Hvers vegna eru sum sýklalyf kölluð fúkkalyf... eða eru kannski öll sýklalyf fúkkalyf?Orðið fúki eða fúkki merkir ‘ódaunn, mygla’ en orðið er einnig haft um myglað hey og rotið þang. Fúkkalyf, fúkalyf eru framleidd með ræktun myglusveppa eða gerla. Algengara er í dag að nota orðið sýklalyf. Það var skoskur líffræðingur, Alexander Fleming að nafni, sem fann fyrsta sýklalyfið, penisilín, af tilviljun við það að mygla kom upp í rannsóknastofu hans. Það var 1928.
- Pxhere.com. (Sótt 26.5.2021).