Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær varð Reykjavíkurkaupstaður að Reykjavíkurborg?

EDS

Strax upp úr aldamótunum 1900 heyrðist stundum talað um Reykjavík sem borg eða höfuðborg. Þetta sést til að mynda af og til í Reykjavíkurblöðunum frá þessum tíma. Samt sem áður var opinbera heitið Reykjavíkurbær og í stjórnskipan Reykjavíkur voru notuð heitin bæjarstjórn, bæjarfógeti og svo framvegis.

Frávik frá þessu var þegar embætti borgarstjóra var stofnað með lögum árið 1907. Ári síðar tók fyrsti borgarstjórinn til starfa og hann gegndi því heiti frá upphafi þar sem aldrei var notast við bæjarstjóri. Seinna komu fleiri undantekningar. Embætti borgarritara var stofnað 1934 og borgarlæknis 1949.

Reykjavík hefur haft borgarstjóra mun lengur en hún hefur verið borg.

Árið 1962 tóku gildi ný lög um sveitarstjórnir og tveimur árum síðar var sett ný borgarmálasamþykkt fyrir Reykjavík. Með henni breyttist Reykjavík opinberlega úr „bæ“ í „borg“. Þá var öllum embættis- og stofnanaheitum breytt nema nafni Bæjarútgerðar Reykjavíkur, borgarstjórn kom í stað bæjarstjórnar, borgarfógeti í stað bæjarfógeta og svo framvegis.

Mynd:


Þetta svar er hluti af áður birtu og lengra svari við spurningunni Hvað þurfa margir að búa í bæ til að hann verði að borg? Á sínum tíma komu Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og Þorsteinn Vilhjálmsson, þáverandi ritstjóri Vísindavefsins, með góðar ábendingar varðandi breytingu Reykjavíkur úr bæ í borg.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.12.2021

Spyrjandi

Bjarni Eggertsson

Tilvísun

EDS. „Hvenær varð Reykjavíkurkaupstaður að Reykjavíkurborg?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2021, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82808.

EDS. (2021, 15. desember). Hvenær varð Reykjavíkurkaupstaður að Reykjavíkurborg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82808

EDS. „Hvenær varð Reykjavíkurkaupstaður að Reykjavíkurborg?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2021. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82808>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær varð Reykjavíkurkaupstaður að Reykjavíkurborg?
Strax upp úr aldamótunum 1900 heyrðist stundum talað um Reykjavík sem borg eða höfuðborg. Þetta sést til að mynda af og til í Reykjavíkurblöðunum frá þessum tíma. Samt sem áður var opinbera heitið Reykjavíkurbær og í stjórnskipan Reykjavíkur voru notuð heitin bæjarstjórn, bæjarfógeti og svo framvegis.

Frávik frá þessu var þegar embætti borgarstjóra var stofnað með lögum árið 1907. Ári síðar tók fyrsti borgarstjórinn til starfa og hann gegndi því heiti frá upphafi þar sem aldrei var notast við bæjarstjóri. Seinna komu fleiri undantekningar. Embætti borgarritara var stofnað 1934 og borgarlæknis 1949.

Reykjavík hefur haft borgarstjóra mun lengur en hún hefur verið borg.

Árið 1962 tóku gildi ný lög um sveitarstjórnir og tveimur árum síðar var sett ný borgarmálasamþykkt fyrir Reykjavík. Með henni breyttist Reykjavík opinberlega úr „bæ“ í „borg“. Þá var öllum embættis- og stofnanaheitum breytt nema nafni Bæjarútgerðar Reykjavíkur, borgarstjórn kom í stað bæjarstjórnar, borgarfógeti í stað bæjarfógeta og svo framvegis.

Mynd:


Þetta svar er hluti af áður birtu og lengra svari við spurningunni Hvað þurfa margir að búa í bæ til að hann verði að borg? Á sínum tíma komu Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og Þorsteinn Vilhjálmsson, þáverandi ritstjóri Vísindavefsins, með góðar ábendingar varðandi breytingu Reykjavíkur úr bæ í borg.

...