Eru gjaldfrjáls bílastæði ókeypis? Hvað kostar bílastæði? Hversvegna eru þau gjaldfrjáls? Hvaða áhrif hefur gjaldfrelsi bílastæða á ferðavenjur? Hvaða áhrif hefur gjaldfrelsi bílastæða á skipulag þéttbýlis?Stundum er sagt að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis. Það sama gildir um flest annað, þar á meðal bílastæði. Það þarf almennt að fórna einhverju til að búa til bílastæði. Í dreifbýli, þar sem umferð er lítil og rými nægt, er kostnaðurinn af hverju bílastæði kannski ekki hár, jafnvel enginn ef hægt er að leggja á landrými sem myndi ekki vera notað í neitt annað ella. Í þéttbýli er annað uppi á teningnum. Þar getur verið mjög dýrt að útbúa bílastæði, hvort sem það er gert með sérstökum mannvirkjum, það er bílastæðahúsum eða bílakjöllurum, eða með öðrum hætti. Jafnvel þótt ekkert mannvirki sé reist taka bílastæðin rými sem ekki er hægt að nýta í annað. Það getur til dæmis valdið því að byggð verður dreifðari, sem kallar á meiri samgöngur og þær kosta tíma og peninga auk þess að valda mengun í mörgum tilfellum.
- Big empty parking Lot | Antonio Silveira | Flickr. (Sótt 5.02.2020). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0.