond, fornháþýsku friunt og gotnesku frijonds ‘vinur’. Orðið er eiginlega lýsingarháttur nútíðar af sögninni, fría, frjá (fríandi > frændi) ‘elska, unna’.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. 1989. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir Málið.is.
- Ljósmyndasafn Reykjavíkur / The Reykjavík Museum of Photography | Flickr. (Sótt 15.06.2022).